Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 12
]l____________________________________________________________________________________________Skaqablaðið
„Ég vildi ekki verða neitt flokksþý og tel mig ekki hafa verið það. Ég var reyndar ávallt ósmeykur við að segja forystumönnum flokksins til synd-
anna ef mér þótti ástæða til. “
Eysteinn þeirra mestur
— Jónas var minn aðalhús-
bóndi og ég fór oft á fund hans.
Eins bauð hann mér stundum í
útreiðartúra og talaði þá látlaust
og sagði mér sögur af samherjum
jafnt sem andstæðingum.
— Hann var ör. Hann gat ver-
ið blíður og nærgætinn, en rauk
svo upp eins og norðanstormur á
svipstundu ef tilefni gafst. Ef ég
var nálægt honum á slíkum
stundum lét ég lætin í honum
sem vind um eyru þjóta.
Árið 1944 varð Jónas undir í
valdabaráttu innan Framsóknar-
flokksins og eftir það hafði Dan-
íel ekki mikið samband við hann.
Enda studdi hann Hermann Jón-
asson og Eystein Jónsson gegn
Jónasi.
— Ég laðaðist miklu meira að
Eysteini og Hermanni. Þeir voru
forystumenn framtíðarinnar. Ég
mat Eystein reyndar mest allra.
Hann er að mínu mati grandvar-
asti og drengilegasti stjórnmála-
maður sem uppi hefur verið á
þessari öld. Hann var svo
grandvar að þegar forstjóri
ÁTVR sendi honum brennivín
við sérstök tækifæri, endursendi
Eysteinn það. Hann var stórvel
gefinn maður og fróður, kunni til
dæmis Sturlungu nær utan að. Af
honum Iærði ég margt.
— Það jók viðsýni mína að
vera í tengslum við menn eins og
Eystein, Jónas og Hermann.
Þessi átta ár sem erindreki
flokksins voru góður skóli. Ég
ferðaðist til dæmis í nær öll hér-
uð landsins og kynntist aragrúa
fólks á þessum árum, segir
Daníel.
Flokkurinn kallar á ný
Daníel gerðist kennari við
Gagnfræðaskóla Austurbæjar
þegar hann hætti hjá flokknum
1947. Hann kenndi þar til 1954
og hugsar til þess tíma með
mikilli ánægju. En flokkurinn
kallaði að nýju og skolaði Daníel
að landi á Akranesi. Það átti
ekki fyrir honum að liggja að
gera kennslu að ævistarfi.
Framsóknarflokkur, Alþýðu-
flokkur og Sósíalistar buðu fram
sameiginlega í bæjarstjórnar-
kosningum á Akranesi árið 1954
og náðu meirihluta, sem Sjálf-
stæðismenn kölluðu þrífótinn.
Framsóknarmenn fengu að ráða
bæjarstjóra og fengu Daníel til
starfsins. Framundan voru ár
mikillar vinnu og pólitískra
deilna. Daníel fer ekki í felur
með skoðanir sínar á þeim at-
burðum sem urðu á næstu árum.
— Ég var tregur til þess að
koma hingað upp eftir. Ég undi
mér mjög vel við kennsluna og
yfirgaf skólann með söknuði.
Fjölskyldan tók þessu svona rétt
þolanlega.
— Þótt ég hafi alltaf verið mik-
ill flokksmaður, lagði ég áherslu
á sjálfstæði mitt gagnvart
flokknum. Ég leitaði aldrei til
flokksins um nokkurn skapaðan
hlut, hvorki sem snerti störf mín
né mína persónulegu hagi. Ég
vildi ekki verða neitt flokksþý og
tel mig ekki hafa verið það. Ég
var reyndar ávallt ósmeykur við
að segja forystumönnum Fram-
sóknarflokksins til syndanna ef
mér þótti ástæða til.
