Fréttablaðið - 20.06.2019, Síða 18

Fréttablaðið - 20.06.2019, Síða 18
Á Snæfellsnesi er gnægð náttúruperlna sem sumar eru heimsþekktar eins og Snæfellsjökull og Kirkjufell. En þarna er líka urmull af stöðum sem eru lítt þekktir og gefa hinum frægari lítið eftir. Einn þeirra er Furudalur upp af Staðarsveit. Þótt nafnið gefi til kynna að þarna sé skógur þá er ekki eitt einasta tré í Furudal, hvað þá fura. Í staðinn umlykja tröllvaxnir tindar dalinn eins og skeifa, og eru Hólstindur (930 m), Tröllatindar (929 m) og Elliðatindar (824 m) mest áberandi. Eftir dalnum rennur síðan bergvatnsá, Stóra-Fura, en í henni er fjöldi fossa, hver öðrum fallegri. Þarna koma næstum engir sem kemur á óvart því þarna er boðið upp á sannkallaða fossaveislu með grónum árbökkum og snarbröttum klettahlíðum. Það er auð- velt að skoða fossana í Furudal á hálfum degi og er auðveldast að leggja bílum við bæinn Ölkeldu eftir að ábúendur hafa gefið til þess leyfi sitt. Þaðan er haldið í norðaustur upp skriður uns komið er að Stóru-Furu vestan megin. Henni er síðan fylgt upp dalinn uns komið er upp í skarð milli Tröllatinda og Elliðatinds. Sést þá yfir Breiðafjörð, Berserkjahraun og Stykkis- hólm. Fyrir vant göngufólk er tilvalið að taka heilan dag og toppa í leiðinni Hólstind. Er þá gengið beint upp skriðurnar frá Ölkeldu uns komið er á hrygg sem liggur í norðvestur á tindinn. Þar býðst gríðarlegt útsýni yfir á Snæfellsjökul, Helgrindur, Kolgrafafjörð, Drápuhlíðarfjall og Ljósufjöll. Af Hólstindi má halda áfram göngunni yfir á Tröllatinda en snúið getur verið að rekja sig eftir hryggjum þeirra allra endi- langt. Er því hentugra að halda niður norðurhlíðar Tröllatinda uns komið er að skarði efst í Furudal og mun betri leið en að halda niður brattar og lausar suðurhlíðar þeirra. Stóru-Furu er síðan fylgt eftir og staldrað við fossana sem skipta tugum. Um Furudal lá áður gönguleið yfir Snæfellsnesið en af einhverjum ástæðum féll hún í gleymsku – og er sjálfsagt að breyta því. Fossaveisla í Furudal Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Einn af tugum fossa í Furudal. MYND/DAGNÝ HEIÐDAL Fossarnir í Stóru-Furu er afar fjölbreyttir og hver öðrum fallegri. MYND/TG Elliðatindur séður úr ofanverðum Furudal. MYND/TG TILVERAN 2 0 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 0 -A D F 8 2 3 4 0 -A C B C 2 3 4 0 -A B 8 0 2 3 4 0 -A A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.