Fréttablaðið - 12.06.2019, Síða 25
Ný aðferð minnkar
kolefnisspor
„Fyrir um fimm árum kynntum
við byltingarkennda tækni við
kælingu fisks, svokallaða SUB-
CHILLING™ tækni eða undir-
kælingu. Með aðferðinni er
fiskurinn sjálfur kælimiðillinn,“
segir Ingólfur.
„Við teljum að tæknin
muni taka yfir stóran hluta af
markaðnum og samhliða mun
Skaginn 3X vaxa hratt. Þegar
fiskur er kældur með ís verður
hann aldrei kaldari en núll gráð-
ur en nýja tæknin kælir fiskinn
niður í mínus eina gráðu, það er
niður í fasaskipti fisksins sjálfs.
Það er hins vegar langhlaup að
kenna markaðnum á þessa nýju
tækni.
Undirkæling hefur þrjá kosti
í för með sér. Í fyrsta lagi við-
heldur hún gæðum fisksins
betur. Í öðru lagi lengist líf-
tími vörunnar um fjóra til sjö
daga með undirkælingu sem
býður upp á aðra möguleika
við flutning. Íslensk fyrirtæki
hafa notið góðs af því. Það eru
til dæmis laxeldi á Bíldudal og
Djúpavogi þar sem fiskurinn
þarf að fara um langan veg til
að fara í flug. Af þeim sökum
hafa laxeldi brugðið á það ráð
að flytja fiskinn í auknum mæli
með skipum. Það er mun betra
fyrir umhverfið,“ segir Ingólfur.
„Við höfum einnig bent á
þriðja kostinn sem er ódýrara
fragtflug. Það þarf nefnilega
ekki að nota ís við kælinguna
og við það léttist flutnings-
einingin um 20 prósent, sem er
umtalsvert í stóru samhengi.
Fjórðungi af norskum
eldislaxi er flogið til Asíu. Með
þessari nýju tækni er hægt að
draga úr kolsefnissporinu með
því að fækka flugferðum um
einn fimmta með því að hætta
að flytja ís á milli heimsálfa.
Með tímanum vonumst við
til að það verði krafa markaðar-
ins að fiskur verði kældur með
þessum hætti enda byggir
tæknin á því að viðhalda gæð-
um fisksins, viðhalda ferskleika
betur og þannig opna á mögu-
leika til hagkvæmari flutnings-
máta,“ segir hann.
Ingólfur Árnason segir að reksturinn hafi komist á skrið þegar krónan veiktist eftir hrun. Þá hafi hann lofað sér að starfsmenn yrðu ekki fleiri en 100 en þeir eru nú 300. Það sé ekki þægilegt að bera ábyrgð á afkomu svo margra starfsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
síður eru félögin rekin áfram undir
eigin kennitölu og eigin formerkj
um.“
Þurfti liðsauka
Hvers vegna keyptirðu 3X Techno-
logy?
„Við höfðum tekið að okkur að
reisa uppsjávarfiskvinnslu frá a til
ö í Færeyjum en gátum það ekki
ein og óstudd. Við þurftum meira
af l. Lausnin í okkar huga var að
færa hluta af starfseminni úr landi,
á þeim tíma voru gjaldeyrishöft
og við höfðum fengið heimild til
slíkrar uppbyggingar, en svo bauðst
okkur að kaupa ráðandi hlut í 3X
Technology.
Ég vildi ekki kaupa félagið að fullu
heldur taldi æskilegt að burðar
ásinn í þróunarteymi fyrirtækisins
væri enn í hluthafahópnum.
Við kaupin var ákveðið að 3X
Technology og Skaginn myndu
sinna ákveðnum vöruflokkum og
því voru vörur færðar á milli til að
styrkja vörulínu hvors fyrirtækis
um sig eftir því sem þótti heppilegt.
Samstarf félaganna hefur verið
heilladrjúgt á sviði hönnunar, þró
unar og markaðsmála. Við fram
leiðum vörurnar með sama hætti til
að fá samlegð þegar kemur að því að
þjónusta tækjabúnaðinn.
Þegar við tökum að okkur að reisa
stórar fiskvinnslur er hluti þeirra
hannaður og þróaður á Ísafirði og
hluti á Akranesi. Við vinnum eins
og um eitt fyrirtæki sé að ræða.“
Vilja halda í sérkennin
Hvers vegna steyptirðu ekki fyrir-
tækjunum saman í eitt?
„Hugmyndin er að halda sér
kennum fyrirtækjanna til að varð
veita getuna til að þróa aðrar vörur
en eru í boði á markaðnum og varð
veita hæfileikann til að þróa vörur
hratt. Það er okkar sérkenni.
Við erum engu að síður að vinna
að því að þau verði að lokum eins. Í
þeirri vinnu erum við að reyna að
fanga það besta frá Akranesi og það
besta frá Ísafirði. Það hefur gengið
vel en þeirri vegferð er ekki enn
lokið.“
Hvernig hefur vöxturinn verið?