— En Eysteinn þrýsti á mig að
taka þetta að mér og mér hefur
eflaust þótt upphefð f að vera
boðið starfið. Ég hafði aldrei
áður starfað að bæjarmálum.
Slæm aðkoma á Akranesi
— Þegar ég kom til Akraness
var mörgu áfátt í bæjarmálunum.
Reikningar bæjarins höfðu ekki
verið lagðir fram í tvö ár, skuld-
irnar voru miklar og innheimtan
var í ólestri. En ég fékk til mín
löggiltan endurskoðanda og lög-
fræðing og tók til við að fá hlut-
ina á hreint.
— Það var eins og Sjálfstæðis-
flokknum fyndist hann bera
ábyrgð á allri þessari óreiðu því
Sjálfstæðismenn tóku mér strax
illa og Framtak byrjaði fljótt að
hamast á mér með miklum sví-
virðingum.
— Hins vegar var góð sam-
staða í meirihlutanum um að
gera breytingar. Þar stóðu allir
saman sem einn maður. Við
byrjuðum á því að gera upp
reikninga og auka tekjur bæjar-
ins, hækkuðum útsvörin veru-
lega.
Daníel stóð á fertugu þegar
hann kom hingað og var baráttu-
glaður. Hann segist aldrei hafa
ætlað að leggjast í pólitík, en tók
starfið mjög alvarlega eins og lík-
lega flest annað sem hann hefur
tekið sér fyrir hendur. Hann varð
umdeildur þegar í upphafi, vann
eins og þjarkur og segist hafa lést
um 20 kíló fyrsta sumarið sitt á
Akranesi.
Framkvæmdaár
Heilbrigðisyfirvöld dæmdu
bæjarskrifstofurnar óhæfan
vinnustað og Daníel lagði metn-
að sinn í að bæta úr því. Kunnug-
ir segja að hann hafi sjálfur tekið
þátt í að hreinsa þar til og
skrúbba skápa.
Þegar hann var búinn að koma
eikarskrifborði sínu fyrir á skrif-
stofu bæjarstjóra var mikið verk
að vinna. Stærsta verkefnið var
að sögn Daníels að byggja höfn-
ina upp og sjá bæjarbúum fyrir
sæmilegri vatnsveitu.
— Við lukum við gerð vatns-
veitu árið 1955 og hún hefur
reynst afar vel síðan. Hún er lík-
lega sú framkvæmd sem ég er
einna hrifnastur af. Höfnin var
hins vegar stærsta og dýrasta
verkefnið.
En það þurfti að gera meira.
Ráðist var í byggingu gagnfræða-
skóla, nýjar götur voru lagðar og
holræsi, íþróttaaðstaða var bætt.
Það leynir sér ekki að hann er
Bæjarstjórn ráði
en þrjózka
Daníels ólög
SETUDÓMARI í Akra-
nesmálinu, Kristján Krist
jánsson, kvað upp þann
dóm síðdeis í gær, að
Ðaníel Ágústínusson
skuli sviptur umráðum yf-
I ir öllum eignum Akranes
kaupstaíðar, sem hann
hefur undir höndum, og
þau afhent Hálfdáni
Sveinssyni forseta bæjar-
stjómar.
Þar meS hefur verið úrskurð-
að, að brottvikning Daníels úr
bæjarstjórastarfí var fullkom-
lega lögleg, en þrjózka hans að
neita í rúma viku að víkja úr
Starfinu, var lögleysa. Segir j
xetaíógeti, að aetla rnfi, a> 1
samkvæmt almennum réttar-
reglum um slíkt réttarsamband,
sem er milli bæjarsjóra og bæj-
arstjórnar, geti bæjarstjórnin
hafnað starfi hans án tillits til
saka af hans hendi, en um bóta-
rétt vegna uppsagnarinnar fja.ll
aði fógeti ekki.
DANÍEL ÞRJÓZAST
ENN VIÐ
Þegar setufógeti hiafði kveðið
upp úrskurð sinn á Akranesi
FramhaU á ?. aiSu.
