Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 9
Skaaablaðið
miklu stærri og fleiri jólatré en
heima, jólamjöður eins og hver
viil og fullt af fólki. Fólki I Er það
ef til vill allt þetta fólk sem angr-
ar mig? í stórborg hitta menn
sjaldnast fyrir tilviljun neinn sem
þeir þekkja, heilsa engum og
enginn heilsar þeim. Það er ekki
eins og að rölta niður í bæ heima,
þar sem áætlaður klukkutímatúr
tekur a. m. k. tvo tíma því það er
svo margt skemmtilegt fólk á
förnum vegi. Ætli sé ekki hægt
að verða makalaust einmana í
stórborg? Og samt leggjum við
íslendingar höfuðkapp á að kom-
ast sem mest og best til útlanda
og þeir sem búsettir eru árum
saman á erlendri grund þykja
alla jafna fremstir meðal jafn-
ingja.
Það er orðið dimmt þegar við
komum út úr strætisvagninum.
Tunglið lýsir og við skjótum okk-
ur milli húsanna heim í blokkina.
„Þarna búa íslendingar og
þarna býr hrekkjusvín. Og í
þessu húsi býr maður með tréfót
. . .“ Litla frænka veður elginn og
bendir í allar áttir. „Þegar ég
verð stór ætla ég að búa á ís-
landi,“ segir hún og ber höfuðið
hátt. Það glampar á Lúsíukórón-
una í tunglskininu. Inn um glugg-
ana sjáum við sænskar konur, ís-
lenskar konur. Skyldu þær vera
búnar að þvo eldhússkápana fyr-
ir jólin?
Um kvöldið er langur þáttur í
sjónvarpinu, þar sem fullorðnir
eru beðnir um að stilla í hóf
drykkju 13. desember, á degi
heilagrar Lúsíu. Á þann hátt eiga
menn að vera unglingum gott
fordæmi en þessir sömu ungling-
ar eru vanir að efna til óeirða í
tilefni Lúsíuhátíðar.
— Skyldi þarna vera komið ís-
lenska Þorláksmessufylliríið?
hugsa ég. Gott er að vera laus við
Lúsíu. Nóg er af dýrlingunum þó
hún bætist ekki við heilagan Þor-
lák.
í Osló er sól og auð jörð,
Holmenkollen geysist hjá og
jólasveinninn er edrú . . .
. . . og svo er ég komin heim!
Á meðan ég var í burtu hafa
hlýindin orðið að víkja fyrir
hörkugaddi og björtu veðri.
Tunglið hangir eins og kringlótt-
ur ostur yfir dýrustu flugstöð í
heimi. Fransmennirnir í flugrút-
unni taka andköf og ég skil af lát-
bragði þeirra, að þeim finnst
mikið til um rökkrið, tunglskinið
og dulúðina yfir Reykjanes-
hrauninu. Ætli þeir sjái álfa og
tröll? Þeir fletja nefin út í rúð-
urnar. Hvernig skyldu þeir ann-
ars upplifa íslenska jólastemn-
ingu? Ætli þeir verði ekki jafn
fegnir að komast aftur til Frakk-
lands eins og ég var að komast
heim?
Hvalfjörðurinn er ævintýri lík-
astur, stjörnurnar svo stórar og
nálægar að mér finnst ég geta
tekið þær ofan af himninum. Þyr-
ill er með græna norðurljósa-
slæðu um hálsinn.
Næsta dag fer ég ofan í bæ.
Alls staðar er fólk sem ég kann-
ast við, fólk sem ég þekki. Þó ég
þurfi lengi að bíða á pósthúsinu
gerir það ekkert til því ég spjalla
við næsta mann í biðröðinni. í
bankanum er líka yfirfullt en þar
er boðið upp á kaffi, piparkökur
og bros og hver er þá að æsa sig?
