Fréttablaðið - 01.08.2019, Qupperneq 30
Ég var ekkert langt
frá því að velja
handboltann. Fyrirmynd-
irnar voru þar frekar. Það
hafði ekkert unnist í knatt-
spyrnunni og ég var alveg
þokkaleg í handboltanum.
Margrét Lára Viðarsdóttir
1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Margrét Lára Viðars
dóttir skoraði sitt 200. mark
í efstu deild á þriðjudag gegn
Stjörnunni. Hún skoraði þrennu
í leiknum og hefur alls skorað
250 mörk í öllum keppnum. Mar
grét er 33 ára og hefur lengi verið
í fremstu röð í kvennaboltanum.
Hún er dóttir Viðars Elíassonar,
sem varð Íslandsmeistari með ÍBV
1979 og þótti lunkinn knattspyrnu
maður, og Guðmundu Bjarnadóttur.
Hún vakti snemma athygli fyrir
markaskorun og var mætt til að
skora mörk á Pæjumóti í Vest
mannaeyjum nánast nýbyrjuð að
að ganga. Átta ára skoraði hún 33
mörk í sex leikjum í sjötta f lokki
og átta í fimmta f lokki. Hún varð
markahæst og Pæjumeistari með
báðum f lokkum. Í frétt DV frá
1995 segir: „… er með ólíkindum að
hún skuli aðeins vera 8 ára – enda
krafðist þjálfari eins liðsins að fá
að sjá fæðingarvottorð hennar,
því þjálfarinn stóð fastar á því en
fótunum að hún væri eldri og því
ólögleg. Varð nokkur rekistefna út
af þessu en svo kom auðvitað hið
sanna í ljós,“ segir í fréttinni.
„Ég fékk góða eldskírn. Var að
keppa við stelpur sem voru sumar
höfðinu hærri og mörgum kílóum
þyngri og miklu eldri. Þá var ég að
spila með fimmta f lokki, átta ára
gömul.“ Margrét spilaði fyrsta leik
inn sinn í meistaraflokki árið 2000
þegar sjálfur Heimir Hallgríms
son henti henni, aðeins 14 ára, út í
djúpu laugina. Fyrsta markið kom
svo tveimur árum síðar. „Heimir
tók mig með í einhverja leiki og
Elísabet Gunnarsdóttir kemur svo
fyrir tímabilið 2002 og það er mitt
fyrsta alvöru tímabil. Þá er ég bara
meistaraflokksleikmaður og hætti
í handboltanum.
Það var erfitt val því kvennaliðið
í Eyjum var frábært á þessum tíma.
Það var þvílíkt lið og ég var ekkert
langt frá því að velja handboltann.
Fyrirmyndirnar voru þar frekar.
Það hafði ekkert unnist í knatt
spyrnunni og ég var alveg þokka
leg í handboltanum. Var komin í
meistaraflokkinn og þetta snerist
ekkert um getu eða neitt. En þegar
Beta kom þá breyttist allt.“
Þrisvar yfir 30 mörk
Margrét skoraði sjö mörk í 11 leikj
um en hún hefur þrisvar sinnum
skorað yfir 30 mörk á einu tíma
bili. 2006 skoraði hún 34 mörk, svo
38 mörk á því herrans ári 2007 og
32 mörk árið 2008. Hún skipti yfir
í Val árið 2005 en þá var komið að
tímamótum. „Beta hafði verið með
Val í eitt ár og mig langaði að fara að
æfa við bestu aðstæður. Heimir var
að taka við karlaliðinu og ég hafði
áhuga á að verða alvöru leikmaður
og mér fannst tími til kominn að
æfa við toppaðstæður. Fór af malar
vellinum og parketi yfir í Egilshöll
sem þá var ný og ég persónulega var
komin með markmið og metnað.“
Margrét segir það forréttindi
að umgangast ungar stelpur í dag
sem eru að stíga sín fyrstu skref í
Meistaraflokki. „Þær halda manni
á tánum og hlusta á nýjasta rappið
og þetta heldur manni ungum. En
ég er nær mörgum foreldrum í aldri
en þeim sjálfum stundum,“ segir
hún og hlær. „Á meðan þetta er
gaman og manni finnst maður hafa
eitthvað fram að færa þá er engin
ástæða til að hætta.“
Margrét á tvö börn og unnusta,
sjúkraþjálfarann Einar Örn Guð
mundsson, og því þarf að púsla tölu
vert nánast á hverjum degi. „Þetta
er mjög óvenjulegt heimilislíf. Ég er
heppin að eiga Einar, hann er mjög
þolinmóður og börnin mín eru frek
ar þæg og góð þannig að þetta geng
ur vel. En við erum með lítið barn og
það er ekki komið með dagvistun
sem þýðir að oft er kvöldmatur eld
aður í hádeginu og geymdur fram á
kvöld í ísskápnum. Það þarf því að
skipuleggja og púsla en öll styðjum
við hvert annað og við erum að
njóta ferðalagsins. Eldri strákurinn
er orðinn fótbolta strákur og spilar
reyndar með Fylki þannig að hann
heldur ekki alltaf með mömmu
sinni þegar ég er að spila. En það er
gaman að sjá þegar börnin manns
eru farin að lifa sig inn í hlutina því
pabbi hætti eiginlega þegar ég fæð
ist. Hann kemur stundum á leiki og
æfingar og fleira.“
Margrét segist reyna að fara hinn
gullna meðalveg. Hún hafi aldrei
drukkið áfengi og reyni að hugsa
mikið um hvað hún láti ofan í sig
og svo hjálpi að vera með sjúkra
þjálfara á heimilinu. „Ég hef aldrei
verið mikið fyrir að fara út á lífið og
ég lifi alveg heilbrigðu og góðu lífi.
