Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 20.06.2019, Qupperneq 30
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 SMART SUMARFÖT, FYRIR SMART KONUR NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kjólar // Túnikur Kr. 12.900.- -Strl. 40/42-56/58 Við finnum aðallega fyrir hugarfarsbreytingunni. Það er orðin lífsstíll hjá fólki að kaupa notuð föt. Það verslar ekki bara hjá okkur af nauðsyn,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, f lokk- unarstjóri fatasöfnunar Rauða krossins. „Þegar við flokkum erum við fyrst og fremst að hugsa um að flokka það sem er heilt og hreint og það sem við sjáum að er söluvara, en okkur finnst skemmtilegast að fá eitthvað sem er áhugavert og öðruvísi. Það sem er verðmætast Lottóvinningar inni á milli Guðbjörg segir eldri föt seljast vel. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Föt með karakter eru verðmæt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Mikil vitundar- vakning hefur orðið í umhverf- ismálum undan- farið. Samfara því hefur færst í aukana að fólk kjósi að kaupa notuð föt. fyrir okkur eru föt með karakter.“ Guðbjörg segir að eldri vönduð föt úr fallegum efnum sem endast seljist alltaf vel. „Sem sýnir okkur hvað góð efni eru mikilvæg.“ Hún bætir við að þetta sé þó allavega. Núna eru til dæmis gamlir snjáðir stuttermabolir í tísku og þeir rjúka út úr búðunum. „Við flokkum aðeins fötin eftir því í hvaða búð þau fara, það eru fimm búðir á höfuðborgarsvæðinu og að mig minnir átta úti á landi,“ segir Guðbjörg. Búðirnar á Laugavegi 12 og Skólavörðustíg eru með aðeins annað úrval en hinar búðirnar. Á Skólavörðustíg fer mikið af merkja- vöru og sparifötum. „Þangað fara líka þessi föt sem hafa sérstöðu, sérstök efni, fallegir litir og sér- stök snið. Líka tímabilsföt eins og 80’s og 90’s föt og þess háttar. Þessi tímabil koma og fara inn og út úr tískunni. 80’s tímabilið var til dæmis mjög vinsælt þegar ég byrjaði að vinna við þetta fyrir sex árum. Á þeim tíma hefur retró- tískan spannað 20 ár frá 1980- 2000,“ segir Guðbjörg. Búðin á Laugavegi 12 er meira miðuð að ferðamönnum. Þangað fer mikið af lopavörum. „Þetta er búðin þar sem túristarnir versla, þeir eru mjög góðir viðskiptavinir hjá okkur. Við höfum orðið vör við að þeir leita okkur uppi því þeir hafa kynnt sér búðir með notaðan varning áður en þeir koma til landsins,“ segir Guðbjörg. „Þeir vilja oft frekar kaupa lopann af okkur heldur en annars staðar. Enda er hann miklu ódýrari.“ Í búðunum á Hlemmi, Mjódd, Hafnarfirði og úti á landi eru seld blönduð föt. Allt frá gúmmískóm yfir í merkjavöru. Þar er líka oft hægt að fá heimilisvörur. Það koma reglulega stórar sendingar af fötum í búðirnar og alla vikuna er verið að taka ný föt. „Ég var að vinna í búðinni á Skólavörðustíg um daginn og það var kona sem kom þegar búðin var opnuð. Hún kom svo aftur rétt fyrir lokun og sagði: „Guð minn góður, það er hellingur af nýju síðan áðan!“ Svona er það stundum. Fólk er að átta sig á hvað getur verið spenn- andi að kaupa notuð föt. Það eru alveg lottóvinningar þarna inni á milli,“ segir Guðbjörg. Þau föt sem ekki eru nýtt á Íslandi eru seld í f lokkunarstöð í Þýskalandi sem selur sum fötin í búðir fyrir notuð föt en sendir það sem ekki nýtist sem föt í tætingu. Efnið er svo endurnýtt í einangr- unardúka og ýmiss konar fyll- ingarefni. Guðbjörg segir að hver einasta tuska sem berist til Rauða krossins nýtist þeim til góðs. „Það fer ekkert í rusl hjá okkur nema það sem er blautt og myglað. Þess vegna er svo mikilvægt að ganga vel frá fatapokunum.“ 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 0 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 4 0 -A D F 8 2 3 4 0 -A C B C 2 3 4 0 -A B 8 0 2 3 4 0 -A A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.