Fréttablaðið - 01.08.2019, Page 22
Fólk er kynningarblað sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu
í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu
er einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson,
benediktboas@frettabladid.is, s. 550 5763 | Ásta Eir Árnadóttir, astaeir@frettabladid.is, s. 550 5764 | Sandra
Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sólrún Freyja Sen, solrunfreyja@
frettabladid.is, s. 550 5765 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Fatamerkið heitir Tanja Levý í höfuðið á henni. Aðspurð hvernig hún myndi lýsa
hönnun sinni kallar hún hana
„skipulagða kaos, leikandi, með
dassi af húmor, áherslan er lögð á
textíl en sniðin eru afslöppuð og
unisex“. Tanja leggur mikið upp úr
því að það sé saga á bak við hverja
fatalínu. Sagan getur verið allt
frá „algjörum skáldskap og rugli
yfir í ofurraunveruleika“, segir
Tanja. „Tilgangurinn er yfirleitt að
vekja athygli á einhverju málefni
sem á huga minn, en það hentar
mér best að gera það á fyndinn
og skemmtilegan hátt.“ Tanja
segist að sjálfsögðu klæðast eigin
hönnun. „Ég geri það alveg villt og
galið. Ég hanna alltaf eitthvað sem
ég myndi sjálf klæðast og finnst
lekkert.“
Raunveruleikaflótti og
skammdegisþunglyndi
Viðfangsefni fatalínunnar Sýnódísk
trópík er raunveruleikaflótti og
skammdegisþunglyndi á Íslandi.
Sýnódík er hugtak yfir það tímabil
sem það tekur plánetu að snúast
heilan hring um sig sjálfa, miðað við
stjörnuna sem plánetan er á reiki
umhverfis. Samkvæmt heimasíðu
Tönju fara dagdraumarnir um suð-
ræna sælu heilan hring á veturna,
frá raunveruleikaflóttanum og
aftur að köldum veruleika íslenska
vetrarins. Mynstrið á fötunum er
innblásið af því augnabliki þegar
árásargjarnir fuglar birtast á
himninum og fljúga í undarlegum
mynstrum. Fuglarnir gogga í þig til
að vekja þig af dagdraumum þínum.
Fatalínan Upp með sokkana var
hönnuð í samstarfi við mynd-
listarmanninn Loja Höskuldsson.
Bæði Loja og Tönju fannst skorta
samstarf á milli íþróttaheimsins
og listaheimsins, þannig að þær
ákváðu að hanna landsliðsbúninga
sem áttu að sameina íþróttir og
listir. Loji og Tanja búa að reynslu í
íþróttum og listsköpun.
Fyrirsæta með bringuhár
Frá barnsaldri hefur Tanja haft
sterkar skoðanir á því hverju
hún klæðist. „Það sem mér finnst
merkilegt við föt er að þau eru
hluti af tjáningu okkar um hver við
erum, rétt eins og líkamstjáning
og tal. Með klæðnaði gefurðu vís-
bendingar um hver þú ert. Ef ég lít
til baka þá sé ég að ég hef nýtt mér
þennan tjáningarmáta á alls konar
hátt með alls konar tilraunum og
er þakklát fyrir það ferli. Ég tel að
það hafi mótað mig mikið.“ Tanja
hefur tekið tímabil af öllum skal-
anum, allt frá íþróttastelpunni yfir
í að reyna að vera gotneska týpan
(goth).
Þegar Tanja var enn í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð tók hún
þátt í fyrstu tískusýningunni
sinni. Eftirminnilegasta flíkin
sem hún hannaði fyrir sýninguna
var samfestingur, innblásinn
af Jon Bon Jovi. „Ég sá fyrir mér
mann með bringu smekkfulla af
bringuhárum klæðast f líkinni. Ég
fann hvergi karlmannsmódel með
bringu hár í kringum mig þegar ég
var á þessum aldri, en komst upp
með að pína vin minn, sem var þó
ekki með nein bringuhár, til að
klæðast samfestingnum.“
Eftir að Tanja kláraði MH skellti
hún sér í fatahönnun í Listahá-
skóla Íslands. „Eftir útskrift þyrsti
mig í að öðlast meiri tæknikunn-
áttu til að framkvæma hugmyndir
mínar. Þá fór ég í textílhönnun í
Myndlistaskólanum í Reykjavík og
útskrifaðist þar með diplóma.“
Hættir aldrei að læra
Það er ýmislegt á döfinni hjá
Tönju. Um þessar mundir er hún
að skipuleggja brauðtertukeppni
í samstarfi við vöruhönnuðinn
Valdísi Steinarsdóttur og Brauð-
tertufélag Erlu sem verður haldin
á Menningarnótt. Þann 21. ágúst
verður sýningin Independent
party people haldin í Tjarnarbíói,
uppsett af sviðslistahópnum Sálu-
félagar. Tanja er að hanna búninga
fyrir það verk.
„Svo er ég að hanna búning í
samstarfi við tónlistarkonuna Mr.
Sillu, sem hún ætlar að koma fram
í á útgáfutónleikum sínum í Berlín.
Síðast en ekki síst er ég að hefja
samstarf með hönnuðunum Sig-
ríði Sunnu Reynisdóttur og Ninnu
Þórarinsdóttur, við hönnun á
leikföngum með sérstaka áherslu
á textíl.“ Leikfangahönnunin mun
bera merkið LEiKA og er hugar-
fóstur Sigríðar. Hugmyndin er enn
á þróunarstigi en þær Sigríður,
Ninna og Tanja ætla að hanna
búninga fyrir börn úr fallegum og
lífrænum efnum sem geta vaxið
með barninu.
Saga hverrar fatalínu getur verið allt frá algjörum skáldskap yfir í ofurraunveruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Mynstrið
er innblásið
af árásargjörnum
fuglum sem birtast á himninum og
fljúga í undarlegum mynstrum.
Eftirminnilegasta flíkin er samfest-
ingur, innblásinn af Jon Bon Jovi.
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
Tanja og Loji hönnuðu landsliðsbúninga sem áttu að sameina íþróttir og listir.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS
NÝJAR HAUSTVÖRUR STREYMA INN
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
0
1
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
6
-1
E
3
4
2
3
8
6
-1
C
F
8
2
3
8
6
-1
B
B
C
2
3
8
6
-1
A
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K