Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2019, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 01.08.2019, Qupperneq 40
Í MÖRG ÁR HEF ÉG ÞVÍ FARIÐ UM HVERJA EINUSTU HELGI Í KOLAPORTIÐ, LEITAÐ AÐ BÓKINNI, STUNDUM FUNDIÐ EINTÖK OG ÞÁ SENT ÞAU HEIM TIL FÓLKS. Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 1. ÁGÚST 2019 Fræðsla Hvað? Ganga milli húsa Hvenær? 20.00 Hvar? Bílastæði við Hafnarborg Pétur H. Ármannsson arkitekt leiðir göngu milli húsa sem Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistari ríkisins, teiknaði í Hafnarfirði. Tónlist Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar Hvenær? 12.00-12.30 Hvar? Hallgrímskirkja Steinar Logi Helgason leikur verk eftir Hafstein Þórólfsson. Haf- steinn Þórólfsson, Fjölnir Ólafs- son og Örn Ýmir Arason syngja. Miðaverð 2.500 kr. Hvað? Á ljúfum nótum Hvenær? 12.00-12.30 Hvar? Fríkirkjan í Reykjavík Guja Sandholt söngkona og Heleen Vegter píanóleikari f lytja Wesendonck-ljóðin eftir Richard Wagner. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Ekki tekið við greiðslukortum. Hvað? Serbneskir þjóðlagatón- leikar Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Jelena Ciric (söngur, píanó) býður í tónlistarferðalag um Serbíu, ásamt Margréti Arnardóttur á harmonikku og Ásgeiri Ásgeirs- syni á gítar. Myndlist Hvað? Meðganga í skugga geð- hvarfasýki Hvenær? 17.00 Hvar? Ramskram, Njálsgötu Hulda Sif Ásmundsdóttir opnar sýningu á verkum sínum. Hvað? Listamannaspjall Hvenær? 20.00 Hvað? Nýlistasafnið Libia Castro og Ólafur Ólafsson ræða m.a. verk sín á sýningunni „… og hvað svo?“ Spjallið fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis. Pétur H. Ármannsson leiðir göngu milli húsa í Hafnarfirði sem Guðjón Samúelsson arkitekt teiknaði. Guja og Heleen Vegter flytja verk eftir Wagner í Fríkirkjunni. Þorg rímur Þráinsson r i t h ö f u n d u r f é k k óvenjulegt símtal árið 1992. Kona með mikla skyggnigáfu, Sigurlaug Sigurðardóttir, sagði honum að sér birtist reglulega kona, Guðbjörg Guðrúnardóttir, sem dáið hefði fyrir um 200 árum, og segðist ekki geta öðlast frið fyrr en einhver segði sögu hennar. Þor- grímur tók að sér verkið og studd- ist þar í meginatriðum við frásögn Sigurlaugar sem var reyndar aðeins upp á fjórar blaðsíður. Til varð bókin Allt hold er hey sem kom út árið 2004, seldist upp og hefur nú verið endurútgefin. Þorgrímur segist eiga margar eft- irminnilegar minningar um þessa bók. „Eftirminnilegast er þetta sím- tal sem ég fékk á köldum janúar- degi árið 1992 um þessa konu sem vildi láta segja sögu sín. Ég fór tvisvar upp í hellisskútana við Veiðivötn, gegnt Lakagígum, sem er hluti af sögusviði verksins og síðan keyrði ég þaðan niður að Kirkju- bæjarklaustri, leiðina sem hraunið rann eftir Skaftárelda árið 1783.“ Löng fæðing Þorgrímur var lengi að vinna bók- ina. „Fæðingin tók langan tíma. Bókin var 12 ár í vinnslu hjá mér í rólegheitum. Ég skrifaði einhverjar 10 bækur í millitíðinni þar til ég settist niður og ákvað að ljúka við Allt hold er hey. Þegar ég var búinn að skrifa fyrstu drög að henni þá hafði samband við mig miðill sem vildi hitta mig og sagði strax: „Þor- grímur, hingað er komin kona sem heitir Guðbjörg Guðrúnardóttir, þú varst að skrifa um hana sögu. Hún er komin í bláan kjól sem er merki þess að hún sé ánægð með þig.“ Þorgrímur gaf bókina út sjálfur. „Á þeim tíma sem ég lauk við bók- ina hætti forlagið mitt, Fróði, að gefa út bækur. Þannig að ég neydd- ist til að gefa bókina út sjálfur, sem er ekki æskilegt. Það fer ekki saman að vera rithöfundur, kynna bækurnar, keyra þær út, selja þær og innheimta. Lærdómsríkt en ekki æskilegt.“ Óvenjulegt símtal Bók Þorgríms Þráinssonar Allt hold er hey kom fyrst út árið 2004. Bókin hefur nú verið endurútgefin. Þar er sögð saga konu sem sagðist ekki fá frið fyrr en einhver skrifaði sögu hennar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Allt hold er hey var 12 ár í vinnslu hjá mér, segir Þorgrímur Þráinsson sem er búinn að skrifa nýja barnabók sem kemur út á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Endalaus skilaboð Bókin vakti mikla athygli á sínum tíma og seldist upp. „Fólki finnst bókin almennt sérlega myndræn. Þegar ég hef fengið hugmynd að bók sé ég hana í myndum og skrifa út frá þeim en þetta er sú bók sem situr mest í mér hvað það varðar að mér fannst ég geta talað við sögu- persónur hennar,“ segir Þorgrímur. Frá þeim tíma sem liðinn er síðan bókin kom fyrst út hefur hann fengið fjölda símtala og pósta vegna hennar. Hann segir það aðalástæðu þess að hann bað Forlagið um að endurútgefa hana í kilju. „Ég var að fá enda- laust af símtölum og tölvupóst- um frá fólki, mest konum, sem spurðu mig hvar hægt væri að fá bókina. Í mörg ár hef ég því farið um hverja einustu helgi í Kolaportið, leitað að bókinni, stundum fundið eintök og þá sent þau heim til fólks. Ég er mjög þakklátur Forlaginu fyrir að hafa endurútgefið hana.“ Mun stærri heild Spurður hvort hann trúi á hið yfirskilvitlega segir Þorgrímur: „Að sjálfsögðu. Ég sat í sethring hjá miðli í 10 ár og hef upp- lifað ýmislegt sem ég hef svo sem enga sérstaka þörf fyrir að ræða af því að um persónu- lega reynslu var að ræða. Þetta líf sem við lifum er lítill hluti af mun stærri heild. Þegar maður er meðvitaður um það og sáttur við lífið og dauðann þá er maður afskaplega afslappaður gagnvart öllu. Ég óttast ekki neitt. Ég trúi því að það sem kemur fyrir í lífi manns sé nokkurn veginn ákveðið fyrirfram en auðvitað getur maður stjórnað ýmsu. Ég ætla ekki að segja að ég hlakki til að deyja en ég kvíði því ekki.“ Spurður hvort ný bók sé á leið- inni segir hann: „Ég hef lokið við að skrifa eina af mínum fallegustu barnabókum, sem höfðar líka til fullorðinna, en ég ætla að leyfa henni að meltast betur, líklega til ársins 2020. Það er fín tilbreyting að stíga til hliðar eftir 36 bækur á 30 ára rithöfundarferli og horfa á jóla- bókamarkaðinn frá hliðarlínunni. Ég hlakka til þess.“ 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 8 6 -1 9 4 4 2 3 8 6 -1 8 0 8 2 3 8 6 -1 6 C C 2 3 8 6 -1 5 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.