Fréttablaðið - 01.08.2019, Qupperneq 10
Nýtur þess að ferðast
Gísli Rafn Guð-
mundsson borgar-
hönnuður hefur
ferðast mikið í
gegnum tíðina,
bæði í æfinga- og
keppnisferðum og
með fjölskyldu og
vinum, en Gísli æfði
lengi vel skíði og varð meðal ann-
ars Íslandsmeistari á síðasta ári.
„Ég held að ég hafi ferðast til
um 28 landa, mest í Evrópu, Asíu,
Eyjaálfu og Norður-Ameríku, en ég
hef aldrei komið til Suður-Ameríku
og bara til Marokkó í Afríku. Í
Evrópu finnst mér skemmtilegast
að fara í Alpana, bæði um sumar og
vetur, þeir eru svo fallegir og mikil-
fenglegir. Svo fer ég mikið til Frakk-
lands, og kann sérstaklega vel að
meta suðurhluta Frakklands,“ segir
Gísli.
Hann nýtur þess einnig að
ferðast innanlands og er Suður-
landið hans uppáhald. „Svo er ég
líka mjög hrifinn af Ströndunum,
það er svo mikil galdrastemning
þar. Ég reyni alltaf að komast
þangað á hverju ári og fá töfrana
beint í æð.“
Gísli segir það besta við að
ferðast vera fjarlægðina sem hann
fær frá því dagsdaglega. „Mér
finnst ég allavega yfirleitt sjá allt í
öðru ljósi þegar ég kem til baka úr
ferðalögum. Svo hef ég tekið eftir
að maður kynnist samferðafólkinu
á dýpri hátt en áður, kannski í kjöl-
far þess að deila sömu reynslu. Til
dæmis þegar maður ferðast með
fjölskyldunni þá er þessi gæðatími
sem verður til í bunkum af því það
eru bara allir saman í fríi og enginn
upptekinn við annað eins og oft er
raunin þegar allir eru heima og bara
í sinni dagskrá og rútínu.“
Ferðalög hafa jákvæð áhrif á líf
Gísla á ýmsan hátt. Til að mynda
segir hann þau minnka streitu
þrátt fyrir að það fari eftir eðli
ferðalagsins hversu mikil streita
fylgi því. „Hver kannast til dæmis
ekki við pirringinn sem getur
myndast eftir langt flug þegar
leitað er að bílaleigubílnum og allir
þreyttir og svangir?“ spyr Gísli.
„Yfirleitt er ég þó rólegri og yfir-
vegaðri á ferðalögum en vanalega.
Sérstaklega ef því fylgir útivist,
mér finnst ég sjaldan í betra jafn-
vægi og í tengingu við sjálfan mig
en úti í náttúrunni. Það er líka svo
áhugavert að leyfa sér að finna
fyrir orkunni, sem er mismunandi
og aldrei sú sama frá einum stað til
annars,“ segir Gísli.
Þegar Gísli er spurður um
draumafríið segist hann vera
spenntur fyrir því að ferðast á
fjölda staða en það sem skipti
mestu máli sé að Ólíver Helgi
sonur hans sé með í för. „Ætli
draumaferðalagið væri ekki bara
við tveir í heimsreisu? Hver veit
nema það verði að veruleika þegar
hann er kannski orðinn aðeins
eldri?“ segir Gísli að lokum.
1.500
fengu ávísað
hreyfiseðlum
árið 2018.
Fólk er kannski
vant því að fá lyf
eða einhvern veginn að láta
laga sig.
Auður Ólafsdóttir,
verkefnisstjóri
hreyfiseðla
Á hverri stofnun er st ar fandi sjú k raþjá l f a r i s e m e r hreyfi stjóri. Sjúklingnum er boðið upp á að fá hreyfi
seðil og getur þannig, að einhverju
leyti, stýrt sinni eigin meðferð
sjálfur. Hreyfiseðlarnir eru annað
hvort einir og sér, eða með lyfjum.
Stundum þarf hvort tveggja, en það
er vel búið að sýna fram á að þetta
er ein af lausnunum sem maður á að
nýta,“ segir Auður Ólafsdóttir, verk
efnisstjóri hreyfiseðla hjá Þróunar
miðstöð heilsugæslu höfuðborgar
svæðisins.
Sjúkraþjálfari og sjúklingur búa
saman til hreyfiáætlun. Auður
segir að það fari eftir sjúkdómi
sjúklingsins og sjúkrasögu hans
hvernig áætlunin er, en segir að vel
sé tekið tillit til þess hvort fólk hafi
mikið hreyft sig áður eða ekki. Með
ferðin sé einstaklingsmiðuð og farið
sé eftir sænska módelinu, þar sem
búið er að taka saman hvers konar
hreyfing henti best hvaða sjúkdómi
og einkennum.
„Við segjum ekki kvíðasjúklingi
að hreyfa sig eins og einhverjum
sem er með langvarandi verki eða
háan blóðþrýsting,“ segir Auður.
Hún segir að oft snúist þetta um
hvatningu hjá fólki.
„Fólk er kannski vant því að
fá lyf eða einhvern veginn að
láta laga sig, en þarna ertu
að nota aðra aðferð og þá
skiptir hvatningin rosa
lega miklu máli. Allir
sjúkraþjálfararnir eru
menntaðir í ákveð
inni samt alst æk ni
sem miðar að því að
virkja sjúklinginn og
heyra hvað hann vill.
Að skilja og leiðbeina,
en ekki segja fyrir. Að fá
samvinnu,“ segir Auður.
Hún segir að fólk sem
fái ávísað hreyfiseðlum
stundi ýmiss konar hreyf
ingu og þau sem lengra eru
komin í sinni meðferð fari jafnvel í
ferðalög, eins og lengri gönguferðir.
„Það fer allt eftir sjúkdómnum
sem viðkomandi er með, og hvort
hann sé vanur að hreyfa sig. Sett er
upp áætlun og viðkomandi fenginn
til að gera þetta að takti í sínum lífs
stíl,“ segir Auður.
Hreyfing verði
taktur í lífsstíl
Árið 2016 lauk innleið-
ingu hreyfiseðilsins á
allar heilsugæslustöðv-
ar og sjúkrastofnanir
á Íslandi. Hreyfiseðill-
inn er meðferðarúr-
ræði við sjúkdómum
eða einkennum þeirra
sjúkdóma sem vitað
er að regluleg hreyfing
getur haft umtalsverð
áhrif á. Í dag mega
einnig sálfræðingar,
ljósmæður og hjúkr-
unarfræðingar ávísa
fólki hreyfiseðli.
Birna Dröfn Jónasdóttir
birnadrofn@frettabladid.is
Lovísa Arnardóttir
lovisaa@frettabladid.is
Ferðalög hafa áhrif
á hjartað
Rannsóknir sýna að ferðalög hafa jákvæð
áhrif á hjartað. Hvort sem það er að hlaupa í
gegnum flugstöðina með töskuna, ganga á fjöll
eða arka eftir strætum nýrra borga, bendir allt til
þess að fólk stundi meiri hreyfingu á ferðalögum
en í sínu daglega lífi. Konur sem ferðast einungis
á sex ára fresti eða sjaldnar eru átta sinnum
líklegri til að fá hjartasjúkdóma en þær sem
ferðast á tveggja ára fresti. Karlar sem ekki
taka sér frí og ferðast árlega eru þrjátíu
prósent líklegri en þeir sem fara í frí og
ferðast á hverju ári til að fá hjarta-
sjúkdóm.
Ferðalög
opna hugann
Sama hvert ferðinni er heitið má búast
við því að á ferðalagi læri fólk eitthvað nýtt.
Hvort sem það er um menningu ólíkra staða,
ný tungumál, að smakka nýjan mat, sjá fjörð
sem við höfum ekki séð áður eða nýja fugla-
tegund, allt þetta víkkar sjóndeildarhring okkar.
Ágústínus af Hippó sagði eitt sinn að ef heimur-
inn væri eins og bók hefðu þeir sem ekki hefðu
ferðast einungis lesið eina blaðsíðu bókar-
innar. Ferðalög, bæði innan og utan land-
steinanna, gefa okkur færi á að kynnast
nýju fólki og menningu og sjá þannig
heiminn í stærra samhengi.
Auður segir að langf lestir geri
eitthvað á eigin vegum, eins og að
ganga eða synda, og nýti þann
ig umhverfi sitt. Hún segir að því
hafi, við innleiðingu, verið lögð rík
áhersla á að vera í nánu samstarfi
við bæjarfélögin og þau upplýst
um mikilvægi þess að halda göngu
stígum upplýstum, mokuðum og að
bekkir séu við þá.
„Svo að hægt sé að nýta náttúr
una sem best. Því f lestir vilja vera
þar,“ segir Auður.
Hún segir að ef fólk hafi áhuga
á ferðalögum og lengri útiveru, þá
geti það verið hluti af hreyfi seðlum.
Það séu, sem dæmi, margir sem hafi
mikinn áhuga á göngum og hafi,
eftir einhvern tíma í úrræðinu,
skráð sig í gönguhópa. Margir taki
þátt í áskorunum sem hefjist á vorin
og smám saman sé aukið í.
Hún segir að fólkið sem kemur til
þeirra og fær ávísað slíkum seðlum
sé með frekar litla getu til að byrja
með, en unnið sé markvisst að því
að auka hana.
Auður segir að alls hafi 1.500
manns tekið þátt í verkefninu í
fyrra og að meðferðarheldni, það er
hversu vel viðkomandi hafi stundað
hreyfinguna sem skrifað var upp á,
hafi verið alls 72 prósent.
„Fólk er að vinna í þessu úrræði
samkvæmt ráðleggingum. Það segir
okkur að fólk sé ánægt og finni bót
með þessu,“ segir Auður.
Aldur
18-92 ára
Konur
Karlar
Aldursbil þeirra
sem fengu
ávísað hreyfi-
seðli árið 2018.
65%
35%
TILVERAN
1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
1
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
6
-1
4
5
4
2
3
8
6
-1
3
1
8
2
3
8
6
-1
1
D
C
2
3
8
6
-1
0
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K