Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 8
8
Skagablaðið
Jólin hérogjólin þar
— Mikið var ég heppin að sleppa í burtu frá íslenska jólastressinu,
hugsa ég þegar vélin lendir rétt utan við Stokkhólm. Það er gott að
skilja hreingerningarbrjálæðið og kökubaksturinn eftir heima. Þeirri
spurningu læt ég ósvarað hvort mér takist að baka sortirnar mínar
fimmtán er heim kemur eða hvort ég verði að láta mér nægja að hafa
þær fjórtán eins og konan á Niður-Skaga, sem ég heyrði af um
daginn. Ef ég verð sein fyrir get ég brugðið á ráð konunnar inni í
Hverfl frá síðustu jólum. Hún stráði „glimmer“ yfir mestu óhreinind-
in af því að hún hafði ekki tíma til að hreingera allt húsið. Bráðsnjallt!
Þar með gat hún haldið jólin inni í hverjum skáp og ofan í hverri
skúffu.
Iaður verður alltaf að taka
einhverja áhættu í þessu
lífi, hugsa ég og finnst ég vera ár-
ans mikil kerling. Ég snarast inn
í flugrútuna sem ekur af stað.
Jörðin er alhvít og tíu stiga
frost. Úff! Heima var tíu stiga
hiti, þvílík viðbrigði. Ég horfi á
landið líða hjá og víst er það
fallegt. Sólin sindrar á snjóbreið-
Þorláks-
messu-
skatan
er komin
höfum opið föstudag-
inn 22. desember frá Kl.
10 - 18. Á Þorláks-
messu frá kl. 10. Einnig
opið kl. 10-12 og 15-
18 á milli jóla og nýárs.
Fiskbúð
Sólveigar
Háholti 35 E* 13236
Gleðileg
jól
Sendmn öllum vlð-
skiptavinum okkar
bestu óskir um gleðileg
jól og farsælt komandi
ár með þökk fyrir við-
skiptin á árinu sem er
aðlíða.
EFNALAUGIN
una, sem þekur grenitrén. Grein-
arnar eru þaktar endalausum
mjúkum bómullarlögðum — hvít
jól, póstkortajól. Mér verður
hugsað til rigningarinnar heima
og myrkursins sem grúfði yfir
Akranesi í haust.
Senn tekur að skyggja og mán-
inn stígur hálfur upp á himininn.
„Gyðingaljósin“ með kertunum
sjö loga í hverju húsi, hverjum
glugga. Ég sem hafði látið segja
RAÐSKOM
Mig bráðvantar ráðs-
konu á lítið heimili við
Breiðaíjörð, helstfyrir jól.
Má hafa með sér stálpað
bam.
Uppl. í stma 93—81393
eftirkl. 18.
mér að þetta væri séríslenskt
fyrirbrigði . . .
í vöruhúsinu er margt um
manninn og örtröð hjá staflanum
með Lúsíukórónum. Sú litla rót-
ar lengi en dregur svo upp sigri
hrósandi fram réttu kórónuna:
„Þessa ætla ég að fá Krilla
frænka,“ segir hún og skellir
gylltri kórónunni ofan á rauðan
hárlubbann. „Sérðu ekki, að hún
er úr gulli . . . ?“
Við þrömmum út, sú litla með
gullið á höfðinu, en á leiðinni
kemur sænski jólasveinninn auga
á okkur.
„Hefurðu verið góð?“
„Já,“ svarar hún á innsoginu.
„Og gert allt sem mamma
segir?“ heldur hann áfram.
„Jahá,“ segir frænka státin og
Lúsíukórónan dansar á rauða
kollinum.
„Þá færðu þennan hérna,“ seg-
ir jólasveinninn og réttir henni
hvítan snjókarl með svartan hatt.
Það svífur á okkur báðar í heitu
vöruhúsinu, frænka setur í brýrn-
ar og spyr jólasveininn hvat-
skeytin:
„Af hverju er svona vond lykt
af þér?“
Hann hlær tröllslega og slangr-
ar burtu. Þessi jólasveinn nærist
nefnilega ekki á vondum börnum
og heldur ekki á mjólkinni henn-
ar Grýlu eins og starfsbræður
Þessir jólasveinar voru örugglega edrú er þeir heimsóttu Skagablaðið.
hans á íslandi gera. Þá væri
hvorki þessi lykt af honum né
göngulagið svona reikult, í besta
falli væri af honum svitalykt eða
hann angaði af kæstri skötu á
Þorláksmessu.
að koma jól og jólin standa fram
að páskum . . .“
Barnakór syngur hástöfum
niðri á torgi. Kuldinn bítur í
kinnarnar og glöggið flýtur . . .
En það er eins og eitthvað vanti.
„Nú eru að koma jól, nú eru Hvað þá? Nóg er af ljósum.
PC\T öluaíi
KIRKJUBRflUT 2. S:93-13088
Allt fyrir tölvuna
Tölvupappír, sér prentun, hugbúnaður,
ljósritunarvélar, ljósritunarþjónusta,
skrifstofuhúsgögn.
Akumesingar - nærsveitamenn
Sendum okkar bestu jóia- og nýársóskir. Þökkum ánægju-
leg samskipti á liðnum árum.
_____________SAMVINNUBANKINN AKRANESI____