Magnús Kjartansson, rítstjórí Þjóðviljans, um brottvikningu Damels:
Meirihluti kjósenda ráði
Akranes hefur víst sjaldan verið eins mikið í
fréttunum og þegar Daníel var rekinn í ágúst
1960. Þessi grein er úr Alþýðublaðinu 1. sept-
ember, en það tók strax afstöðu gegn Daníel en
með bæjarfulltrúum flokksins. Morgunblaðið tók
í svipaðan streng og Alþýðublaðið, en Tíminn lét
ekki sitt eftir liggja í stuðningi við Daníel.
Þjóðviljinn fordæmdi einnig vinnubrögð meiri-
hluta bæjarstjórnar og taldi það lýðræðislega
skyldu bæjarstjórnar að láta fara fram nýjar
kosningar.
Magnús Kjartansson skrifaði í leiðara 4. októ-
ber 1960: „Ékkert getur verið sjálfsagðari lýð-
ræðisskylda en að meirihluti kjósenda ráði því
sjálfur hverjir fara með stjórn í bænum. Sé geng-
ið gegn þeim frumrétti er verið að fremja valda-
rán og ofbeldi sem getur haft hinar alvarlegustu
afleiðingar.“
Skagablaðið
13
hreykinn af verkum sínum á
þessum árum. Hann telur sig
hafa unnið mikið þarfaverk fyrir
bæjarbúa.
Pólitískur metnaður
— Það var mér mikið metnað-
armál að þessi meirihluti stæði
sig vel. Ég var pólitískur for-
svarsmaður flokkanna þriggja og
reyndi að gera þeim til sóma.
Mér finnst raunar nauðsynlegt að
bæjarstjórar hafi pólitískan
metnað. Ópólitískir embættis-
menn geta verið ágætis menn, en
eru ekki alltaf til stórræðanna.
Vinstri meirihlutanum farnað-
ist vel og fékk endurnýjað um-
boð í kosningunum 1958, sem
taldar eru þær hatrömmustu sem
um getur í bænum. En veður
skipast skjótt í lofti í pólitík. Al-
þýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur áttu þá í samstarfi í
landsmálum og Framsóknar-
menn höfðu Iagt atkvæði sín
m.a. á Benedikt Gröndal í kosn-
ingunum árið 1956. Árið 1958
tóku kratar hins vegar upp sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn og
að sögn Daníels varð sá atburður
undirrótin að þeim sviptingum
sem framundan voru í bæjarmál-
unum á Akranesi.
— Mér þótti það algjört sið-
leysi hjá Benedikt að fara með
okkar atkvæði til íhaldsins og
uppfrá því fór fólk að nefna það
við mig að bjóða mig fram í
Borgarfjarðarsýslu. Ég hafði
aldrei ætlað mér út í pólitík á
þennan hátt, en lét undan þrýst-
ingi og fór fram gegn Benedikt
og fleirum í kosningunum vorið
1959.
Persónulegur sigur
Daníels
Ekki komst Daníel á þing, en
úrslitiri voru engu að síður stór-
kostlegur persónulegur sigur fyr-
ir hann. Jón Árnason Sjálfstæðis-
flokki varð þingmaður kjör-
dæmisins með 880 atkvæði, en
Daníel fylgdi honum fast á hæla
með 846 atkvæði, meira en helm-
ingi fleiri atkvæði en Framsókn-
arflokkurinn hafði fengið í kjör-
dæminu árið 1953. Daníel fékk
reyndar fleiri persónuleg atkvæði
en Jón, en Jón fékk fleiri lands-
listaatkvæði og komst þannig á
þing.
Benedikt Gröndal fékk hins
vegar hrikalega útkomu, tapaði
114 atkvæðum og varð aðeins
rúmlega hálfdrættingur á við þá
Daníel og Jón. Þetta segir Dan-
íel að Alþýðuflokksmenn á
Akranesi hafi ekki getað fyrir-
gefið sér.