„Frá upphafi hefur innri vöxtur
verið að meðaltali um tíu prósent.
Það koma stundum vaxtarkippir
og þá þurfum við tíma til að jafna
okkur. Þannig var það til dæmis
eftir kaupin á 3X Technology.“
Samstæðan velti sex milljörðum
árið 2017 en veltan var tæplega tíu
milljarðar í fyrra. Það er umtals-
verður vöxtur.
„Það segir ekki alla söguna að
horfa á veltu samstæðunnar á milli
ára. Það geta til dæmis fallið tvö
afar stór verkefni á annað tímabilið
sem þarf að vinna að miklu leyti
árið á eftir. Horfa þarf á vöxtinn
yfir lengra tímabil til að fá gleggri
mynd af raunverulegri vegferð fyrir
tækisins.“
Hvað er áætlað að velta Skagans
3X verði há í ár?
„Við stefnum á að velta fyrirtækj
anna þriggja fari yfir tíu milljarða
króna í ár.“
Hvernig hefur gengið að halda
utan um vöxt fyrirtækisins?
„Það hefur verið í nógu að snúast.
Við höfum verið í stöðugu breyt
ingaferli til að ná sem best utan um
vöxtinn. Miðað við afkomuna hefur
okkur farnast vel.“
Hagnaður samstæðunnar var
502 milljónir króna árið 2017 og
arðsemi eiginfjár var 22 prósent.
Eiginfjárhlutfallið var 44 prósent
og eigið fé var 2,4 milljarðar króna,
samkvæmt ársreikningi I.Á. Hönn
unar, móðurfélags samstæðunnar.
Komst á skrið eftir hrun
Hver var vendipunkturinn, hvenær
fór reksturinn að ganga vel?
„Það er samspil af mörgu en við
komumst ekki á gott skrið fyrr en
eftir hrun þegar krónan veiktist.
Ég bind vonir við að krónan muni
veikjast aftur sem mun sannarlega
bæta samkeppnisstöðu útflutnings
greinarinnar.
Á þeim tíma lofaði ég sjálfum
mér og fjölskyldunni að hafa aldr
ei f leiri en 100 manns í vinnu. Mér
leið einfaldlega illa að bera ábyrgð á
afkomu fleiri en 100 starfsmanna en
í dag eru þeir 300. Mér finnst ekkert
þægilegt að bera ábyrgð á afkomu
300 starfsmanna.“
Hvernig tókst þér að byggja upp
þekkingarfyrirtæki á Akranesi?
„Reksturinn hefur byggst upp í
gegnum náið samstarf við sterka
útgerð. Í gegnum árin var fisk
vinnsla HB Granda á Akranesi
okkar heimavöllur, það er því
óneitanlega mikil eftirsjá að starf
semi HB Granda á Akranesi. Sömu
sögu er að segja af uppbyggingu 3X
Technology á Ísafirði. Fyrirtækið
byggðist upp vegna nálægðar við
útgerðir og fiskvinnslur. Við búum
enn að því samstarfi á Ísafirði og
notum aðstöðuna þar til að skilja og
læra betur hvernig best er að með
höndla fisk.
Þróunar og hönnunarteymin,
sem telja um 60 manns, eru á Akra
nesi og Ísafirði en þeir sem starfa við
markaðs og sölumál eru með starfs
stöð í Reykjavík og á Akranesi. Það
er mikill samgangur á milli annars
vegar söluteymisins og hins vegar
þeirra sem starfa við þróun, hönnun
og framleiðslu sem stuðlar að því
að fólk skiptist á hugmyndum, sem
leitt getur af sér nýjar vörur.
Akranes er vel staðsett bæjarfélag,
steinsnar frá höfuðborginni. Það
tekur einungis 20 mínútur að keyra
til Mosfellsbæjar sem er það bæjar
félag sem er í hvað mestum vexti.
Byggðin þokast því nær okkur. Hér
er engin umferð og foreldrar losna
við þetta sífellda skutl með börn
sem einkennir lífið í borginni.“
Er horft til þess að kaupa fyrirtæki
til að vaxa?
„Til lengri tíma litið munum við
skoða þann möguleika og þá aðal
lega til að ef la vöruframboð og
markaðsaðgang.
Það hefur tekið okkur fjögur ár að
ná því besta úr starfseminni á Akra
nesi og Ísafirði og við erum enn að
bæta okkur á því sviði. Raunar
hefur arðsemin ekki enn skilað sér
í krónum talið en hvað varðar vöru
þróun hafa kaupin tekist afskaplega
vel. Með samvinnunni höfum við
hleypt af stokkunum vörum sem
byggja undir framtíð fyrirtækisins.“
Munu taka inn nýja hluthafa
Skaginn 3X fjárfesti fyrir tvo millj-
arða í rekstrinum. Kom til greina að
fá inn nýja hluthafa til að taka þátt í
fjármögnuninni?