En ég er ekki í neinum öfgum. Það
er svo takmarkað hvað maður getur
stjórnað hlutunum í þessu lífi.
Stundum næ ég þriggja tíma
svefni og stundum átta. Það koma
hæðir og lægðir í þessu lífi og mér
finnst betra að láta hlutina koma
til mín. Stundum koma góðir hlutir
og stundum vondir og þá þarf að
vinna úr því sem kemur upp. Það
hefur líka ýmislegt komið upp á
mínum ferli og ég reyni að vera í
núinu og njóta þess sem kemur upp
á hverjum degi. Ég hef gaman af fót
boltanum, skrokkurinn er góður og
þá nýtur maður ferðalagsins.“
benediktboas@frettabladid.is
Nýtur enn ferðalags fótboltans
Margrét að gera sig tilbúna fyrir æfingu í gær. Valsstelpur eru í harðri toppbaráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Margrét Lára Viðars-
dóttir skoraði sitt 200.
mark í efstu deild á
þriðjudag. Margrét
vakti snemma athygli
fyrir að skora mörk en
það munaði litlu að hún
veldi frekar handbolt-
ann en fótboltann.
mót leikir mörk
Efsta deild 137 202
Bikar 21 18
Meistarar meistaranna 4 9
Evrópa 12 21
Samtals 174 250
*Heimild: KSÍ
✿ Mörk Margrétar
FÓTBOLTI Íslenskur toppfótbolti,
Hagsmunasamtök félaga í efstu
deildum fótboltans, sendi frá sér
yfirlýsingu í kjölfar könnunar sem
Leikmannasamtök Íslands gerðu
meðal leikmanna þar sem launa
tölur voru harðlega gagnrýndar.
Morgunblaðið fékk skýrsluna í
hendurnar og birti frétt á þriðjudag
sem aðrir fjölmiðlar eltu. Var yfirleitt
vísað til þess að þrír leikmenn sögð
ust vera með meira en 3,6 milljónir á
mánuði, eftir skatt. „Það er algerlega
ábyrgðarlaust af hálfu Leikmanna
samtaka Íslands að birta slíka fjar
stæðu án athugasemda eða fyrirvara
og gerir umrædda könnun í heild
algerlega marklausa,“ stóð meðal
annars í yfirlýsingunni.
Haraldi Haraldssyni, fram
kvæmdastjóra knattspyrnudeildar
Víkings og formanni ÍTF, finnst
margt vera að könnuninni, ekki
aðeins launatölurnar. Hann segir
hana ekkert vera slæma sem slíka,
hún sé jú gerð um allan heim, heldur
aðallega hvernig hún sé unnin.
Bunka af könnunarblöðum hafi
verið hent inn í búningsklefa eftir
æfingu og leikmenn afgreitt þetta
jafnvel saman í einhverju gríni – eins
og launatölurnar sýni. „Það birtist
mynd af ungum strákum gera könn
unina á heimasíðu samtakanna.
Framkvæmdin var ekki nógu
góð og allt í einu eru komnar launa
tölur sem eru úr takti við allt sem er
í gangi. Það á ekkert að senda svona
frá sér án skoðunar. Könnunin sem
slík er gerð alls staðar í heiminum en
samtökin hér verða að læra að fram
kvæma hana.“
Töluverð umræða skapaðist um
könnunina á samfélagsmiðlum eftir
frétt Morgunblaðsins og bent á að
það væri ekki endilega Leikmanna
samtökunum að kenna að fótbolta
strákar gætu ekki hagað sér eins og
menn. „Það þarf að vera ákveðin
aðferðafræði í svona könnunum.
Gera mönnum grein fyrir hvað sé
verið að gera þannig að þetta fari
ekki í svona bull.“
Haraldur efast um að félögin muni
taka þessa könnun til sín. „Svo ég tali
bara um Víking, sem er mitt félag,
þá myndi leikmaður aldrei verða
ósáttur við sjúkraþjálfara eins og
kemur fram í könnuninni án þess
að ég vissi af því. Þá væri búið að
grípa í taumana. Við tökum þessa
könnun ekki til okkar, hvernig hún
var framkvæmd og hvað kemur út
úr henni. Launaliðurinn gjaldfellir
alla könnunina og hún er varla papp
írsins virði.
Samtökin sem slík eru góð og gild
eins og alls staðar annars staðar en
þau þurfa að temja sér betri vinnu
brögð. Þau eru komin til að vera en
það hjálpar ekkert að taka næstu
skref að setja svona fram.“ – bb
Finnst könnunin ekki pappírsins virði
ÍTF gagnrýnir hvernig könnunin var framkvæmd. Hér eru ungir leikmenn að
krossa við. MYND/LEIKMANNASAMTÖK ÍSLANDS
0
1
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
8
6
-3
6
E
4
2
3
8
6
-3
5
A
8
2
3
8
6
-3
4
6
C
2
3
8
6
-3
3
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K