Fréttablaðið - 01.08.2019, Side 26
Sólarvörnin er nauðsynlegasti hluturinn þegar fólk er í sól, hvort sem það er hér á landi
eða annars staðar. Ef farið er til
sólarstranda þar sem fólk svitnar,
fer í klóraða laug eða saltan sjó
er nauðsynlegt að hugsa vel um
húðina. Sólarvörnin er best fyrir
húðina í sólinni og sérfræðingar
segja að hún sé ekki síður mikil-
væg þegar ský eru á himni. Þá
getur sólin einmitt verið mjög
lúmsk og auðvelt er að brenna.
Sólarvörnin þarf að minnsta kosti
að vera SPF 30 eða hærra. Gætið
að því að bera þarf á sig aftur eftir
að hafa verið mikið í vatni.
Annað sem er nauðsynlegt fyrir
húðina þegar fólk hefur verið
mikið í sól eru góð rakakrem.
Húðin vill gjarnan þorna þegar
hún dökknar og getur myndast
kláði sem getur verið óþægilegt.
Góð rakakrem koma í veg fyrir
það.
Ekki er nóg að bera á sig eftir að
komið er inn úr sólinni. Gott er að
gera það aftur fyrir svefninn.
Þá er afar mikilvægt að hreinsa
sólarvörnina og önnur óhreinindi
vel af andlitinu fyrir svefninn, til
dæmis með góðu andlitsvatni.
Það er spáð sólríku veðri um
verslunarmannahelgina svo það
er betra að vera vel undirbúinn
með sólarvörnina í bakpokanum.
Ekkert er verra en að brenna og
það gæti jafnvel eyðilagt gott
ferðalag.
Sólarvörnin er afar mikilvæg fyrir
húðina. Aldrei má að gleyma henni.
Fjólublátt hár Rapinoe hefur vakið
mikla athygli eftir að knattspyrnu-
lið hennar varð heimsmeistari.
Vinsældir þess að lita hárið í sterkum pastellitum hafa aukist mjög að undanförnu.
Nú er hárið ekki bara heillitað
með einum lit heldur er mikið um
að hluti þess sé litaður, til dæmis
bara hárendarnir, eða einungis
toppurinn. Síðan þekkist líka að
hafa marga skæra liti svo það eru
margir möguleikar þegar kemur
að hárlitun þessa dagana.
Margar þekktar skvísur hafa
verið að birta myndir af sér á
Instagram með hluta hársins
litað í skærum litum, sérstaklega
er bleikur vinsæll. Bandaríska
knattspyrnukonan Megan Anna
Rapinoe er til dæmis með fjólu-
blátt hár sem gæti orðið mjög
vinsælt hjá ungum stúlkum á
næstunni. Söngkonan Taylor Swift
var með bleikan lit í taglinu á for-
síðu Entertainment Weekly.
Ofurfyrirsætan sænska
Elsa Hosk sem hefur verið ein
stærsta stjarna Victoria’s Secret
undirfataframleiðandans er sömu-
leiðis komin með bleika tóna í
hárendana og sama má segja um
leikkonuna Gemmu Chan.
Með alls kyns
pastelliti í hárinu
Gættu vel að húðinni í sumarsólinni
Pollabuxurnar eru vinsælar.
Nú þegar verslunarmanna-helgin nálgast og margir leggja land undir fót og
kíkja á útihátíðir, borgar sig að
vera vel búinn. Pollabuxurnar frá
66°Norður eru fyrir löngu orðar að
einhvers konar einkennisklæðnaði
fyrir þessa helgi. Bæði eru þær full-
komlega vatnsheldar og svo verja
þær líka þann sem notar þær fyrir
mold og drullu. Að vísu er ekki
spáð mikilli rigningu á landinu
um helgina. En það er samt algjör
óþarfi að taka áhættuna og skilja
pollabuxurnar góðu eftir heima.
Þó að það sé útihátíð þá er um að
gera að tolla í tískunni og það er
nokkuð ljóst, miðað við vinsældir
pollabuxnanna, að þær detta seint
úr tísku þessa helgi.
Ekki gleyma
pollabuxunum
12%
LUMAR ÞÚ Á
STÓRFRÉTT?
Sendu okkur þá fréttaskot í gegnum frettabladid.is.
Þú nnur hlekkinn undir blaði dagsins eða á slóðinni
www.frettabladid.is/frettaskot.
Greiðum 5.000 kr. fyrir fréttina ef hún birtist í
Fréttablaðinu og 10.000 kr. ef hún birtist á forsíðu blaðsins!
– MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
0
1
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
8
6
-0
F
6
4
2
3
8
6
-0
E
2
8
2
3
8
6
-0
C
E
C
2
3
8
6
-0
B
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K