Skagablaðið


Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 20

Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 20
20 Skagablaðið Slæm umgengni sjómanna á athafnasvædi hafnarínnar Langlundargeð starfsmanna Akraneshafnar og hafnarstjórnar er nú nánast þrotið vegna slæmr- ar umgengni sjómanna sjálfra um höfnina. Rétt eina ferðina var öryggi brotið af lás á löndun- arkrana á litlu bryggjunni og hafði þá aðeins fengið að standa óhaggað í þrjá daga. llir þeir er stunda sjó á smá- bátum hafa lykil að lásnum á löndunarkrananum en æði oft virðist hann gleymast heima. í stað þess sð sækja hann er lásinn brotinn upp. Hefur þetta gerst aftur og aftur að sögn hafnar- starfsmanna. Þá hafa verið brögð að því að gámurinn á uppfyllingunni, sem er ætlaður undir rusl frá smá- bátasjómönnunum, sé notaður fyrir ónýta beitu og annan fiskúr- gang. Fyrir vikið hefur stækjan staðið úr gámnum og lagt langar leiðir. Eftir því sem Skagablaðið kemst næst eru það að því er virðist alltaf sömu aðilarnir sem eiga þarna hlut að máli, hvort heldur er um að ræða löndunar- kranann eða ruslagáminn. Þá hefur verið ákveðið að frá og með áramótum verði tekinn upp „hámarkshraði" í Akranes- höfn, 4 sjómílur. Sett verður upp skilti á Sementsbryggjuna, þar sem bent er á þetta ákvæði. Nokkur brögð hafa verið að því að menn hafi komið inn í höfnina á fullri ferð og stundum mátt litlu muna að slys yrðu. Þeir sem ekki virða þetta hraðahámark verða látnir sæta ábyrgð að sögn hafn- arvarða. Frá Akraneshöfn. Slœm umgengni sjómanna angrar hafnarstarfsmenn og hafnarstjórn. Hjá okkur færðu: • Bæjarins bestu pylsur • Sælgæti — Konfekt — Jólaölið með afslætti og margt margt fleira. • Verið velkomin. Flugeldasala Kiwanis* manna hefst 27. des. ÓsHum i/iðskiptavinum okHar gleðilegm jóla og farsæld- ar á Homandi ári með þöHH fyrir árið sem er að líða. SUÐURGÖTU 10 S* 11163 Hin árlega flugeldasala Kiwan- isklúbbsins Þyrils hefst miðviku- daginn 27. desember. Að sögn Guðlaugs Þórðarsonar, for- manns flugeldanefndar Kiwan- ismanna, er tilgangurinn með flugeldasölunni nú sem endranær að afla fjár til líknarmála. Kiwanismenn hafa um árabil lagt ýmsum góðum málefn- um lið. Má nefna t.d. að Dvalar- heimilið Höfði, Þroskahjálp á Vesturlandi, íþróttasamband GLEÐILEG JOL! Akraneskaupstaður og stofnanir hans senda bæjarbúum bestu jóla— og nýársóskir með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. AKRA NESKA UPSTA ÐUR Tökum að okkur teppa- og húsgagnahreinsun. Einnig allar almennar hreingerningar. Djúphreins- um sæti í bifreiðum. HREINGERNINGAÞJÓNUSTAN LÖÐUR Símar 12497 og 12219 Jaðarsbakkalaug Jaðarsbakkalaug er opin alla \jirka daga frá kl. 7 til 21 laugar- og sunnudaga frá kl. 9 til 16. Öll almenn renni- smíði. Erum með fræsivél. ,VÉLAVINNA Leigjum út flestar gerðir vinnu- iKTin AN' v®'a- Önnumst jarðvegsskipti *'U| Uu ogútvegummöl sandog mold. Fljót og örugg þjónusta. -axabraut 9 a 13000 fatlaðra og fleiri hafa notið góðs af þessari fjáröflun. Allar vörurnar sem Kiwanis- menn eru með til sölu eru frá Landsambandi hjálparsveita skáta og viðurkenndar gæðavör- ur. Þeim fylgja greinargóðar leiðbeiningar um meðferð en Guðlaugur sagði þó aldrei of var- lega farið og vildi brýna fyrir for- eldrum að láta börn sín ekki eiga ein síns liðs við flugeldana og blysin. Flugeldasalan hefst nú sem TIL LEIGU Til leigu lítil tveggja her- bergja íbúð. Laus frá ára- mótum. Uppl. í síma 13315. fyrr með því að Kiwanismenn ganga í hús dagana 27. og 28. desember og bjóða fjölskyldu- pakka til sölu. Flugeldamarkað- ur Þyrils verður hins vegar að Skólabraut 25 B, þar sem áður var til húsa Innrömun Karls Ragnarssonar. Jólasveina- tvímenningur Jólasveinatvímenningur verð- ur haldinn í Hótel Akraness á vegum Bridgefélags Akraness miðvikudaginn 27. desember og hefst kl. 20. Athygli er vakin á því að þátttökugjald er ekkert. Þetta sama kvöld verða einnig afhent verðlaun fyrir þau bridge- mót vetrarins, sem þegar er lokið. Sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um gleði- leg jól og farsælt komandi ár, með þökk fyrir við- skiptin á árinu sem er að líða. HOLLT& GOTT. Óskum starfsmönnum okkar og viðskipta- vinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þakklæti fyrir samstarfið á árinu semeraðlíða. Nótastöðin

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.