Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 22
Allar okkar kerfis- einingar eru í stöðugri þróun og við hlustum mikið á ábend- ingar og þarfir við- skiptavina okkar. Ég get viðurkennt að ég grét af gleði og létti þegar ég fékk póstinn um að hafa náð lög- gildingarprófinu. Það var mikið spennufall eftir að hafa beðið í rúma tvo mánuði eftir niður- stöðunni,“ segir Hörður, löggiltur endurskoðandi hjá Icelandair. Hann er einn tíu nýlega útskrif- aðra löggiltra endurskoðenda. „Námið er strembið í heild sinni en allra erfiðasti hjallinn er Grét af létti Eftir sextán tíma strangt löggildingar- próf útskrifaðist Hörður Freyr Val- björnsson sem löggiltur endurskoð- andi í fyrstu atrennu. 䈀欀栀愀氀搀猀︀樀渀甀猀琀愀 刀준吀吀匀䬀䤀䰀 Bryndís Björk Karlsdóttir • Ármúla 29.2.hæð, sími 562 7777 og rettskil@simnet.is Þar sem um 100% skýjalausn er að ræða virkar Regla óháð stýrikerfum og virkar jafn vel á PC og Apple tölvum. Það eina sem þarf að gera til að komast í gögnin er að fara inn á regla.is og byrja að vinna. Viðskiptavinir Reglu eru því alltaf með nýjustu útgáfuna af kerfinu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af dýrum uppfærslum á komandi árum. Reksturinn verður hagkvæmari, einfaldari og öruggari með heildar viðskiptakerfi frá Reglu þar sem allar kerfiseiningar tala saman. Hvert er markmið Reglu? „Markmið félagsins hefur frá upphafi verið að minnka vinnuna við bókhaldið með aukinni sjálf- virkni og nútímalegum vinnu- brögðum. Sem dæmi má nefna að hægt er að tengja bókhaldskerfi Reglu við bankann þannig að allar færslur lesast inn sjálfkrafa. Regla lærir síðan á færslurnar og gerir bókunartillögur á rétta bókhalds- lykla. Einnig er hægt að tengja rafræn eða skönnuð fylgiskjöl við færslur eða tímabil með inn- byggðu skönnunarforriti og appi fyrir Android síma,“ segir Darri Örn Hilmarsson, sölu- og mark- aðsstjóri Reglu. Hvaðan kemur Regla? „Öll kerfin okkar eru þróuð og smíðuð af okkur og eru því íslensk hönnun. Kerfið er smíðað fyrir íslenskan markað jafnt sem erlendan og er fáanlegt á mörgum tungumálum. Það eru margir sérfræðingar sem hafa komið að þessari uppbyggingu en við hlustum einnig mikið á þarfir okkar viðskiptavina. Við segjum stundum, bæði í gríni og alvöru, að þeir séu bestu kerfisfræðingarnir. Að þróa nýja kynslóð bókhalds- kerfis hefur verið spennandi vegferð undanfarin 11 ár en í dag starfa 12 starfsmenn við þróun, þar af átta við forritun auk tveggja við sölu og þjónustu.“ Hvað er það nýjasta hjá ykkur? „Til að byrja með vorum við bara með þrjár kerfiseiningar; fjárhagsbókhald, sölukerfi og verkbókhald. Með tímanum hafa bæst við fleiri kerfi á borð við launakerfi á mörgum tungu- málum, vefþjónustu við önnur kerfi og afgreiðslukerfi eða „kassa- kerfi“ eins og þau eru oft kölluð. Nýjasta varan okkar er hins vegar netverslunartenging við Shopify og Woocommerce heimasíður. Með þessari tengingu bókast öll sala í rauntíma og birgðir haldast réttar, sama hvort salan á sér stað í verslun eða á netinu.“ Krefst rekstur Reglu mikillar vöruþróunar? „Allar okkar kerfiseiningar eru í stöðugri þróun og við hlustum mikið á ábendingar og þarfir við- skiptavina okkar. Þessa dagana erum við til dæmis að þróa kassa- kerfið okkar enn frekar með nýjum veitingastað og munum á næstu dögum setja upp okkar fyrsta eldhússkjákerfi (e. kitchen display system). Hingað til hafa pantanir hrannast upp á miðum inni í eldhúsi og ef einn miðinn dettur þá er sú pöntun bara týnd. Með nýja kerfinu okkar munu allar pantanir skila sér á mis- munandi snertiskjái inn í eldhúsi. Þannig fer til dæmis hamborgari á skjáinn hjá grillinu á meðan salat fer á annan skjá hjá grænmetinu. Kokkarnir geta síðan merkt við þegar hver réttur fer í gang eða er tilbúinn fyrir þjóninn.“ Hvað er fram undan? „Eins og ég segi þá er stöðug vöruþróun í gangi og margt spenn- andi fram undan. Við erum til dæmis að vinna í tímaskráningar- kerfi sem mun tengjast beint við launakerfið. Við sjáum líka að þró- unin er í þá átt að fólk vill gera sem mest úr símanum sínum en það er stór partur af því verkefni sem við erum að vinna í undir vinnu- heitinu „Skrifstofan í símann“.“ Regla, bókhalds- og viðskiptakerfi Regla ehf. hefur þróað nýja kynslóð bókhaldskerfis. