Fréttablaðið - 01.08.2019, Page 6
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Hljóðritasjóður
Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð.
Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla hljóðritun á íslenskri tónlist.
Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska
tónlist og þannig er stutt við nýsköpun hennar.
Hljóðritin skulu kostuð af íslenskum aðilum en mega einnig
vera samstarfsverkefni við erlenda aðila.
Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna að hámarki til eins árs.
Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári í mars og september.
Næsti umsóknarfrestur er til 16. september kl. 16.00.
Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is.
Umsóknum og lokaskýrslum skal skila
á rafrænu formi.
Stjórn Hljóðritasjóðs
Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Netfang: hljodritasjodur@rannis.is
Umsóknarfrestur til 16. september
Vinir Vatnajökuls - hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs aug-
lýsa eftir umsóknum um styrki. Samtökin styrkja rannsóknir,
kynninga- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti
notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.
Umsóknarfrestur stendur frá 1. ágúst til 30. september 2019.
Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu samtakanna
www.vinirvatnajökuls.is
Stjórn Vina Vatnajökuls
auglýsir eftir umsóknum
um styrki
TRÚFÉLÖG „Við höfum stundum
efast um að þeir sem eru á félaga-
tali séu raunverulega í félagi. Það
er ekkert mál að safna undir-
skriftum,“ segir Henry Alexander
Henrysson, aðjunkt við Háskóla
Íslands, sem situr í álitsnefnd sem
metur umsóknir um trú- og lífs-
skoðunarfélög. „En almennt erum
við sem álitsnefnd ekki að leggja
stein í götu fólks heldur að gæta
anda laganna.“
Henry segir að þegar félag er til
skoðunar sé litið til þess hvort til
séu fyrirmyndir erlendis, grund-
völlur að stofnsáttmála, hver fjöldi
félagsmanna sé og dreifing þeirra,
hvort félagið sinni merkingar-
bærum athöfnum og hvort það
gangi gegn almennu siðferði og
allsherjarreglu. Nefndin gerir ekki
vettvangsrannsóknir eða ræðir við
þá sem að umsókninni standa.
Samkvæmt reglugerð dómsmála-
ráðherra er lágmarksfjöldi með-
lima 25 og ber að skila nákvæmu
félagatali við umsókn, þar sem
koma fram nöfn, kennitölur, heim-
ilisföng og f leira. Ekki er þó skilyrt
að þessi fjöldi sé skráður í félag-
ið til Þjóðskrár, að sögn Halldórs
Þormars Halldórssonar hjá Sýslu-
mannsembættinu á Siglufirði þar
sem skráning félaganna er afgreidd.
Nýlega fjallaði Fréttablaðið um
málefni lífsskoðunarfélagsins Vit-
undar, sem stofnað var í febrúar
síðastliðnum, en í júní voru aðeins
þrír skráðir meðlimir. Halldór stað-
festir að félagatali með lágmarks-
fjölda hafi verið skilað í því tilviki.
Alls eru níu trú- eða lífsskoðunar-
félög sem hafa færri en 25 skráða
meðlimi hjá Þjóðskrá.
„Samkvæmt lögum höfum við
eftirlit með því að félög haldi áfram
að uppfylla þau skilyrði sem liggja
að baki skráningu, svo sem um
fjölda og virkni,“ segir Halldór.
Hann segir hins vegar að eftir-
fylgnin sé ekki mikil þar sem lögin
séu barn síns tíma og til standi að
efla eftirlitsþáttinn með nýrri laga-
setningu. Í vor var fjallað um að
veikleikar í lagaumgjörðinni settu
Ísland í sérstakan áhættuflokk hjá
FATF, stofnun sem berst gegn pen-
ingaþvætti og fjármögnun hryðju-
verka.
„Það er alveg hægt að sjá fyrir sér
að félag geti verið með skráningu
án þess að það sé nein raunveruleg
starfsemi þar að baki,“ segir Hall-
dór. kristinnhaukur@frettabladid.is
Trúfélag án skráðra
meðlima er möguleiki
Ekki er gerð krafa um að trú- eða lífsskoðunarfélagsmeðlimir séu skráðir í
við komandi félag hjá Þjóðskrá. Í raun getur því trú- eða lífsskoðunarfélag
verið til án þess að nokkur sé skráður í það. Lögin eru úrelt og eftirfylgni lítil.
