Fréttablaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 8
Ný lög um milligjöld munu hafa lítil áhrif þegar þau taka gildi í byrjun september enda hafa væntingar um setningu laganna endurspeglast í samningum við kaupmenn undan- farin ár. Þetta segir forstjóri Valitor í samtali við Fréttablaðið. Alþingi samþykkti í vor frumvarp til laga um milligjöld sem kveður á um að hámörk leggist á milligjöld sem nemi 0,2 prósentum af fjár- hæð greiðslu með debetkorti og 0,3 prósentum með kreditkorti. Lögin taka gildi 1. september en nú standa hámörkin í 0,2 prósentum og 0,6 prósentum. Í mati ráðuneytisins kom fram að lækkun kostnaðar gæti numið allt að 1,15 milljörðum króna ef lækkunin skilaði sér að fullu til neytenda. Viðar Þorkelsson, forstjóri Val- itor, segir að áhrifin séu að lang- mestu leyti komin fram. „Mark- aðurinn vænti þess að það yrði lækkun árið 2016 en síðan urðu tíð stjórnarskipti og afgreiðsla málsins dróst í takt við það. Í okkar tilfelli, og ég býst við að það gildi um aðra færsluhirða, hafa samningar við kaupmenn endurspeglað væntingar um þessa lækkun,“ segir Viðar. „Afkoma kortafyrirtækja hefur ekki verið góð á síðustu árum, meðal annars vegna þess að fyrir- tækin aðlöguðu sig væntingum um lækkun gjaldanna miklu fyrr en nú er að verða,“ segir Viðar og tekur fram að viðskiptakjörin á Íslandi séu afar góð í alþjóðlegum saman- burði. Á móti lækkun milligjalda hafa komið ýmsar kostnaðarhækk- anir, meðal annars vegna breyttrar samsetningar þeirra korta sem notuð eru hér á landi. „Síðan hefur áhrif að stýrivextir eru að lækka. Það er vegna þess að hér á landi tíðkast mánaðarleg kortauppgjör þannig að færsluhirðar hafa getað fengið fjármagnstekjur af korta- færslum en jafnframt boðið kaup- mönnum lægri þóknanir í staðinn.“ thorsteinn@frettabladid.is Það er augljóst að þegar um svona fjárhæðir er að ræða getur nokkurra prósenta vanmat jafngilt gríðarlega háum fjármunum. Brynjar Elís Ákason Samningar við kaupmenn hafa endurspeglað væntingar um þessa lækkun. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor OAKLEY hlaupagleraugu Lagardére á Íslandi, sem rekur veit- ingastaði og sælkeraverslun í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar, hagnaðist um 251 milljón króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 3 milljónir frá fyrra ári. Tekjur veitingasölunn- ar, sem er ein sú stærsta á landinu, námu tæplega 4,2 milljörðum króna og jukust um 10 prósent á milli ára. Í skýrslu stjórnar er nefnt að WOW air hafi lent í hremmingum á seinni hluta síðasta árs með til- heyrandi minnkun áætlunarflugs til ýmissa staða í leiðakerfi f lug- félagsins. Það hafi haft mikil áhrif á síðasta fjórðunginn í rekstrinum. Þá hafi verið nokkuð miklar sveiflur í farþegafjölda innan ársins miðað við áætlanir Isavia og nokkur óvissa sé um farþegaþróun þessa árs. Fjár- festi Lagardére á Íslandi 100 millj- ónir króna á síðasta ári til að takast á við væntanlega fjölgun farþega í norðurbyggingunni. Lagardére á Íslandi rekur veit- ingahúsin Nord og Mathús, kaffi- húsin Kvikk Café og Segafredo og barinn Loksins. Félagið er að meirihluta, sextíu prósentum, í eigu franska móðurfélagsins Lagardére á móti íslenskum hluthöfum sem eiga fjörutíu prósenta hlut í gegnum félagið NQ ehf. – tfh Lagardére seldi fyrir 4,2 milljarða króna Veitingahúsið Nord í flugstöðinni. Mikilvægt er að lífeyrissjóðirnir taki tillit til hækkandi lífslíkna þjóðar- innar til þess að fá rétta mynd af skuldbindingum í framtíðinni. Að öðrum kosti er hætt við að skuld- bindingarnar verði vanmetnar. Þetta er hluti af niðurstöðu meist- araritgerðar Brynjars Elísar Ákason- ar sem útskrifaðist úr meistaranámi í rekstrarverkfræði, með