Fréttablaðið - 20.06.2019, Page 28

Fréttablaðið - 20.06.2019, Page 28
Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna FLOTT SUMARFÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS Bandaríska fjárfestingafélagið sem fjárfesti í Sjóklæða­gerðinni 66°Norður síðasta sumar er í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel. Markaður Fréttablaðsins greindi frá kaup­ unum fyrir ári. Fjárfestingafélagið Mousse Partners var stofnað af Charles Heilbronn, hálf bróður Wert­ heimer­bræðranna sem stýra Chanel, en auðæfi þeirra eru metin á um 42 milljarða Bandaríkjadala. Matthew Woolsey hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóð­ legrar starfsemi 66°Norður en hann var framkvæmdastjóri vefverslunarinnar Net­a­Porter sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum þegar kemur að hágæða vörumerkjum í fatnaði. Þar á undan var hann framkvæmda­ stjóri stafrænna viðskipta hjá Barneys New York. Chanel er eitt þekktasta vöru­ merki heims. Fjölmargar stór­ stjörnur hafa verið andlit fyrir­ tækisins og nægir að nefna Nicole Kidman, Keira Knightley, Kristen Stewart, Cara Delevigne og sjálfa Marilyn Monroe. Ætli frægasta vara Chanel sé ekki ilmvatnið Chanel No. 5 en það kemur beint úr hönnunarvasa sjálfrar Coco Chanel. Þá ber Chanel ábyrgð á því að hafa blandað hátísku og hversdagstísku og skapað þannig sérstöðu sem hefur verið nánast þeirra aðall síðan. Karl Lagerfeld skapaði svo hverja flíkina á fætur annarri sem vakti bæði áhuga og undrun. Chanel er ekki aðeins í fötunum eða ilmvötnum því það gerir einn­ ig úr, farða og á þrjá vínbúgarða, tvo í Bordeaux og einn í Napa­ dalnum í Bandaríkjunum. 66°Norður skilaði um 100 milljóna króna rekstrarhagnaði á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um liðlega 60 milljónir frá fyrra ári. Tekjur fyrirtækisins, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, jukust hins vegar um rúmlega 600 milljónir á árinu og námu samtals 4,47 millj­ örðum króna. Hjónin Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardótt­ ir eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður. Hátískan mætir útivistinni Tískuhúsið Chanel er orðið Íslandsvinur eftir að Mousse Partners, sem var stofnað af Charles Heilbronn, hálfbróður Wertheimer-bræðranna sem stýra Chanel, keypti í 66°Norður. Díana prinsessa í Chanel á götum úti en hún var mikill aðdáandi. Marilyn Monroe var eitt sinn andlit Chanel-ilmvatnsins margfræga. Brad Pitt og Chanel hafa haldist í hendur í töluverðan tíma. Alain og Gerard Wertheimer, eigendur Chanel merkisins. Kaia Gerber hefur fetað í fótspor móður sinnar Cindy Crawford og sýnt föt fyrir Chanel. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 0 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 0 -A 9 0 8 2 3 4 0 -A 7 C C 2 3 4 0 -A 6 9 0 2 3 4 0 -A 5 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.