Henry Alexander Henrysson situr í álitsnefnd um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Halldór Þormar
Halldórsson,
hjá Sýslumanns-
embættinu á
Siglufirði.
STJÓRNSÝSLA Sigríður Benedikts-
dóttir segir að hún hafi verið að
vinna erlendis að takmörkuðum
verkefnum fyrir Seðlabankann
þegar hún nýtti sér fjárfestingar-
leið bankans.
Sigríður nýtti sér fjárfestingar-
leiðina þann 15. febrúar 2012, í
fyrsta útboði bankans, til að f lytja
inn 50 þúsund evrur til landsins.
Sig r íðu r var sk ipuð f ram-
kvæmdastjóri fjármálastöðugleika
í bankanum þann 1. janúar 2012.
Samkvæmt skjali frá því 9. febrúar
2012 var það sérstök ákvörðun Más
Guðmundssonar seðlabankastjóra
að reglurnar næðu ekki til Sigríðar
þar sem hún hefði ekki setið fram-
kvæmdastjórafundi. Reglurnar
myndu ekki ná til hennar fyrr en
hún hæfi störf sem framkvæmda-
stjóri þann 23. apríl sama ár. Fram
að því væri hún í hlutastarfi við
bankann.
Sigríður sagði í samtali við Við-
skiptaMoggann, sem greindi fyrst
frá málinu, að hún hefði ekki hafið
störf þegar hún nýtti sér fjárfest-
ingarleiðina.
„Ég á við það að það var ekki fyrr
en ég kom til landsins sem ég tók
við öllum verkefnum framkvæmda-
stjóra – fram að því var ég að vinna
að utan að takmörkuðum verkefn-
um,“ segir Sigríður í svari til Frétta-
blaðsins. „Átti ekkert annað við en
það enda opinberar upplýsingar að
ég hóf störf 1. janúar.“
Í svari bankans segir að það sé
afstaða Seðlabankans að Sigríður
hafi á þeim tíma ekki verið í sömu
aðstöðu og aðrir framkvæmdastjór-
ar til að fá trúnaðarupplýsingar. – ab
Í hálfu starfi þegar hún nýtti sér fjárfestingarleiðina
Sigríður Benediktsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðug-
leikasviðs, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
AKUREYRI „Við höfum aldrei séð
neitt þessu líkt,“ segir Tess Hud-
son sem sér um hvalarannsóknir
hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu
Ambassador á Akureyri. Undan-
farinn mánuð hafa mjög fáir hvalir
sést í Eyjafirði. „Við vitum ekki
nákvæmlega hvað er að gerast í
lífríkinu en það hefur verið miklu
minni fiskur og áta í f irðinum
undanfarið.“ Tess segir að í fyrra
hafi komið tveggja vikna tímabil
þar sem hvalirnir héldu sig utar í
firðinum en sú lægð hafi verið mun
minni.
Þeir hvalir sem þó sjást halda sig
aðallega nyrst í firðinum að sögn
Tess. Merktir hvalir sem Ambassa-
dor fylgist með hafa farið bæði
vestur og austur fyrir Eyjafjörð
til að finna æti. Sumir alla leið til
Grænlands.
Mikill fjöldi ferðamanna heim-
sækir Akureyri til þess að fara í
hvalaskoðun og um 200 skemmti-
ferðaskip koma þar við. Til að
bregðast við þessu hruni sigla skip
Ambassadors mun lengra norður
og ferðirnar lengjast samkvæmt
því eða þau sigla frá Dalvík. Þá sjást
enn þá stundum litlir hvalir eins og
hrefnur og höfrungar.
Sömu sögu er að segja af öðrum
hvalaskoðunarfyrirtækjum. Norð-
ur sigling frá Húsavík hefur haft
aðstöðu á Hjalteyri í Eyjafirði, þar
sem f lestir hvalir hafa haldið sig
undanfarin ár. Þeir sigla nú ekki
þaðan og beina gestum til Húsa-
víkur þar sem nóg hefur verið af
hval í Skjálfanda. Ekki náðist í for-
svarsmenn Eldingar en í svari fyrir-
tækisins á Trip advisor sést að lítið
hefur sést til hvala undan farið. – khg
Hvalir hafa varla sést í
Eyjafirði í heilan mánuð
Hnúfubakar hafa verið sjaldséðir í Eyjafirði undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
1
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
6
-2
D
0
4
2
3
8
6
-2
B
C
8
2
3
8
6
-2
A
8
C
2
3
8
6
-2
9
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K