Skagablaðið


Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 10
10 Skagablaðið Messur í Garða- prestakalli um jól 09 áramót 1989 AÐFAHGADAGUR: Aftansöngur kl. 18. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.50. Einleik- ur á klarinett: Gunnar Kristmannsson. Tónl- istarflutningur barna og unglinga hálftíma fyrir hvora athöfn. JÓLADAGUR: hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Stólvers syngur Kristján helgason. hátíðarguðsþjónusta að höfða kl. 15.15. ANNAR DAGUR JÓLA: 5kírnarguð5þjónu5ta kl. 13.30. Einleikurá trompet: Þóroddur Bjarnason. hátíðarguðsþjónusta að höfða kl. 15.15. GAMLÁRSKVÖLD: Aftansöngur kl. 18. Einsöngur: Quðrún Ellertsdóttir. NÝÁRSDAGUR: hátTðarguðsþjónusta kl. 14. Organisti við allar athafnirnar er Einar Örn Einarsson. 5ÓKNARPRESTUR Bjartsýni - Hugleiðing í tilefni aðventu og jóla, eftir sr. Bjöm Jónsson Gamall maður sat iðjulaus á rúminu sínu. Hann hafði slasað sig svo illa á öðrum fætinum, að hann varð að hverfa frá þeim verkefnum, sem hann hafði verið að fást við og voru honum ósegj- anlega mikils virði. Vinur hans kom í heimsókn til hans. „Hér situr þú með þinn særða fót“. Með þessum orðum hóf vinurinn samtalið. „Já, það er nú svo,“ svaraði gamli maðurinn, „en ég er nú líka með heilbrigðan fót, ertu búinn að gleyma því?“ Þessum orðum var fylgt eftir með glað- legum raddblæ og glettnislegum svip. Það fólk, sem ekki er sífellt að kvarta yfir því, að það finnast þyrnar meðal rósa, en getur þess í stað glaðst yfir því að finna rós- ir meðal þyrna, það er hið sanna bjartsýnisfólk. Frá slíku fólki stafar birtu, hvar sem það fer. Það er ljósberar í byggðum mannanna. Og bjartsýn getum við öll verið. Bjartsýni tengist ekki neinum sérstökum forréttinda- hópi. Þar eiga allir kristnir menn jafnan hlut að máli. Frá því að við vorum börn höfum við lært að taka Guð með í reikninginn, að allt hljóti að lúta hans heilaga vilja. Við vitum, að hann er kær- leikur og allt er hjá honum í kær- leika gjört. Og sigurinn verður hans um síðir. En þegar við horfum inn í eig- in hugarfylgsni eða virðum fyrir okkur mannkynið í heild, eins og það birtist okkur í dag, þá gæti eigi að síður verið full ástæða til svartsýni. Hvort sem við skyggn- umst um á heimavelli eða bein- um sjónum okkar um veröld víða, þá virðist okkur sem illskan og myrkrið hafi allt of oft yfir- höndina í öllum mannlegum sam- skiptum. En þegar okkur ógnar mest myrkrið í mannlegum sálum, þá minnumst þess, að Ijósið skín í myrkrinu, eins og segir í upphafi Jóhannesarguðsspjalls. Guð sendi son sinn í heiminn, gerðist maður meðal manna, til þess að frelsa okkur frá synd og dauða og Heimsóknartímar Heimsóknartímar til sjúklinga verða sem hér segir yfir hátíðarnar: Aðfangadag frá kl. 18 — 22 Jóladag frá kl. 14 — 16. Annan jóladag frá Jkl. 15.30 — 16 og 19 — 19.30. AÐRAR UPPLÝSINGAR: Símar eftir lokun skiptiborðs: Upplýsingar á símsvara um vakthafandi lækni í síma 12358. Ef um meiðsl eða slys er að ræða þá hringið í handlækningadeild í síma 12313. SJÚKRAHÚS AKRANESS opna okkur í eitt skipti fyrir öll leiðina að kærleikshjarta sínu,„/)vf svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf son sinn einget- inn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. “ Á þessari staðreynd byggir kristinn maður bjartsýni sína. Og f krafti hennar horfir hann með fögnuði og eftirvæntingu fram til heilagra jóla. Aðventan, sem nú stendur yfir, er tími eftirvæntingar og undirbúnings. Sennilega ert þú, kæri lesandi minn, langt kominn með jóla- undirbúning þinn þegar þú lítur yfir þessar línur, enda jólin bless- uð í næstu nánd. Einu sinni sá ég yndislega að- ventumynd, sem ég aldrei mun gleyma. Hún var af lítilli stúlku. sem hélt á dálitlu ljóskeri og spurði: „Hverjum á ég að gefa litla ljósið mitt?“ Við tendrum ljós á aðvent- unni. Eftir því sem jólin nálgast verða aðventuljósin fleiri og fleiri. Og nú er búið að kveikja á stóra jólatrénu Akratorgi. Öll benda þessi ljós í eina og sömu áttina, til ljósahafsins mikla, sem jólin boða. En hvað með ljósið þitt? Veist þú ekki af einhverjum, sem þarf öðrum fremur á ljósi að halda? Hverjum ætlar þú að gefa ljós- ið þitt? Það gæti orðið einhverjum leiðarljós alla leið til uppsprett- unar, til jötunnar í Betlehem, þar sem barnið hvílir, vafið reif- um, barnið, sem er lausnari manna og ljós heimsins, Jesús Kristur. Hann sagði — og segir enn — við þá, sem á hann trúa: „ Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem stendur upp á fjalli, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæliker, heldur á ljósastikuna, og þá lýsir það öllum sem eru í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar mönnun- um.“ Kristinn maður er bjartsýnn, af því að hann sér Krist, horfir á hann og fylgir honum. Guð gefi þér, í bjarma þess ljóss, sem frá honum einum stafar. Gleðileg jól. Björn Jónsson. JOLIN NALGAST Mikið úrval af vörum til jólagjafa. rafþjónusta 'ÍL\->sigurdórs Skagabraut 6-H12156 Sendum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum bestu óskir um gleðileg jól með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. C Stillholtí 16 Sími 11799 málningarP. Dstan hf þjonl

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.