— Ég er ekki í nokkrum vafa
um að þetta varð til þess að þeim
fannst þeir verða að losa sig við
mig á einhvern hátt. Þeir tóku al-
gjörlega nýjan pól í hæðina eftir
þessi kosningaúrslit og viðhorfið
gagnvart mér gjörbreyttist. Ég er
sannfærður um að Benedikt
Gröndal var höfundur að því
sem síðar gerðist.
Það dró til stórtíðinda. Bæjar-
stjórinn var rekinn og athygli
landsmanna allra beindist að
Akranesi um hríð. Erfiðir tímar
fóru í hönd fyrir Daníel, þótt svo
sé ekki að sjá á honum þegar
hann rifjar þetta upp.
Aftakan
Alþýðuflokksmenn létu til
skarar skríða gegn bæjarstjóran-
um á bæjarstjórnarfundi í ágúst
árið 1960. Bæjarráð hafði þá
Borgarinn
Akurncsingar spyrja:
'ttvtnœr segir bœjarsijórnin a( sér?
Akranesi, þriSjudaginn 27. september 1960.
OCraia kjósenda er:
BÆJARSTJORNIN SEGI AF SÉR
1020 KJÓSENDUR Á AKRANESI HAFA UNDIRRITAÐ SAMÞYKKT BORGARAFUNDARINS
OG ÞANNIG LYST VANTRAUSTI A GERÐUM BÆJARSTJÓRNARINNAR, ÞVÍ HÉR ER UM
AÐ RÆÐA MEIR EN HELMING ALLRA KJÓSENDA I BÆNUM, OG 61% AF ÞATTTÖKUNNI
í SÍÐUSTU BÆJARSTJÓRNARKOSNINGUM.
Krafa borgarafundarins er: Að bæjarstjórnin
falli frá samþykkt sinni um að víkja Daníel
Ágústínussyni bæjarstjóra úr starfi. Að öðrum
kosti verði bæjarstjórnarkosningar látnar fara
fram nú þegar.
Eftir að hinir óvenjulegu at-
burðir gerðust í Bæjarstjórn
Akraness nóttina 25. ágúst s.l.
að bæjarstjóranum, Daníel
Ágústinussyni var sagt upp
starfi fyrirvaralaust með 7
atkv. gegn 2 hafa borgarar
Akranesi almennt látið málið
til sín taka með ýmsum hætti.
& það að vonum, þar sem hér
hefur verið unnið mjög óvenju-
legt verk. Munu allir heiðarleg-
ir menn sammála um það, að
slík mál eigi að gera upp í kosn-
ingum en ekki með þeim hætti,
sem hér hefur átt sér slað.
BORGARAFUNDURINN
Fyrstu viðbrögð fólksins í
bænum voru þau, að haldinn
var almennur borgarafundur
Bíóhöllinni 26. ágúst. Þar var
hvert sæti skipað og langt >
fram það. Munu 500—600
manna hafa sótt fundinn,
fór vel og myndarlega fram og
var öllurn til sóma, er að hon-
um stóðu. B.æjarfulltrúum og
bæjarstjóra var öllum boðið á
fundinn með sérstöku fundar-
boði og á fundinum boðinn
ótakmarkaður ræðutimi. Hinir
sjö létu ckki sjá sig. Þeir ósk-
uðu ekki eftir að gera kjósend-
um grein fyrir vinnubrögðum
sinum. Mun slíkt lengi i minn-
um haft.
Halldór Þorsteinsson vélvirki
sctti fundinn og skýrði frá til-
efni hans. Fundarstjórar voru
kjörnir: Guðjón Hallgrimsson
kennari og Adam Þ. Þorgeirs-
son múrarameistari. Ræðu-
menn á fundinum voru: Þór-
leifur Bjarnason námsstjóri. Ól-
afur H. Arnason skólastjóri.
