Fréttablaðið - 31.07.2019, Page 36

Fréttablaðið - 31.07.2019, Page 36
Ódauðleg lög Sigvalda Kaldalóns Tónlistarhátíðin Berja-dagar hef u r ver ið haldin í tuttugu og eitt ár í Ólafsfirði og þá um miðjan ágúst en nú er hún í fyrsta sinn hald- in um verslunarmannahelgi. Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari er list- rænn stjórnandi og framkvæmda- stjóri hátíðarinnar. Lítið óperuhús „Margir af f lottustu söngvurum landsins verða í Ólafsfirði á þessum dögum,“ segir Ólöf. „Á hátíðar- kvöldi í kirkjunni klukkan 20 föstudagskvöldið 2. ágúst koma níu listamenn fram og flytja spennandi efnisskrá, þar verða aríur, einsöngur og dúettar, í bland við ljóðasöng og kammermúsík eftir meðal annarra Schubert. Hundur í óskilum lokar svo hátíðarkvöldinu með stuttum tónleikum rétt fyrir miðnætti. Ólafsfjörður er einstakur staður Tónlistin ómar í Ólafsfirði Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafs- firði. Þrjátíu og fimm listamenn koma að hátíðinni. Sérstakt óperu- kvöld, þjóðlög, kammermúsík, brasilísk hljóm- sveit og söngstund er meðal þess sem verður á dagskrá. „Það er yndislegt að vera þátttakandi í að búa til svona viðburð,“ segir Ólöf. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR GEISLADISKAR Ég lít í anda liðna tíð og Svanasöngur á heiði Minningarsjóður Sigvalda Kalda- lóns, Fermata Ég sá því nýlega haldið fram á Facebook að munurinn á popplagi og sinfóníu sé eins og munurinn á hringekju og epískri skáldsögu. Það getur vel verið, en þá má líka benda á að ekki er sjálfgefið að semja popplag. Allir skilja poppið; menn heyra á augabragði ef eitt- hvað virkar ekki. Ómögulegt er að fela sig á bak við akademískar kúnstir ef innblásturinn vantar, eins og stundum gerist í íburðar- meiri tónverkum. Sig valdi Kaldalóns (sem var læknir) samdi einföld lög, einfaldar melódíur sem eru stuttar, ólíkt sin- fóníunum. Hann hafði fábrotna tónlistarmenntun miðað við mörg önnur tónskáld, var að mestu leyti sjálfmenntaður. Engu að síður hafði hann þann merkilega hæfi- leika að geta samið grípandi lag- línur, og svo virðist sem þær hafi bókstaf lega runnið upp úr honum. Hann þurfti ekki annað en að setjast við píanó með eitthvert ljóð fyrir framan sig og lagið varð til í einni sviphendingu. Mörg tónskáld m y n d u g e f a útlim fyrir slíka getu. Ófáanlegir komnir út aftur Fyrir rúmum áratug var ráðist í að hljóðrita öll einsöngs- lögin eftir Sigvalda og út komu tveir tvöfaldir geisladiskar, sá fyrri árið 2004 en hinn síðari 2006. Þeir hafa verið ófáanlegir um langt skeið, og því er mikill fengur að því að þeir séu nú komnir út aftur. Af hverju? Vegna þess að lögin eru dásamleg. Þau eru konfektmolar sem ekki er hægt að fá nóg af. Jónas Ingimundarson píanó- leikari hafði listræna stjórn með útgáfunni, deildi lögunum á milli óperusöngvaranna sem á þessum tíma voru mest áberandi í tón- listarlífinu. Þetta eru söngvarar á borð við Ólaf Kjartan Sigurðarson, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Sesselju Kristjánsdóttur, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Bergþór Pálsson og f leiri. Jónasi hefur tekist vel að velja réttu söngvarana í mismunandi lögin, valinn maður er í hverju rúmi, alveg eins og í góðri bíó- mynd. Gunnar Guðbjörnsson, með sína fögru rödd, syngur glæsileg lög á borð við Hamraborgina; Jóhann Friðgeir Valdimarsson er stórbrotinn í aríukenndum lögum; húmorinn og leikurinn er aldrei langt undan hjá Bergþóri Pálssyni, og gríðarlegar tilfinningar eru í söng Ólafs Kjartans Sigurðarsonar. Þannig mætti lengi telja. Hrífandi lög Sérstaklega verður að geta söngs Guðrúnar Jóhönnu. Hann er afar fallegur, svo