„Nei, ekki að svo stöddu. Það er
hluti af langtímasýn okkar að taka
inn nýja hluthafa. Þessi fjárfesting
var liður í að undirbúa félagið undir
þann tímapunkt en það er ekki enn
komið að honum.“
Ætlar þú að starfa hjá fyrirtækinu
um aldur og ævi?
„Ætli ég verði ekki hér þar til mér
verður hent út!“
Tekurðu enn þá virkan þátt í að
þróa tækjabúnað?
„Ég vil helst ekki gera neitt annað
en að þróa vörur. Ég er ekki þessi
venjulegi framkvæmdastjóri og það
hefur vissulega sína kosti og galla.“
Börnin vinna hjá fyrirtækinu
Það er áhugavert að börnin þín
þrjú skipa stjórn fyrirtækja þinna.
Þig hefur ekki langað að vera með
reynda stjórn sem veitir þér stuðning
í þessum mikla vexti?
„Nei, ég hafði ekki hugsað mér
það. Það gerist allt of oft í fjölskyldu
fyrirtækjum að það er enginn sem
vill taka við þeim þegar kemur að
kynslóðaskiptum.“
Þannig að þú ert að undirbúa þau
undir að taka við rekstrinum?
„Það þýðir ekkert að byggja upp
fyrirtæki ef enginn tekur við.“
Gegna þau öðrum störfum hjá
fyrirtækinu?
„Ég á fjögur börn og þau starfa
öll hjá fyrirtækinu. Sú yngsta, sem
er 19 ára, er líka í skóla. Ég tók hana
snemma inn í reksturinn, hún hefur
verið á lagernum og víðar. Börnin
hafa öll þurft að vinna sig upp
og kynnast fyrirtækinu frá f leiri
hliðum.
Elsti sonur minn stýrir fram
leiðslunni á Akranesi, næstelsti er
yfir vélahönnun og eldri dóttir mín
aðstoðar mig í rekstrinum. Eigin
konan sér svo um útgjöldin.“
Stór hluti til Rússlands
Hvar í heiminum selur Skaginn 3X
vörur sínar?
„Okkar kjarnamarkaður er Norð
urEvrópa og NorðurAmeríka. Við
seljum mikið til Bandaríkjanna,
Kanada, Íslands, Færeyja, Bretlands
og Noregs. Nú seljum við mikið til
Rússlands sem er ört vaxandi mark
aður en um 40 prósent af sölunni
eru tengd Rússlandi. En allt fer þetta
eftir því hvar stóru samningarnir
liggja. Í fyrra seldum við mest til
Færeyja.“
Fram hefur komið í fjölmiðlum
að Rússar hafi lagt viðskiptabann á
íslensk matvæli frá árinu 2015 því að
Ísland studdi refsiaðgerðir gagnvart
landinu. Það er vegna þess að Rússar
innlimuðu Krímskaga sem tilheyrði
Úkraínu í ríki sitt í umdeildum
kosningum. Rússar hafa hins vegar
keypt nokkuð af íslenskri tækni
fyrir sjávarútveg.
Hvað er að breytast í Rússlandi,
hvers vegna eruð þið að sækja á þar?
„Rússnesk stjórnvöld eru mark
visst að stuðla að nútímavæðingu
í fiskiðnaði og innleiðingu á bestu
mögulegu tækni. 20 prósentum af
af laheimildum útgerða er endur
úthlutað til þeirra sem fjárfesta í
nýjum skipum eða fiskvinnslum í
landi.“
Kemur til greina að f lytja hluta af
starfseminni úr landi þangað sem
launin eru lægri?
„Það er ekki hægt að horfa fram
hjá því að sá dagur mun renna upp
að Skaginn 3X þarf að opna starfs
stöð erlendis til þess að geta haldið
áfram að vaxa. Það er eðlilegt skref
í vexti og viðgangi fyrirtækis. En
það væri ekki til þess að greiða
lægri laun heldur til að geta fram
leitt ákveðnar vörur nær viðskipta
vinum.
Það er verið að innleiða nýja
framleiðsluhætti, eins og ég hef
komið inn á, í rekstrinum og þegar
við höfum náð fullkomnum tökum
á tækninni munum við geta smíðað
hvar sem er í heiminum. Það eru
eflaust eitt eða tvö ár í að það skref
verði stigið.
Við erum að skoða möguleika á
að opna starfsstöð í Rússlandi. Þar
erum við ekki einungis að horfa
til gjöfulla fiskimiða heldur er þar
einnig að finna öflugan landbúnað
sem við getum þjónustað. Um 1015
prósent af tekjum Skagans 3X má
rekja til tækja til að meðhöndla kjöt
og kjúkling.“
Ég vil helst ekki gera neitt annað en
að þróa vörur. Ég er ekki
þessi venjulegi fram-
kvæmdastjóri og það hefur
sína kosti og galla.
Stór hluti sölunnar, eða um 40 prósent, fer til Rússlands um þessar mundir.
MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9
1
2
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
3
2
-F
B
1
C
2
3
3
2
-F
9
E
0
2
3
3
2
-F
8
A
4
2
3
3
2
-F
7
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K