Fréttablaðið - 01.08.2019, Page 46

Fréttablaðið - 01.08.2019, Page 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞARNA ERU OFT LÍKA HALDIN ÆTTARMÓT. OKKUR FANNST ÞAÐ SMÁ TÁKNRÆNT OG KÖLLUM SAMKOMUNA STUNDUM ÆTTARMÓT PÖNKARA. 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R38 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð FRETTABLADID.IS SÖGUR AF PLÖTUM – með Bubba Morthens á frettabladid.is – hlustaðu þegar þér hentar Sögur af plötum er unnið í samstar við: Sögur af plötum er nýtt vikulegt hlaðvarp með Bubba Morthens á frettabladid.is þar sem hann rekur tilurð valdra plata úr safni sínu. Hægt er að hlusta á þættina á frettabladid.is/hladvarp Alltaf góður fílingur, alltaf nóg af grasi Norðanpaunk er í raun frekar sérstök samkoma og það af ýmsum ástæðum. Tónlistin er rauði þráðurinn en það má í raun segja að við höfum fundið hvort annað fyrir sex árum. Við erum hópur fólks sem langaði að finna eitthvað að gera um verslun- armannahelgina, þar sem áherslan væri á jaðartónlist,“ segir Árni Þor- lákur, einn þeirra sem stóðu að fyrstu hátíðinni. Hann ítrekar þó að þegar kemur að Norðanpaunki séu allir jafnir, þetta snúist fyrst og fremst um sam- vinnu. „Þeir sem reka bari hér í borginni vita að maður græðir meira á því að vera með karaókí-kvöld eða með því að opna sportbar, sem er sorgleg staðreynd. Nú er minna pláss fyrir ný bönd, öðruvísi og jaðarbönd að fá tækifæri til að stíga á stokk. Þann- ig að nú finnst okkur halla á frum- lega sköpum.“ Hann segir að lykilmottó þeirra sé hugsjónin að ef þú vilt að eitthvað gerist, gerðu það þá sjálfur. Þannig hafi Norðanpaunk orðið til. „Þannig að þetta er það sem sam- einaði okkur. Áhugi á jaðartónlist og þetta viðhorf, að vilja fram- kvæma sjálf í sameiningu. Sem jafn- vel mætti kalla pólitískt viðhorf. Það þýðir ekki að bíða alltaf eftir að einhver annar geri þetta, þú gerir þetta bara sjálfur.“ Það varð úr að halda hátíðina í félagsheimilinu á Laugarbakka í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann segir alla sem að hátíðinni koma gífur- lega þakkláta fólkinu á svæðinu fyrir að hafa tekið Norðanpaunki svona opnum örmum. „Ég vissi að þetta væri góður staður. Þarna eru oft líka haldin ættarmót. Okkur fannst það smá táknrænt og köllum samkomuna stundum ættarmót pönkara eða árshátíð áhugamanna um íslenska jaðartónlist.“ Maður kaupir sig ekki beint inn á hátíðina, heldur gerist maður með- limur. Þá ber manni að leggja fram krafta sína við að sjá um að allt gangi vel fyrir sig og getur þá árið eftir verið með í að velja þau bönd sem koma fram það skiptið. Það sé í raun enginn framkvæmdastjóri eða yfirmaður. Samvinnan sé alltaf lykilhugsjónin. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist mjög vel, enda er það svo áberandi hvað allir sjálf boðaliðar eru miklu sáttari en vanalega. Svo hefur fólk líka meira frelsi, þeir sem gera mat- inn velja hvað er í matinn og þeir sem sjá um ljósin ráða því, í sam- vinnu við tónlistarfólkið. Þetta gerir andann einhvern veginn svo góðan.“ Hljóðmennirnir eru hljóðmenn því að þeir vilja vera hljóðmenn ein- mitt á Norðanpaunki. „Hjúkrunarfræðingarnir, dyra- verðirnir, ljósafólkið, kokkarnir, hljóðmennirnir. Við verum öll að gera þetta því þarna eru spennandi hljómsveitir að spila, sem maður sér ekki annars staðar. Þess vegna er svo góð orka á svæðinu og fólk er ánægt með það að hafa verið partur af því að láta þetta verða að veru- leika,“ segir Árni. Enn er hægt að bjóða fram vinnu sína og taka þátt í Norðanpaunki, en til þess þarf að finna fjársjóð- kistuna á nordanpaunk.org. steingerdur@frettabladid.is Samvinna og öryggi í forgangi á Norðanpaunki Hátíðin Norðanpaunk verður haldin um næstu helgi á Laugar- bakka. Þar hittist fólk sem vinnur saman að því að halda skemmti- lega og örugga hátíð fyrir þá sem hafa áhuga á jaðartónlist. Öruggt rými Á hátíðinni er svokallað öruggt rými þar sem alltaf er við- staddur skaðaminnkunar- sérfræðingur. Aðstandendur hátíðarinnar leggja mikið upp úr öryggi gesta og  fylgjast með líðan viðstaddra. Komi eitthvað upp á sé alltaf öruggt og auð- velt að finna aðstoð. Fyrsta Norðanpaunkshátíðin var haldin fyrir sex árum á Laugarbakka. MYND/KATA MAJOR HIRS (BNA) Gróa Hórmónar Kaleikr D7Y Kælan mikla MSEA Korter í flog Codchilla ✿ Á hátíðinni í ár koma fram meðal annars: 0 1 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 8 6 -1 4 5 4 2 3 8 6 -1 3 1 8 2 3 8 6 -1 1 D C 2 3 8 6 -1 0 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.