hjartahlýr og ljóð- rænn að maður fellur í stafi. Langt er síðan ég hef heyrt eitthvað jafn hrífandi og Vöggubarnsins mál eða Lofið þreyttum að sofa. Þessi tvö lög eru ekki jafn þekkt og margt annað eftir Sigvalda, en ættu svo sannar- lega að vera það. Jónas spilar af ríkulegri tilfinn- ingu á píanóið, hann kann þá list að syngja á hljóðfærið og leikur hans er ávallt skreyttur fínlega ofnum blæbrigðum. Auðheyrt er að hann elskar tónlist Sigvalda, sú ástríða rennur saman við sönginn svo úr verður magnaður seiður. Þess ber að geta að lög Sigvalda eru um helmingi f leiri en hér er að finna, en þá eru kórlögin meðtalin. Örfá einsöngslög komust ekki fyrir á geisladiskinum, en í undirbúningi er útgáfa á öllum kórlögunum, og einsöngslögin sem eftir urðu verða þar. Óhætt er að hlakka til. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Sérlega vel heppnuð útgáfa á einsöngsperlum Sigvalda Kalda- lóns. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÉG HEF ALDREI HAFT SVONA MARGA LISTAMENN EN ÞAÐ ERU ÞRJÁTÍU OG FIMM LISTAMENN SEM KOMA AÐ HÁTÍÐINNI. með öll sín fallegu hús. Menningar- húsið okkar Tjarnarborg er eins og lítið óperuhús. Þarna langar okkur að skapa mikinn kraft, lyfta heilu bjargi og flytja óperu. Laugardags- kvöldið er óperukvöld. Fyrsti þáttur La Traviata verður fluttur við píanó- undirleik Hollendingsins David Bollen og meðal þeirra sem syngja eru Elmar Gilbertsson og Sigrún Pálmadóttir, sem býr fyrir vestan og er fastráðin í óperuhúsum í Bonn. Óperukór tekur þátt í þessari dag- skrá. Nathalia Druzin Halldórsdóttir flytur síðan rússneskar aríur.“ Þjóðlög og Brasilía Ólöf segir hátíðina þetta árið vera sérlega glæsilega. „Ég hef aldrei haft svona marga listamenn en það eru þrjátíu og fimm lista- menn sem koma að hátíðinni. Það er verið að bjóða upp á ótrú- lega skemmtilega dagskrá eins og upphafskvöldið, fimmtudaginn 1. ágúst, en þar skemmtir hljómsveit með tónlistarmönnum sem fæddir eru í Brasilíu en f luttu hingað til Ólafsfjarðar fyrir nokkrum árum. Það er mjög skemmtilegt að vita til þess að áheyrendur sem koma í Ólafsfjarðar kirkju klukkan átta á fimmtudagskvöld og hlusta þar á þjóðlög spiluð á gömul íslensk hljóðfæri við óskaplega fallegan hljómburð geti eftir þá tónleika gengið saman yfir í Tjarnarborg sem er nokkra metra í burtu og hlustað þar á brasilíska hljómsveit.“ Tónlist og göngutúr Spurð hvort hún taki sjálf þátt í dag- skránni sem flytjandi segir hún svo vera. „Ég lít á það sem mín laun fyrir að búa þetta til að fá að hitta aðra listamenn og brjótast út úr þeirri einangrun sem fylgir því að sitja inni í æfingaherbergi. Ég spila á selló á hátíðarkvöldinu í kirkjunni á föstu- daginn, þar hlakka ég til að flytja Myndir á þili eftir Jón Nordal.“ Ólöf vill hvetja fólk til að koma með börnin á söngstund í Ólafs- fjarðarkirkju klukkan hálf ellefu á laugardaginn. Frítt er fyrir átján ára og yngri á hátíðina. Fólk getur ekki bara farið á tón- leika heldur einnig í göngutúr á laugardag í leiðsögn Maríu Bjarn- eyjar Leifsdóttur í einn af dölum Ólafsfjarðar. „Þannig vil ég blanda saman fegurðinni í Ólafsfirði og tónlistinni,“ segir Ólöf. „Fólkið sem kemur á Berjadaga kemur ár eftir ár. Það er gaman hvað þessar hátíðir okkar á Íslandi eru ólíkar. Sígildu tónlistarhátíðirnar eru aldr- ei á sama tíma og engin þeirra býður upp á sömu dagskrá. Það er yndis- legt að vera þátttakandi í að búa til svona viðburð.“ 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 3 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 8 1 -A 1 0 0 2 3 8 1 -9 F C 4 2 3 8 1 -9 E 8 8 2 3 8 1 -9 D 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.