Skagablaðið


Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 23

Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 23
23 Skagablaðið Hátónsbarkakeppnin haldin á sal Brekubæjarskóla á föstudagskvöld að viðstöddu Pmenni: Valgerður Jónsdóttir sigraði Það var engu líkara en þakið af sal Brekkubæjarskóla ætlaði að fjúka af þegar úrslitin í Hátónsbarkakeppninni 1989 voru tilkynnt þar rétt fyrir miðnættið á föstudag. Eftir að sex stúlkur höfðu keppt til úrslita komust dómnefnd og áhorfendur að sameiginlegri niðurstöðu: Sigurvegarinn skyldi vera Valgerður Jónsdóttir! Valgerður ætlaði vart að trúa sínum eigin augum er úrslit- in voru tilkynnt. Á meðan til- kynnt var hverjar hefðu hlotið 2. og 3. sætið í keppninni stóð Val- gerður hnípin álengdar, hnjálið- irnir að kikna og hnúturinn í maganum var augljóslega meiri en hún óskaði. Angistarsvipurinn á andliti Valgerður Jónsdóttir með blómin og kristalsvasann (að baki blómun- um) sem hún hlaut að launum fyrir sigurinn í Hátónsbarkakeppninni. hennar varð svo að einu stóru brosi þegar Einar Skúlason, rekstrarstjóri Arnardals, til- kynnti úrslitin. Undrunarsvipur- inn var þó ekki langt undan þótt enginn vafi hefði leikið á því í hugum dómnefndar og gesta, að hún hefði skarað fram úr. Valgerður á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. For- eldra hennar eru Júlía Bjarn- adóttir og Jón Trausti Hervars- son, einn meðlima Dúmbó og Steina sálugu. Bróðir Valgerðar, Bjarni, hefur einnig vakið athygli á söngsviðinu, var um tíma söngvari Skagasveitarinnar Tic Tac. Gífurlegt fjölmenni var saman komið á sal Brekkubæjarskóla á föstudagskvöld og mikil stemning. Hátíðin hófst á því að Hátónsbarkakórinn söng jólalag en síðan tók við úrslitaleikur spurningakeppni grunnskólanna. Þar áttust við lið úr einum 7. bekkjanna í Grundaskóla og einn 9. bekkjanna íBrekkubæjar skóla. Lagðar voru 20 spurningar fyr- ir hvort lið og framan af var spennan mikil. Þegar á leið tók að draga í sundur með liðunum og þegar upp var staðið hafði Grundaskóli nælt sér í 16 stig en Brekkubæjarskóli ekki nema 6. Grundaskólaliðið svaraði sjö spurningum réttum, fékk 1 stig fyrir eina og nældi sér í 16. stigið með því að svara eínni spurn- ingu, sem Brekkubæjarskóli gat- aði á. Brekkubæjarskóli svaraði þremur spurninga sinna rétt. Grundaskóli sigraði því í þess- ari keppni annað árið í röð en fyrra var fyrirkomulagið þannig, að úrvalslið beggja skóla kepptu. Þá var munurinn ekki ekki nema eitt stig. Að spurningakeppninni lok- inni tóku við skemmtiatriði og vaki sérstaklega mikla lukku sveit nokkurra kennara sem tók „trash“ útgáfu af laginu Inn og út um gluggann við gífurlegan fögn- uð viðstaddra. Að endingu var það svo blúsrokksveitin Kentár sem hélti uppi fjörinu með leik fyrir dansi. Ski og Glefi ár m árini GLEÐILEG JÓL pverjar á Bjarna Ólafssyni fjölskyldur þeirra: lileg jól og farsælt komandi eð þakklæti fyrir samstarfið á jsem er aðlíða. RUNÓLFUR HALLFREÐSSON ^ „Tvíefíd trygging" VÁTRYQQINGAFÉLAQ ÍSLANDS Kirkjubraut 28 0 13388 & 13389 Eftirtalin fyrirtækí óska starfsfólki og viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla með þökk fyrir árið sem er að líða: Raftækjavinnustofa Ármanns Ármannssonar Axel 5veinbjörns5on hf. — veiðafæraverslun Bíla- og vélaverk- stæði Björgvins Bílver fasteignasalan Verslun haraldar Pípulagnir Karvels Brauða- og kökugerðin El. Rúnar Elíasson — málarameistari Trésmiðjan Akur 5tuðlastál Ferðaskrifstofan 5aga

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.