Skagablaðið


Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 4
4 Skaaablaðið inu sem gerist nú sjaldan sem betur fer. Breytingarnar frá þess- um árum eru svo stórkostlegar að fólk innan við miðjan aldur getur held ég tæplega gert sér það í hugarlund. Bannað að spila á aðfangadagskvöld En við gátum glaðst þá ekki síður en nú. Við handlékum okk- ar fábreyttu gjafir með engu minni ánægju en börn nú sínar verðmætu gjafir. Við fengum kerti, stór tólgarkerti sem steypt voru í þar til gerðum mótum en líka man ég eftir skrautlegum alla vega litum útlendum smá- kertum sem þóttu mikil gersemi. Einnig fengum við spil en ekki máttum við spila á aðfangadags- kvöld. Uppeldisbræður mínir sögðu mér að ef það væri gert birtust tveir tígulkóngar í spilun- um. Mér fannst þetta mjög merkilegt og ekki laust við að mig langaði að sjá slík undur gerast, en það tíðkaðist nú sjald- an þá að breyta út af boðum þeirra fullorðnu. Þarna hef ég lítillega sagt frá mínum bernskujólum en við- burðaríkustu jól sem ég hefi lifað eru nú víst jólin 1930. Þá var ég vinnukona í sveit með son minn fimm mánaða gamlan. Þar gerð- ist mikill atburður á aðfangadag sem snerti alla á heimilinu. Þá var ríkisútvarpið að ryðja sér til rúms og einmitt á þessum degi kom það til okkar. Um morgun- inn komu menn með undarleg tæki og víralengjur. Þeir settu upp litla hillu í baðstofuna, á hana létu þeir lítinn ferkantaðan kassa og út frá honum lágu leiðsl- ur í ýmsar áttir. Útvarpsjól Satt að segja fannst mér ótrú- legt að þetta dót yrði okkur tii mikillar ánægju en brátt varð klukkan sex og þá opnaði hús- bóndinn tækið og hófst þá klukknahringing og orgeltónar og sálmasöngur. Síðan flutti prestur jólaguðspjallið og ræðu sem ég man ekki orð úr, en enn í dag man ég hvað mér fannst þetta allt dásamlegt. Ég gat sagt eins og Matthías: „Aldrei skyn né skilningskraftur minn skildi betur jólaboðskapinn.“ Ég hygg að fleirum hafi verið líkt innan- brjósts. Gömul kona sem var rúmliggjandi þarna tók sálmabók undan koddanum sínum og rýndi sjóndöpurum augum á upphaf sálmanna sem hún þó eflaust kunni. Útvarpið kom brátt næstum inn á hvert heimili og hafði geysi- leg áhrif, sérstaklega til sveita. Mér er til efs að nokkuð annað hafi haft önnur eins áhrif á menningu þjóðarinnar. Það færði inn á heimilin fræðslu og skemmtun í tali og tónum sem fæstir hefðu annars haft aðstöðu til að njóta. Margir sem taldir voru mætustu menn þjóðarinnar urðu sem heimilisvinir bara með rödd sinni, hvort heldur var í söng eða tali. Fólkið kunni líka að notfæra sér það sem á boð- stólum var, það hagaði störfum sínum eftir því. Passað var að mjaltir og önnur útiverk væru búin þegar útvarp hófst sem var klukkan átta. Á þeim árum þá settust allir í bað- stofu og hlustuðu hljóðir á það sem fram fór. Eins á sunnudags- morgnum klukkan tíu þá settust allir inn og hlýddu messu. Ekki mátti heyrast hósti eða stuna, jafnvel börnin vöndust þessu og trufluðu ekki. Stundum þurfti að fara langa leið til þess að fá sýru- geyminn, sem var orkugjafi út- varpsins, hlaðinn en enginn taldi það eftir sér. Viðburðaríkt aðfangadagskvöld Auðvitað var það tilviljun að þetta ævintýri skyldi gerast á að- fangadag en fleira átti eftir að gerast á þessu helgasta kvöldi og nóttu ársins. Við vorum nýlega háttuð þegar til mín var kallað. Húsmóðirin var búin að taka léttasóttina. Húsbóndinn lagði strax af stað að sækja ljósmóður- ina. Móðir hans er reyndar ljós- móðir, ólærð þó, en búin að taka á móti 99 börnum. En nú er hún rúmliggjandi og getur ekki stigið í fæturna en hún fylgist með því sem er að gerast og segir mér hvað ég eigi að gera til þess að undirbúa komu þessa bráðláta jólabarns. Hún segir að ég verði að skilja á milli ef barnið verði fætt áður en Ijósmóðirin komi. Ég verð skelfingu lostin og bið til guðs í hljóði að