Fréttablaðið - 31.07.2019, Side 37
BÆKUR
Qaanaaq
Mo Malø
Þýðandi: Friðrik Rafnsson
Útgefandi: Drápa
Blaðsíður: 597
Á bókarkápu segir að Mo Malø not-
ist við dulnefni, en sé fæddur árið
1968 og búi í Frakklandi. Fleira fær
lesandinn ekki að vita um höfund
sem mun vera á þeirri skoðun að
verk þarfnist ekki höfundar. Hvað
sem mönnum finnst um þá skoðun
hans er ekki annað hægt en að
hrósa honum fyrir Qaanaaq, en þar
gerir hann margt ansi vel.
Qaanaaq er danskur lögreglufor-
ingi af inúítaættum sem sendur er
frá Kaupmannahöfn til Grænlands
til að rannsaka hrottaleg dráp.
Sundurtætt lík verkamanna, þar á
meðal eins Íslendings, hafa fund-
ist og engu er líkara en að ísbjörn
hafi orðið þeim að bana. Fljótlega
kemur þó í ljós að þar er sitthvað
málum blandið. Dauðsföllin verða
f leiri. Á Grænlandi þarf Qaanaaq
síðan að horfast í augu við erfiða
fortíð sína. Inn í söguna blandast
svo meðal annars olíuvinnsla,
menning innfæddra og stjórn-
málabarátta á Grænlandi með til-
heyrandi svínaríi. Greinilegt er
að höfundur hefur lifandi áhuga
á sögu Grænlands og þróun mála
þar í landi og honum tekst að smita
lesandann af þeim áhuga.
Höfundi tekst að skapa áhuga-
verða persónu í Qaanaaq sem hefur
ættleitt tvíbura og á afar sérstaka
fósturmóður sem kemur lítillega
við sögu og kemst þá nálægt því
að stela senunni. Vinur Qaanaaq,
Appu, er sömuleiðis persóna sem
lesandinn nær góðu sambandi við.
Umhverfislýsingar eru áhrifa-
miklar og við lesturinn finnst les-
andanum eins og hann sé staddur
á Grænlandi í óblíðri náttúru.
Andrúmsloft sögunnar er æði oft
drungalegt og næstum kæfandi. Það
segir síðan ýmislegt um hæfileika
höfundar hversu vel honum tekst
að gera sleðahunda að máttugum
aukapersónum í sögunni en þeir
framkalla á óttablandna aðdáun.
Bókin er mjög löng, um 600 síður,
en ólíkt svo mörgum öðrum glæpa-
sögum samtímans kemur það ekki
að sök. Framvindan er spennandi
og í sögunni eru nokkur æsileg
augnablik, eitt þeirra bestu gerist í
gufubaði og annað á sér stað úti á
ís þar sem Qaanaaq er í lífshættu
og reynd er óvenjuleg björgunar-
tilraun.
Friðrik Rafnsson skilar góðri
þýðingu eins og hans er von og vísa.
Hann hefur gert nokkuð af því að
þýða glæpasögur, sem eru undan-
tekningarlaust góðar og búa venju-
lega yfir nokkurri dýp.
Kolbrún Bergþórsdóttir
NIÐURSTAÐA: Óvenjuleg og
spennandi glæpasaga með áhuga-
verðri aðalpersónu og áhrifamiklu
umhverfi.
Grænlensk spenna Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Miðvikudagur
hvar@frettabladid.is
31. JÚLÍ 2019
Tónleikar
Hvað? Jazz með útsýni
Hvenær? 21.00
Hvar? Múlinn Jazzklúbbur, Björtu-
loft í Hörpu
ASA tríó leikur tónlist úr ýmsum
áttum.
Hvað? Hádegistónleikar
Hvenær? 12.00
Hvar? Hallgrímskirkja
Schola cantorum f lytur fallega,
hátíðlega og skemmtilega dagskrá.
Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Schola cantorum flytur fallega dagskrá í Hallgrímskirkju í klukkan 12.00.
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
2019
Er bókhaldið
ekki þín
sterkasta hlið?
BÓKHALD | LAUN | SKATTUR | RÁÐGJÖF
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25M I Ð V I K U D A G U R 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9
3
1
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
1
-9
7
2
0
2
3
8
1
-9
5
E
4
2
3
8
1
-9
4
A
8
2
3
8
1
-9
3
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K