Skagablaðið


Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 3
Skaqablaðið 3 Akurnesingar — Nærsveitamenn: Gleðileg jól! Sendum viðskiptavinum okkar og starfsfólki bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Alþýóubankinn hf Valbjörg Kristmundsdóttir í íbúð sinni að Dvalarhei- milinu Höfða: Jólin eru eins og vin í eyðimörkinni, lífga upp svartasta skammdegið þótt skiptar séu skoðanir um hvað mikið eigi að hafa fyrir þeim. “ Valbjörg Krístmundsdóttir skrifan Bemskujól Nýlega fékk ég skilaboð frá blaðamönnum Skagablaðsins hvort ég vildi skrifa hugleiðingu tengda jólunum í blaðið þeirra. Ég tók því fjarri, taldi mig ekki nógu hátíðlega til þess. En konan sem boðin flutti sagði: „Það er ekki ætlast til þess, skrifaðu bara einhverjar minningar frá þínum jólum.“ Eg ; eiga allir. Þau eru óumdeilanlega Eg held að innst inni hlakki alla til jólanna, þótt sumir vilji ekki við það kannast. Þau eru eins og vin í eyðimörkinni, lífga upp tilveruna í svartasta skammdeginu þótt skiptar séu skoðanir um hvað mikið eigi að hafa fyrir þeim, meðal annars í mat og drykk og öðru heimilis- amstri, en það verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig. En eitt er víst, þau höfða til þess góða sem í okkur öllum býr, það sýnir löngunin til að gleðja aðra. Við rifjum upp minningar um vini og kunningja skrifum þeim á kort eða hringjum til þeirra, oft eru þetta einu tengslin á árinu. Allt er þetta í þeim anda að reyna að gleðja. Stundum get- ur bréfspjald skrifað með ó- styrkri hendi glatt einhverja einmana sál meira en dýrar gjafir gleðja þá er lifa í allsnægtum. Enginn í jólaköttinn Ég man vel mín bernskujól þó ellin sé nú farin að má sumt út hjá mér. Ekki var nú mikið um i auðvitað minningar um þau, það hátíð kærleikans. gjafir en alltaf var reynt að hafa einhverja tilbreytingu í mat og alhliða þrif. Allir fengu einhverja nýja flík, enginn mátti fara í jóla- köttinn. Nýir skór voru gerðir úr sortulyngslituðu skinni. Þeir voru mjög fallegir með hvítum eltiskinnsbryddingum. Ég var látin prjóna leppa í nýju skóna handa öllu fólkinu á bænum og fannst það mikið ábyrgðarstarf. En mest og best man ég eftir hvað var bjart á jólunum, ég var alltaf svo hrædd við myrkrið. Við fengum kerti og kveikt var á öll- um lömpunum sem til voru. Ein fegursta minning frá þessum árum er sú að alltaf var látið loga á fjórtán línu lampanum, sem hékk í baðstofunni, alla jólanótt- ina. Ég tímdi varla að sofna, mér fannst svo gaman að horfa á þetta bjarta ljós úr rúminu. Börn nú á tímum eiga nú ef- laust erfitt með að skilja þetta. Ljósin eru nú ekki lengur sá munaður sem þau voru þá, þykja svo sjálfsögð að kannski tekur fólk ekki eftir þeim nema ef skammhlaup verður í rafmagn- GLEÐILEG JOL 5endum sjómönnum og starfsfólKi bestu óshir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þahklæti fyrir árið sem er að líða. MArÖRMIhl7 Eftirtalin fyrirtæki óska starfsfóiki og viðskiptamum sínum gleðilegra jóla með þökk fyrir árið sem er að líða: 5jóvá - Almennar hf. Edurskoðunarskrifstofa Jóns hórs hallssonar 5kagane5ti Olíufélagið 5Keljungur horgeir og helgi Olís Akranesi Fiskbúð 5ólveigar Blikksmiðja Quðmundar J. hallgrímssonar Myndbandaleigan Á5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.