Á gatnamótunum við Stillholt
standa tvær litlar stelpur og horfa
til himins. Þær reigja sig svo
langt aftur á bak að á tímabili
held ég að þær muni missa jafn-
vægið og detta.
„. . . og þarna, og þarna og
þarna VÁ maaður!“ Þær eru
óðamála og ég spyr þær á hvað
þær séu að horfa. Þær ljóma eins
og sólir.
„Sérðu ekki skrautið?“ segir
sú yngri. „Nú eru englarnir farnir
að skreyta!" Og hún bendir upp í
himininn á gullin skýin.
„Þetta er alvöru skraut,“ segir
hin. „Það segir mamma. Svona
eru jólakúlurnar hjá englunum.“
GLEÐILEG JOL!
Um leið og við þökkum öllum þeim sem ferðast hafa með okkur á árinu sem
er að líða viljum við óska viðskiptavinum okkar og öllum öðrum Skagamönnum
gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Samvinnuferdir- Landsýn jjjJ7
Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs með þakklæti fyrir við-
skiptin og móttökurnar á árinu sem er að líða
SPORT- OG LEIKFANGAVERSLUNIN
ÓÐINN
Kirkjubraut 5 — Sími 11986
Parftu að láta mála? Tek að mér alla alhliða málningarvinnu - vönduð vinna. Upplýsingar í síma 12646. GARÐAR JÓMSSOH • Kemiskhreinsun • Fatapressun ==jjj \\ • Þvottahús - þvoum (((lijil ÍÉnl ficll ))) allan þvott ^JMi2503jy • Vönduð þjónusta
HREINGERNINGARÞJÓNUSTA Tökum okkur allar hreingerningar. Teppa- og húsgagna- hreinsun. Bónhreinsun og gólfbónun. Sjúgum upp vatn. ValurGunnarsson Vesturgötu 163- 2“ 11877 Öll blikksmíði Smíðum einnig úr járni, áli og ryðfríu stáli. BLIKKVERK SF. ÆGISBRAUT 23 S* 11075
Og hún bandar upp í loftið til að
leggja áherslu á orð sín. Mig set-
ur hljóða og ég hverf nokkra ára-
tugi aftur í tímann.
„Heyrðu?" spyr sú litla.
„Heldurðu að amma fái ekki að
skreyta líka? Hún dó nefnilega í
sumar.“ Hún horfir spyrjandi á
mig.
„Örugglega," svara ég. „Það
fá allir að skreyta bara ef þeir
vilja. Englarnir skilja aldrei
neinn útundan."
„Það er gott,“ segir hún og
brosir hlýtt. „Ömmu þótti svo
gaman að laga til og punta fyrir
jólin ..."
Ég geng hægt heim á leið og
nýt þess að horfa upp í engla-
skreytinguna. Það er eins og að
horfa beint inn í himininn.
„Ætli ég geti látið mitt eftir
liggja fyrst englarnir eru byrjaðir
að skreyta?" hugsa ég með mér
þegar ég snarast inn í húsið og
legg til atlögu við eldhússkápana.
9
ÓsKum viðskiptavin-
um og 5tarf5fólki
gleðilegrajóla
og farsæls árs.
Þökkum ánægjuleg
samskipti á árinu
sem er að líða
PRENTVERK AKRANESS HF.
til Iífeyri55jóð5-
ra í des-
Yfirlit um greic
in5 verða send út til
ember.
I/insamlega farið \/el yfir yfirlitin og
hafið samband i/ið sHrifstofu sjóðsins
ef athugasemda erþörf.
Með Ó5h um gleðileg jól og farsæit
komandi ár.
UPEYRI55J0ÐUR
VE5TURLAMD5
KIRKJUBRAUT 40 - AKRAME5I - 5ÍMI 11577
Óskum starfsfólki okkar gleðilegra jóla og
farsæls komandi árs. Þökkum samstarfið á
liðnumárum.
íslenska jarnblendifelagið