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI löggildingarpróf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og tilhugsunin um sextán klukku- stunda próf þar sem sögulega hefur verið í kringum 70 prósent fall. Það er almenn hræðsla við þetta próf sem má líkja við herbúðir. Í því er enginn matartími né pásur og í prófinu er ekkert gefins. Það tekur því á andlega að fara inn í skóla- stofu til að reikna og skrifa í átta tíma, tvo daga í röð,“ segir Hörður sem er ekki sannfærður um að prófið þurfi að vera svo strangt. „Það eru miklar umræður um að breyta próffyrirkomulaginu. Áður voru þetta þrjú próf og hægt að fara í eitt próf á ári en eftir að þau voru sett saman í eitt próf hefur reynst erfiðara að ná því og margir fara tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum sinnum áður en þeir ná því,“ upplýsir Hörður. Stimpill sem endist út lífið Hörður tók BS-próf í viðskipta- fræði frá Háskóla Íslands og fór þaðan í meistaranám í endur- skoðun og reikningsskilum við HÍ. „Meistaranámið þykir mjög strembið en það hjálpaði mér að vinna á endurskoðendastofunni KPMG samhliða náminu. Ég fékk smjörþefinn af endurskoðun í menntaskóla og fannst hún heillandi. Eftir að hafa unnið í Arion banka um tíma var ég ráðinn til KPMG og eftir fyrsta árið fann ég hversu umfangsmikið starfið er og að ég hafði einlægan áhuga á því,“ segir Hörður sem fór í þriggja ára starfsnám undir leið- sögn endurskoðanda hjá KPMG. „KPMG reyndist mér afar vel og gaf mér tvo mánuði í upplestrarfrí fyrir löggildingarprófið. Prófið samanstendur af þremur megin- stoðum; reikningsskilum, endur- skoðun og sköttum, og maður þarf að átta sig á í hverju maður er bestur og herða sig í því sem maður er veikari í,“ segir Hörður. „Það er til mikils að vinna að ljúka náminu því maður upp- sker gott og vel launað starf. Ég horfði til þess að löggildingin væri stimpill sem ég byggi að út lífið.“ Fleiri látast en bætast við Hörður er 29 ára og var sá yngsti sem tók löggildingarprófið nú. „Ég er ungur í þessum geira og eins og er látast f leiri endurskoð- endur á ári en bætast við í stéttina. Við erum að verða sjaldgæfari og sjaldgæfari og því vantar fleiri endurskoðendur til að anna störfunum,“ segir Hörður og mælir hiklaust með náminu. „En til að ljúka náminu þarf bæði áhuga og vilja,“ segir Hörður sem hafði strax gaman af stærð- fræði á barnsaldri. „Það lá alltaf fyrir að ég legði fyrir mig eitthvað þessu tengt. Góður endurskoðandi þarf að vera talnaglöggur og nákvæmur og eins er gott siðferði og rökhugsun mikilvæg.“ Eftir fimm ára starf hjá KPMG starfar Hörður nú sem löggiltur endurskoðandi hjá Icelandair. „Ég breytti um starf til að geta sinnt fjölskyldunni betur. Á endurskoðendastofum er mikil tarnavinna og þegar mest var vann ég 100 til 130 yfirvinnutíma á mánuði. Það hefur sína kosti og galla, en ég var tilbúinn í það. Ég hafði áður unnið á frystitogara og kynnst þar enn meiri tarnavinnu en ég held að endurskoðendastofur séu stærstu kaupendur Nocco- orkudrykkja af íslenskum vinnu- stöðum,“ segir Hörður og hlær. „Það er sagt að starf endurskoð- enda sé það leiðinlegasta í heimi og meira fjör sé að fara á skemmtun á elliheimili en á skemmtun endur- skoðenda. Erkitýpan er talna- glöggur einfari sem lítur ekki upp frá skrif borðinu en auðvitað er öll f lóra fólks í starfinu og ekki alveg satt að stéttina skipi aðeins graut- leiðinlegt fólk,“ segir Hörður, sæll með sitt hlutskipti. „Ég var smeykur þegar ég skráði mig í prófið en er stoltur og ánægður að hafa náð prófinu við fyrstu tilraun og það var óvenju- legt og gleðiefni hversu margir náðu síðasta prófi miðað við fyrri ár. Vonandi dregur það úr hræðslu þeirra sem hafa áhuga og sýnir að þetta er gerlegt.“ Regla býður bókhalds- og viðskiptakerfi í áskrift á netinu eða „í skýinu“ og því er engin þörf á hýsingu eða rekstri á eigin tölvuþjónum. Hörður Freyr er löggiltur endurskoðandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 4 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RBÓKHALD, REKSTUR OG RÁÐGJÖF 1 2 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 2 -E 7 5 C 2 3 3 2 -E 6 2 0 2 3 3 2 -E 4 E 4 2 3 3 2 -E 3 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.