Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2019, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 20.06.2019, Qupperneq 37
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú samþykkt að veita Vest u r verk i ehf. f ram- kvæmdaleyfi fyrir veglagningu vegna jarðvegsrannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta framkvæmda- leyfi gefur þó ekki leyfi fyrir virkj- uninni sjálfri enda krefst slíkt leyfi þess að heildaráhrif verkefnisins séu þekkt en áhrif tengingar við Landsnetið hafa enn ekki verið metin. Umrætt framkvæmdaleyfi er því eingöngu í rannsóknarskyni. Sé kafað dýpra í málið kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með feldu. Ófeigsfjarðarheiði er í dag ekki aðgengileg með venjulegum vegasamgöngum og því ekki hægt að nota venjuleg ökutæki til að f lytja rannsóknabúnaðinn, t.d. svokallaða kjarnabora. Venjulega er slíkt leyst með því að f lytja tækja- búnað á veturna, meðan heiði er snævi þakin, eða með þyrlu og má þannig komast hjá því að rann- sóknir valdi of miklu raski. Umrætt framkvæmdaleyfi gerir hins vegar ráð fyrir að vegir fyrir þungavinnu- tæki séu lagðir að öllum áformuðum stíf lustæðum virkjunarinnar. Það myndi krefjast gífurlegs rasks því erfitt er að leggja vegi yfir berar klappir líkt og þær sem einkenna Ófeigsfjarðarheiði. Á þennan hátt væri framkvæmdin því í raun hafin, þrátt fyrir að leyfið sé einungis ætlað rannsóknum og enn sé ekki búið að meta heildar umhverfis- áhrif verkefnisins. Þetta getur ekki talist ásættanlegt en sumir spyrja kannski hvort ekki sé til staðar rökstuðningur fyrir því að leggja vegi í stað þess að f lytja búnaðinn með öðrum hætti. Slíkar vangaveltur voru tilefni erinda sem félagið Ungir umhverfissinnar sendu hreppsnefnd Árneshrepps í apríl og maí sl. en félagið vildi vita hvort búið væri að bera saman kostnað og umhverfisáhrif ólíkra aðferða við flutning á rannsóknar- búnaði. Í viðbrögðum hreppsins var spurningunni hins vegar ekki svarað og hefur félagið því þurft að ítreka fyrirspurnina. Fregnir um samþykkt útgáfu framkvæmda- leyfis vöktu því mikla furðu því samanburður á valkostum er nauð- synlegur fyrir málefnalega meðferð við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er greinilegt að íslenska þjóðin er enn að læra að umgangast náttúruna þótt tæp 50 ár séu síðan Halldór Laxness skrifaði um hern- aðinn gegn landinu. Eini munurinn er í raun sá að í dag hefur ástandið versnað og litlar líkur eru á bjartri framtíð fyrir ungt fólk. Það er því ekki seinna vænna en að virða nátt- úruna að verðleikum og taka ekki ákvarðanir um framkvæmdir fyrr en heildaráhrifin eru þekkt. Rann- sóknir sem þessar ætti því ávallt að gera án óþarfa rasks. Framkvæmdir dulbúnar sem rannsóknir Pétur Halldórsson formaður Ungra umhverfissinna Við Sogin við Trölladyngju er minnisvarði um þau miklu óþörfu landspjöll sem HS Orka hefur valdið án nokkurs ávinnings fyrir samfélagið. Þar var byggður vegur og borpallur á einstaklega fögru jarðhitasvæði, því var bókstaf lega rústað. Í kjölfarið fylgdu árangurslausar boranir eftir jarðvarma. Eftir stendur minnisvarði um afglöp HS Orku. Fögru jarðhitasvæði var spillt varanlega, ávinningurinn er enginn, þjóðin glataði enn einu af náttúrudjásnum sínum. Nú stefnir í að fyrirtækið, sem nú er í eigu okkar allra þar sem fjölmargir lífeyrissjóðir hafa tekið höndum saman og eiga um helmingshlut í fyrirtækinu, ætli sér að fremja enn meira umhverf- isódæði á Ófeigsfjarðarheiði á Ströndum. Sveitarfélagið hefur samþykkt deiliskipulag og veitt framkvæmdaleyfi þar sem gert er ráð fyrir miklum framkvæmdum við vegagerð á einum stærstu samfelldu víðernum Evrópu. Hingað til hafa rannsóknir vegna vatnsaf lsvirkjana verið framkvæmdar með það í huga að valda sem minnstu raski. Rannsóknir geta jú eðli málsins samkvæmt leitt til þess að hætt verði við framkvæmd þar sem fram koma nýjar og gagnlegar upplýsingar sem hafa áhrif á allar forsendur. Því er mikilvægt að takmarka öll spjöll á rann- sóknarstigi. Hjá HS Orku kveður við annan tón. Fyrirtækið hyggst eyðileggja sem mest í nafni rann- sókna og ganga í berhögg við sjálft rannsóknarleyfið. Þann 13. júní 2019 veitti sveitarfélagið framkvæmdaleyfi til að hleypa þessari atlögu gegn landinu af stað. Höfum við þrátt fyrir allt ekkert lært á langri vegferð um verðmæti óspilltra náttúru? Kunnum við enn ekki að ganga gætilega um landið okkar þrátt fyrir allar yfir- lýsingar og lög þar um? Ef þessi vegferð verður ekki stöðvuð er svarið því miður „nei“ við þessum spurningum. Baráttunni er ekki lokið. Málið er of mikilvægt til þess að unnendur íslenskrar náttúru geti lagt árar í bát. Þeirri baráttu má leggja lið með því að taka undir kröfu Landverndar um að friðlýsa Drangajökulsvíðerni; askorun. landvernd.is Glæpur gegn náttúru Íslands Tryggvi Felixson, formaður Landverndar Horfðu á heildarmyndina Ótakmarkað Internet Netbeinir og WiFi framlenging Ótakmarkaður heimasími Sjónvarps- þjónusta + Afþreying frá Stöð 2 Allt í einum pakka á lægra verði Uppsetning á interneti innifalin. Kynntu þér málið á vodafone.is, í síma 1414, í næstu verslun eða hjá umboðsaðilum okkar um land allt. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25F I M M T U D A G U R 2 0 . J Ú N Í 2 0 1 9 2 0 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 0 -C 1 B 8 2 3 4 0 -C 0 7 C 2 3 4 0 -B F 4 0 2 3 4 0 -B E 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.