Fréttablaðið - 01.08.2019, Page 1

Fréttablaðið - 01.08.2019, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 7 7 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 GRILLJÓN ástæður til að grilla ... því það yljar í útilegu Ferðalög opna hugann Nú er að ganga í garð mesta ferðahelgi ársins og stór hluti þjóðarinnar leggur land undir fót. En hlýst einhver ávinningur af ferðalög- um og útivist? ➛ 12 Mér finnst ég sjaldan í betra jafnvægi og í tengingu við sjálfan mig en úti í náttúrunni. Gísli Rafn Guðmundsson borgarhönnuður STJÓRNSÝSLA Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðs- manns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. Umboðs- maður hefur veitt bankanum frest til föstudags til að upplýsa um hvað líði svörum bankans til Þorsteins. Forsaga erinda Þorsteins er ára- löng rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á ætluðum brotum hans og fyrirtækisins á lögum og reglum um gjaldeyrismál og álagn- ing stjórnvaldssekta sem síðar voru ógiltar með dómi. Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Í erindi dagsettu 20. febrúar síðastliðinn kom Þorsteinn því á framfæri við Seðlabankann að hann teldi rétt að bankinn hefði frumkvæði að því að bjóðast til að bæta honum þann kostnað og miska sem málarekstur bankans hefði haft í för með sér fyrir hann. Erindinu var ekki svarað og ítrek- aði Þorsteinn erindi sitt 17. apríl. Tveimur dögum síðar tilkynnti starfsmaður bankans Þorsteini í tölvupósti að unnið væri að svari við erindi hans. Svarið hefur þó enn ekki borist þrátt fyrir enn eina ítrekun frá Þorsteini þann 23. maí. Um miðjan júlí sneri Þorsteinn sér til umboðsmanns Alþingis og kvartaði undan óhóf legri töf á afgreiðslu erindis hans til bankans. Í bréfi Umboðsmanns til Seðla- bankans, dagsettu 19. júlí, er bank- anum veittur frestur til 2. ágúst til að upplýsa umboðsmann um hvað líði afgreiðslu á erindi Þorsteins. – aá SAMFÉLAG Tæp 23 prósent lands- manna hafa verið bitin af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frétta- blaðið.is. Aðeins þriðjungur hefur hvorki verið bitinn né þekkir einhvern sem hefur verið bitinn. Athygli vekur að 34 prósent stuðn- ingsmanna Vinstri grænna segjast hafa orðið fyrir biti lús- mýs en aðeins 16 prósent Pírata. – sar / sjá síðu 2 23 prósent verið bitin af lúsmýi 0 1 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 8 6 -0 0 9 4 2 3 8 5 -F F 5 8 2 3 8 5 -F E 1 C 2 3 8 5 -F C E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.