Sigurður Guðmundsson bæjar-
fulltrúi. Daniel Ágúslinusson
bæjarstjóri. Björgvin Sæmunds-
son verkfræðingur, Bjarni Th.
Guðmundsson ba'jarfulltrúi.
Þórhallur Sa*nutndsson baijar-
fógeti og sr. Jón M. Guðjóns-
son sóknarprestur.
Samjiykkt var með öllum
greiddum atkv. gegn 2. svofelld
ályktun:
,,Almennur borgarafund-
ur á Akranesi — haldinn i
Bíóhöllinni 26. ágúst 1960,
samþykkir aÖ skora á Bœji
stjórn Akraness aÖ falla frá
samþykktri tillögu, er flutt
var af fulltrúum AlþýÖu-
flokksins á siÖasta bœjar-
stjórnarfundi um aÖ vikja
Daniel Ágústinussyni bœjar-
stjóra úr starfi.
Að öÖrum kosti verÖi bœj-
arstjórnarkosningar látnar
Tillaga þessi var síðan send
bæjarstjóminni daginn eftir.
1020 KJÓSENDUR UNDIR-
RITA SAMÞYKKTINA.
Á borgarafundinum kom það
í ljós, að fundarmenn almennt
vildu gjaman undirrita sam-
þykktina til frekari áréttingar.
Nú hefur hún verið staðfest
með undirskrift 1020 kjósendá
á Akranesi og er það nokkuð
meira en helmingur þeirra, en
s.l. haust voru 1934 á kjþrskrá.
Þetta er ennfremur 61% af
þátttökunni i siðustu bæj<
stjórnarkosningum. Jafnframt
hefur það komið greinilega í
ljós, að hundmð kjósenda til
viðbótar hafa fordæmt aðfarir
þessar, enda þótt þeir hafi af
ýmsum ástæðum ekki óskað
eftir að undirrita samþykkt
borgarafundarins. Hafa marg-
ir þeirra ekki farið dult með þá
skoðun sína. Þannig hafa meir
en helmingur allra kjósenda á
Akranesi mótmælt uppsögn-
inni. Krafizt þess, að hún verði
afturkölluð eða nýjar kosning-
ar látnar fara fram nú þegar.
ENGINN BÆJARSTJÓRI
KJÖRINN.
Bæjarstjórnin er siðferðilega
skuldbundin til að fara eftir
kröfu meiri hluta kjósenda.
Hún er komin i minnihluta i
bænum í máli þessu og bezti
kostur, sem hún á völ á, er að
efna til kosninga strax. Þvi
verður ekki trúað að óreyndu,
að bæjarstjórnin sitji áfram.,
eftir að kjósendur hafa jafn
greinilega lýst vantrausti á
hana. Hún hefur þegið umboð
sitt af kjósendum og er skyldug
til að hlýta úrskurði þeirra.
Kjósendurnir er sá dómstóll,
sem bæjarstjórninni ber að
hlíta.
Þá er ennfremur vert aÖ
benda á þaÖ, aÖ bœjarstjórn-
in hefur engan bœjarstjóra
kjöriÖ ennþá, heldur aÖeins
faliÖ forseta áÖ gegr.a störf-
um bæjarstjóra „fyrst um
sinn“. Mun slikt mjög i
vanalegt.
ÞÖRLEIFUR BJARNASON, námsstjóri:
Kjósendur viljo nýjar hosningor
Mér er tjáð, að meiri hluti
kjóscnda hér á Akiancsi hafi
eindregið óskað þess, að efnt
verði nú þegar til bæjarstjóm-
arkosninga hér í bæ. Ég er einn
þeirra mörgu, sem styðja þess-
ar óskir.
