Fréttablaðið - 12.06.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 12.06.2019, Síða 10
1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Léku við hvern sinn fingur í sigri á Tyrkjum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann verðskuldaðan 2-1 sigur á Tyrk- landi í gær og deilir efsta sæti H-riðils með Tyrkjum og Frökkum. Fyrri hálf- leikurinn í gær var einn sá besti sem íslenska liðið hefur leikið í langan tíma. Tyrkirnir réðu ekkert við Íslendinga í fyrri hálfleik þegar Ragnar Sigurðsson skoraði tvívegis eftir föst leikatriði og voru Íslendingar óheppnir að skora ekki fleiri mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK EM 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið aftur á beinu brautina og deilir efsta sæti H-riðils í undankeppni EM 2020 með Frökk- um og Tyrkjum eftir verðskuldaðan 2-1 sigur á Tyrklandi í gær. Ísland fær því fullt hús stiga í þessu lands- leikjahléi og er enn með örlögin í eigin höndum í undankeppni EM. Eftir sigur Tyrkja á Frökkum á dögunum mátti Ísland varla við því að stíga feilspor í gær en Tyrkirnir stóðust Íslendingum ekki snúning í fyrri hálfleik. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson, sem var að leika sinn 88. leik og jafnaði með því Eið Smára Guðjohnsen sem 4. leikjahæsti leikmaðurinn í sögu karlalands- liðsins, kom Íslandi verðskuldað yfir snemma leiks eftir aukaspyrnu. Ragnar var aftur á ferðinni skömmu síðar eftir annað fast leikatriði og var það fyllilega verðskuldað að Ísland skyldi skora tvö mörk í þessum fyrri hálfleik. Íslenska liðið fékk aragrúa af færum í fyrri hálfleik og voru Strák- arnir okkar eflaust hundsvekktir að ná aðeins tveimur mörkum í fyrri hálf leik. Hvað þá þegar Tyrkjum tókst, þvert á gang leiksins, að minnka muninn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks með skalla úr horni. Í seinni hálfleik færði tyrkneska liðið sig ofar á völlinn til að reyna að ná jöfnunarmarki en íslenska liðið stóðst öll áhlaup Tyrkja og landaði stigunum þremur á heimavelli. Næstu leikir Íslands eru í Mold- óvu og Albaníu í haust og eftir skell- inn gegn Frökkum á dögunum eru Strákarnir okkar svo sannarlega komnir á f lug á ný. kristinnpall@frettabladid.is Ragnar Sigurðsson Ragnar var frábær á báðum endum vallarins í gær. Hann skoraði bæði mörk Ís- lands í leiknum eftir vel upp sett föst leikatriði og var ekki langt frá því að bæta við þriðja markinu. Í vörninni var hann óaðfinnanlegur með Burak Yilmaz, framherja Tyrkja, í vasanum frá byrjun allt til leiksloka. Maður leiksinsFrammistaða Íslands (4-4-2) Hannes Þór Hallórsson 7 Hjörtur Hermannsson 7 Kári Árnason 7 Ragnar Sigurðsson 9 Ari Freyr Skúlason 7 (69. Hörður Björgvin Magnússon 6) Jóhann Berg Guðmundsson 8 (80. Arnór Ingvi Traustason -) Aron Einar Gunnarsson 8) Emil Hallfreðsson 7 Birkir Bjarnason 8 Gylfi Þór Sigurðsson 8 Jón Daði Böðvarsson 9 (64. Kolbeinn Sigþórsson 6) ✿ Undankeppni EM Ísland 2 Skot (á mark): 16 (8) – 11 (3). Horn: 4– 6. Rangstöður: 4 – 1. 1 Tyrkland 1 2 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 2 -D 8 8 C 2 3 3 2 -D 7 5 0 2 3 3 2 -D 6 1 4 2 3 3 2 -D 4 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.