áherslu á fjármálaverkfræði, við HR í sumar. Ritgerðin fékk hæstu einkunn frá leiðbeinanda og prófdómara og viðurkenningu frá Verkfræðinga- félagi Íslands. „Skilningur á því hvernig áfallnar lífeyrissjóðsskuldbindingar munu þróast í framtíðinni er mikilvægur fyrir starfsemi lífeyrissjóðanna. Sér- staklega í ljósi þess að ákvarðanir, teknar varðandi starfsemi þessara sjóða, eiga að stuðla að heilbrigði þeirra og því er mikilvægt að hafa upplýsingar varðandi þessa hlið sjóðanna,“ segir Brynjar Elís í sam- tali við Fréttablaðið. „Eins og staðan er í dag eru áfalln- ar skuldbindingar metnar árlega út frá áföllnum réttindum sjóðfélaga en sjóðirnir leggja ekki formlegt mat á það hvernig staða áfallinna skuldbindinga mun þróast inn í framtíðina,“ segir Brynjar Elís. Hann beitti svokölluðu Lee-Carter líkani til þess að spá fyrir um framtíðar aldurstengda dánartíðni Íslendinga. Niðurstöður úr Lee-Carter líkaninu notaði hann svo sem inntaksbreytur inn í skuldbindingalíkan sem hann Vanmeta skuldbindingarnar Ritgerð Brynjars fékk hæstu einkunnir hjá leiðbeinanda og prófdómara. Skuldbindingar lífeyris- sjóðanna geta verið vanmetnar ef þeir taka ekki tillit til hækkandi lífslíkna þjóðarinnar. Nokkurra prósenta van- mat jafngildir gríðar- háum fjárhæðum. smíðaði sem spáir fyrir um þróun framtíðar áfallinna skuldbindinga fyrir ákveðinn lífeyrissjóð. „Einn helsti kostur skuldbind- ingalíkansins er að mínu mati sá að það sameinar tvo af þeim umræðu- punktum sem hafa verið í deiglunni varðandi lífeyrissjóðina, það er, að sjóðirnir þurfi að fara að taka aukið tillit til breytinga á lífslíkum þjóðar- innar við mat á skuldbindingum og að þeir þurfi að setja meira púður í að skoða skuldbindingahlið sína og auka þekkingu á henni. Líkanið tekur bæði tillit til þess hvernig lífslíkur munu þróast í framtíðinni og veitir innsýn í þróun framtíðar áfallinna skuldbindinga. Ég tel því að verkefnið sé góð viðbót inn í umræðuna,“ segir Brynjar Elís. „Samanburður á niðurstöðum líkansins, sem tekur tillit til breyt- inga á dánartíðni, og útreikningi ✿ Mikill vöxtur 8 7 6 5 4 3 2 1 0 Pr ós en tu r Ár2019 2039 Gildistaka nýju laganna hefur lítil áhrif á milligjöld skuldbindinga með hefðbundnum aðferðum sýnir að ef ekki er tekið tillit til lækkandi dánartíðni þjóðar- innar samkvæmt Lee-Carter líkan- inu munu skuldbindingar vera van- metnar í framtíðinni. Með því að vanmeta framtíðar lífslíkur van- meturðu um leið skuldbindingar. Samanburðurinn á skuldbind- ingum vegna ákveðinna sjóðfélaga sýnir að skuldbindingar munu vera vanmetnar um rúmlega 2 prósent strax árið 2021 ef ekki er tekið tillit til lækkandi dánartíðni samkvæmt líkaninu. Þessi munur eykst svo um ókomin ár ef ekki er tekið tillit til dánartíðninnar,“ segir hann. Brynjar Elís tekur þó fram að um líkan sé að ræða og eðli líkana sé að reyna að líkja eftir raunveru- leikanum. Engu að síður gefi skuld- bindingalíkanið greinilega til kynna hættuna á því að vanmeta lífeyris- sjóðsskuldbindingar. Brynjar telur að mikilvægt sé að vinna áfram með þetta verkefni. „Eignir lífeyrissjóðanna eru rúm- lega 4.200 milljarðar og því um gríðarlega hagsmuni að ræða. Ég tel því að mikilvægt sé að auka þekk- ingu almennt á sviði lífeyrismála, og þá sérstaklega á skuldbindinga- hliðinni. Það er augljóst að þegar um svona fjárhæðir er að ræða getur nokkurra prósenta vanmat jafngilt gríðarlega háum fjárhæðum,“ segir Brynjar Elís. thorsteinn@frettabladid.is Aukning skuldbindinga lífeyris- sjóða miðað við vaxandi lífslíkur MARKAÐURINN 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 6 -2 8 1 4 2 3 8 6 -2 6 D 8 2 3 8 6 -2 5 9 C 2 3 8 6 -2 4 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.