slíkt þurfi ekki að ské. Ég veit varla hvað hvað það er þó að ég sé búin að eiga bam sjálf. Ég hef séð lömb, kálfa og folöld fæðast en þar sér nú náttúran sjálf fyrir öllu. Dregur til tíöinda En nú fer að draga til tíðinda í baðstofunni. Þar fæðist lítil stúlka og hún orgar hraustlega. Nú er komið að því sem ég óttað- ist. Engar bænir duga, ég á engra kosta völ. Ekki vil ég eiga sök á að þetta litla jólabarn deyi. Gamla konan stjórnar því sem gera þarf og ég reyni að gera mitt besta eins og íþróttamennirnir segja. En fegin er ég þegar Ijósmóðirin birtist. Þetta er eina barnsfæðingin þar sem ég hefi verið viðstödd. Auðvitað var barnið talið ljósubarn ömmu sinnar en ég hefi sagt jólastúlkunni, sem nú er jarðfræðingur í Ameríku, að ég sé ljósa hennar, enda ekki lengur aðrir til frásagnar. En næstu jóla- nótt getur hún haldið upp á 59 ára afmælið sitt. Svona er nú langt síðan. En þetta verða núna fyrstu jól- in mín á Dvalarheimilinu Höfða, ekki þarf nú að kvarta yfir því, það er bjart í kringum mig, finn velvild og gott viðmót allra er ég umgenst. Ég á ekki betri ósk þeim til handa sem á slíkri vist þurfa að halda að þeir ættu kost á henni ekki lakari. Ég get ekki stillt mig um að geta um lítið atvik hér á Höfða, en hér er ég aðeins búin að vera nokkra mánuði. En þegar ég var nýlega komin lagði ég leið mína að matborði elsta vistmannsins hér, konu sem nú er nýlátin. Ég þekkti hana reyndar ekkert en vissi hver hún var og langaði að heilsa henni. Hún tók með báð- um höndum um hendur mínar og sagði: „Þú last einu sinni Passíu- sálmana í útvarpið“. „Manstu það, eftir öll þessi ár,“ sagði ég undrandi. „Já,“ sagði hún, „mér er ekki sama hvernig þeir eru lesnir." Það lagði svo mikla hlýju frá þessari elskulegu öldruðu konu að mér hlýnaði um hjarta- rætur. Blessuð sé minning hennar. „Talið við mig - ég er gömul“ Annað atvik vil ég líka nefna. Nú nýlega var ég niðri að bíða eftir ferð í bæinn. Þá sá ég tvær litlar telpur sitja frammi í forstof- unni. Mér sýndist þær eitthvað hnípnar svo ég spurði hvort þær væru að bíða eftir einhverjum. „Okkur langar að tala við gamalt fólk,“ sögðu þær. „Kom- ið þið þá og talið við mig, ég er gömul,“ sagði ég. Seinna komu þær í heimsókn og þá sagði önnur: „Við þorðum ekki að spyrja hvort þú vildir vera vinur okkar.“ Ég vildi það gjarnan. Ræktum vináttuna, hún er mikils virði. Ég nefndi hvað ég hefði glaðst við að horfa á ljósið loga á fjór- tán línu lampanum í baðstofunni heima á jólanóttina. Nú þegar ferðalokin nálgast lít ég stundum út um gluggann minn og gleð mig við að sjá Krossvíkina umbreyt- ast úr gráum úfnum sjó í logn- kyrru sem endurspeglar ljósin í bænum og lítur þá út eins og bráðið gull. Gleðileg jól. Valbjörg Kristmundsdóttir Dvalarheimilinu Höfða Akranesi Gleðileg jól Sendum starfsmönnum og viðskiptavinum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökk- um samstarfið á árinu sem er að líða. Olíufélagið hf BREIÐARGÖTU1 - SÍM111394 - AKRANESI Ó, þið ágætu Akurnesingar! Við þökkum ykkur STÓRKOSTLEGAR móttökur í nýafstaðinni rækjusölu okkar. Við óskum ykkur sem og öðrum bæjarbúum gleðilegra jóla með von um að nýja árið verði ykk- ur gott og gæfuríkt. Handknattleiksfélai Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Ljósmyndir og auglýsingar: Árni S. Árnason ■ Blaðamenn: Steinunn Ólafsdóttir og Árni S. Árnason ■ Lausráðnir greina- og dálkahöfundar: Garðar Guðjónsson, Gunnar Ársælsson, Kristín Steinsdótt- ir, Stefán Lárus Pálsson (sjávarútvegsfréttir) ■ Innheimta: Ellen Blumenstein ■ Setning, umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðíð ■ Ritstjórn: Skólabraut 21, 2. hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10 - 17. ■ Símar 12261 og 11397 BPóstfang: Pósthólf 170,300 Akranes. BSkagablaðið er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.