Á borgarafundinum í Bió-
höllinni þann 26. f.m., þar sem
rætt var um byltinguna í bæj-
arstjórn Akraness, minntist ég
lítillega á, að ég teldi að lýð-
ræðislegur grundvöllur væri
ekki lengur til fyrir meiri hluta
í bæjarstjóminni, eftir að s,
starf þríflokkanna, sem farið
höfðu með meiri hluta, væri
rofið, og væri því eðlilegast að
efnt yrði til nýrra bæjarstjórn-
arkosninga. Hins vegar þóttist
ég vita, að þau máttarvöld, sem
úrslita ákvörðun hafa um þessi
mál, mundu ekki fús til þess að
samþykkja nýjar kosningai
Það virðist nú orðið alltitt fyr-
irbrigði i vom landi, að kjörnir
fulltrúar láti vilja kjósenda
sinna lönd og leið, þegar hann
á einhvern hátt gengur á móti
þeirra eigin óskadraumum um
r , 11 * á ••; :« h .
'f'í *
þ L . 4*r > .
Frá borgarafundinum í Bíóhöllinni 26. ágúst 1960.
völd og einræðislegar ákvarð-
anir. En slíkt er vitaskuld hinn
mesti dólgsháttur gagnvart öllu
lýðræði.
En hvaða rök em til þess, að
frómir kjósendur óska efdr nýj-
um bæjarstjómarkosningum?
I bæjarstjómarkosningunum
1958 var kosið um tvo lista hér
á Akranesi. Annars vegar var
listi Sjálfstæðisflokksins, en
hins vegar listi, sem þrír flokk-
ar stóðu að, Alþýðuflokkurinn,
Sósíalistaflokkurinn og Fram f
sóknarflokkurinn. Þríflokkam- "
ir lögðu fram sameiginlega
kosningastefnuskrá og buðu
fram ákveðinn mann til bæjar-
stjórastöðunnar, næðu þeir
meiri hluta. Svo fór, að listi
þessarar samfylkingar fékk ríf- t
legan meiri hluta greiddra at-'
kvæða og þar með valdaaðstöðu
í bæjarstjóminni. Kjósendur
höfðu kosið samstarfið, aðhyllzt
áætlim flokkanna og bæjar-
stjóraefnið. Meiri hlutinn var
þar með bundinn af kosning-
unn^ og skyldur til þess að
vinna eftir þeirri stefnuskrá,
sem kosið hafði verið um, und-
ir framkvæmd þess bæjarstjóra,
sem einnig hafði verið kosið
um. Eftir slika uppbyggingu að
kosningu var ákaflega erfitt að
rjúfa samstarfið, og færi svo, að
ágreiningur risi af þeirri al-
vöru að til samstarfsslita kæmi,
virtist lang eðlilegast að efnt
væri til nýrra bæjarstjómakosn
inga. Þeir fulltrúar, sem töldu
ekki annað fært en rjúfa sam-
starfið, gátu vitaskuld leitað ná-
innar samstöðu flokks sins um
Framhald á 3. sí8u.
Brottvikning Daníels úr em-
bætti bœjarstjóra kallaði á hörð
viðbrögð bœjarbúa. Efnt var til
borgarafundar í Bíóhöllinni og
varð húsfyllir. Meira en helming-
ur allra kjósenda í bænum skrif-
aði undir yfirlýsingu þar sem
þess var krafist að brottvikningin
yrði dregin til baka en látnarfara
fram kosningar ella. Af því varð
þó ekki.
Borgarinn kom út af þessu til-
efni einu, en fleiri urðu tölublöð-
in ekki. Daníel situr lengst til
vinstri á fremsta bekk á mynd-
inni.
VINNINGASI
• n ákl 75-000’ 13797
______ . n ákr 250.000, ^raSs-000’000'
_ . n.áKr.2.000.00°, 0207sa^s 135.00° V'no-ak.
.„ 5000.000, 108',234 aokavinn. ákr-
gvinn.ákr. & u“ 12.000, 234 a
kbaFVRIRÁB'Ð199°' 8.575 v'nn.
vinn. á kr
á kr. 25 000 •
HAPPDRÆTTI
HASKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings