Fréttablaðið - 01.08.2019, Síða 44
Fólk heldur að öll þjóðin sé úti á landi um verslunar-mannahelgina þannig að það gleymist alltaf að við erum nú einu sinni 360 þúsund og það er
bunki af liði í bænum sem vill fara
út að skemmta sér,“ segir útvarps-
maðurinn Siggi Hlö en hann og hin
fornfræga hljómsveit Greifarnir
verða með sturlað 80’s-stuð á Spot
í Kópavogi tíunda árið í röð.
„Við byrjuðum fyrir tíu árum og
vildum gera þetta eins og í Vest-
mannaeyjum þannig að við vorum
með brekkusöng og eitt blys,“ segir
Siggi um þessa öðruvísi „útihátíð“
sem hefur fest sig rækilega í sessi
hjá sporlötum sem ekki nenna að
ferðast langar leiðir eftir verslunar-
mannahelgarfjörinu. „Við gamla
liðið þurfum einhvers staðar að geta
djúsað líka.“
Ólíkar tegundir innipúka
Siggi segir þá félaga á sínum tíma
hafa ákveðið að bregðast við áber-
andi eftirspurn eftir almennilegu
„diskó-sveitaballi í bænum“ eftir að
„við komumst að því að það er bara
alls ekki rétt að allt liðið hverfi út á
land yfir þessa helgi,“ og bætir við
að þótt fjölmenni hafi tjúttað með
þeim öll þessi ár hafi farið merkilega
lítið fyrir þessari gleði.
„Þegar maður reynir að vekja
athygli fjölmiðla á þessu er eins og
Greifarnir og Siggi Hlö þyki eitthvað
allt of plebbalegt. En plebbarnir
þurfa að skemmta sér og vanda-
málið er að þeir blaðamenn sem ég
hringi í fara alltaf á Innipúkann og
þá nenna þeir ekki að skrifa um neitt
annað.“
Siggi segist ekkert hafa út á Inni-
púkann að setja en hann sé meira
„tónleika- og pöbbadæmi“ sem eigi
einfaldlega ekki við alla. „Innipúk-
inn er bara fyrir ákveðna tegund af
fólki og við erum fyrir hina tegund-
ina sem fílar ekki miðbæinn.
Við vildum bara keyra á ball
fyrir þá sem eru í bænum og vorum
í byrjun ekkert vissir um hvort
þetta myndi ganga en það var alveg
smekkfullt og hefur verið öll árin.
Þannig að við erum gríðarlega
ánægðir með viðbrögðin,“ segir
Siggi. „Annars værum við ekki búnir
að vera að í tíu ár.“
Tíu blysa brekkusöngur
Siggi segir grasbrekkuna við bíla-
Hlö-maskínan verður í botnlausri keyrslu á Spot í Kópavogi um helgina þegar Siggi tryllir lýðinn í tíunda sinn, stútfullur af 98 oktana 80’s bensíni.
Brekkusöngurinn á bílastæðinu verður fjölmennari
með hverju árinu og tíunda árinu verður fagnað með
því að bregða jafn mörgum blysum á loft.
Hinir óþreytandi og síungu Greifar verða í gamla góða gírnum, inni og úti, í
brekkunni og á sviðinu, í Kópavoginum tíundu verslunarmannahelgina í röð.
Leynivopn DJ Sigga Hlö
Siggi Hlö er óumdeildur æðsti-
prestur 80’s-tónlistarinnar á
Íslandi og enn vita margir hver
hann var og hann veit hvaða
lög virka alltaf. Enda hokinn af
reynslu. Þegar hann vill keyra
fjörið upp í 11 treystir hann
alltaf á…
ABBA
Dancing Queen
Ef þú setur Dancing Queen á þá
ertu bara alveg „safe“.
Boys Town Gang
Can't Take My Eyes Off You
Þegar þú spilar þetta með Boys
Town Gang getur ekkert klikkað.
Earth, Wind & Fire
September
Þá syngja allir með.
Gloria Gaynor
I Will Survive
Með þessu lagi ertu bara bestur
í heimi.
Hljómsveitin Greifarnir og Siggi Hlö, sjálf
Hlö-vélin sem hefur gengið fyrir tónlistar-
eldsneyti frá níunda áratugnum án þess
að slá feilpúst, ætla að tromma upp með
þjóðhátíðarkennda verslunarmannahelgar-
stemningu í Kópavoginum tíunda árið í röð.
stæðin hjá Spot henta vel til brekku-
söngsins sem sé orðinn fastur
punktur hjá fjölda fólks á sunnu-
dagskvöldinu. „Ég er ekkert að
grínast með að það mætir ótrúlega
mikið af liði í brekkuna, á milli 500
og 600 manns.
Þetta eru heilu fjölskyldurnar
bara með teppi og leggjast í gras-
brekkuna og njóta. Sumir skutla svo
börnunum heim og eldra liðið mætir
aftur og heldur áfram að dansa,“
segir Siggi og viðurkennir fúslega
að þeir séu svolítið að „herma“ eftir
stórhátíðinni í Vestmannaeyjum.
„Já, það má eiginlega segja að
við séum aðeins að herma en það
er alltaf gott að herma eftir því
sem vel er gert. Við byrjuðum með
einu blysi og svo hefur þetta bara
stækkað með hverju árinu og blys-
unum fjölgað um eitt á ári. Ég held
að blysin verði 120 í Eyjum en við
verðum með tíu skipablys í ár og
ljúkum okkar brekkusöng alveg eins
og gert er í Dalnum í Eyjum.“
Stanslaust stuð
Fjörið byrjar á laugardagskvöldinu
og nær hámarki í brekkunni við
bílastæðið á sunnudagskvöldinu.
„Við erum gamlir menn og þurfum
kannski að hvíla okkur aðeins og
byggja upp skrokkinn,“ segir Siggi
um messufallið á föstudeginum.
„Síðan hlöðum við í þetta alveg „non
stop“ með þessum sígildu lögum
sem þreytast aldrei.
Ég byrja að spila uppi á sviði
þangað til Greifarnir taka við. Ég
kem svo aftur þegar þeir taka hlé og
svo halda þeir áfram þannig að þetta
stoppar aldrei og er ekki eins og oft
á sveitaböllunum þar sem ljósin eru
bara allt í einu kveikt þegar hljóm-
sveitin tekur pásu. Það er eitthvað
skrýtið við það þannig að ég fylli
pásurnar og þetta er bara bókstaf-
lega stanslaust stuð.“
toti@frettabladid.is
Geggjað
grímuflippið 25 ára
Kvikmyndahornið
Edda Karítas Baldursdóttir
eddakaritas@frettabladid.is
Plebbarnir
þurfa að
skemmta sér
The Mask varð 25 ára á mánu-
daginn. Ótrúlegt en satt þar sem
tímans tönn bítur ekki á þessa
geggjuðu gamanmynd sem festi
Jim Carrey í sessi sem einn fyndn-
asta flippkisann í Hollywood og
skaut Cameron Diaz upp á stjörnu-
himininn.
Eins og þeir sem séð hafa vita
snýst söguþráðurinn um trégrímu
sem er gædd vafasömum töfra-
mætti sem gerir þeim sem ber
hana mögulegt að breyta útliti
sínu og þverbrjóta öll náttúru-
lögmál. Gallinn er hins vegar að
gríman sviptir viðkomandi öllu
velsæmi og almennu siðferði með
tilheyrandi hömluleysi.
Carrey leikur Stanley Ipkiss,
bældan og feiminn bankastarfs-
mann, sem verður ástfanginn af
hinni yndisfögru söngkonu Tinu
Carlyle. Hann á erfitt með að tjá
henni ást sína þangað til gríman
verður á vegi hans. Þá brýst innri
maður Stanleys fram með látum
og hann umturnast í kolklikkaða
teiknimyndasögufígúru sem gerir
honum mögulegt að láta alla sína
drauma rætast.
Margklofinn persónuleiki The
Mask byggir meðal annars á Jók-
ernum, erkióvini Batmans, skáld-
sögunni sígildu Strange Case of Dr.
Jekyll and Mr. Hyde og
síðast en ekki síst
ólíkindatólinu Loka
Laufeyjarsyni sem
við þekkjum svo
vel úr norrænu
goðafræðinni og
auðvitað Marvel-
heiminum. Vand-
ræðaásinn hann
Loki átti einmitt grímu sem veitti
honum svipaða eiginleika og þá
sem Stanley öðlast í The Mask.
Þrátt fyrir ólíkan söguþráð
svipar The Mask óneitanlega til
Who Framed Roger Rabbitt frá
1988. Þær bera báðar keim af
film noir í bland við ýkt skrípa-
læti teiknimynda. Að ógleymdri
bombunni Jessicu Rabbitt sem
gerði ekki síðri usla meðal róna og
glæpadóna en grímugrallarinn.
Á þessum tímamótum er The
Mask sögð vera einhvers konar
Deadpool síns tíma enda margt
líkt með Stanley og hinum ódrep-
andi Wade þótt óskyldir séu. Báðir
brjóta þeir hiklaust fjórða vegginn
og ávarpa áhorfendur beint og
báðir eru þeir ýktar fígúrur og fyrir-
myndar andhetjur sem spretta
af síðum myndasögublaða.
The Mask byggir á samnefndri
myndasöguseríu en
í henni var Gríman
illskan uppmáluð
sem bauð upp á
möguleikann á
hryllingsmynd þar sem
sá sem grímuna
bar fylltist kald-
hæðinni illsku
og drap fólk á
hrottafenginn
hátt.
1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
0
1
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
8
6
-2
8
1
4
2
3
8
6
-2
6
D
8
2
3
8
6
-2
5
9
C
2
3
8
6
-2
4
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K