Fréttablaðið - 01.08.2019, Side 12
Nú fer í hönd ein stærsta ferða-, útivistar- og skemmtanahelgi landsins, verslunarmannahelgin. Það sem flestir velta fyrir sér er hvernig muni viðra og svo sýnist sem landið sé blessað þetta árið.
Ekki svo ýkja mikil misskiptingin milli landshluta
hvað það snertir. Landinn getur farið nær hvert
sem er og vonandi njóta flestir til fulls hvort sem
þeir eru heima eða að heiman.
Ekki snúast allir viðburðir um að nota áfengi
til að skemmta sér, heldur þvert á móti eru mörg
mannamót þar sem gleðin er við völd og jafnvel
meginmarkmiðið að stunda íþróttir. Þessa helgi fer
einmitt fram Unglingalandsmót ungmennafélaga
á Höfn og er búist við miklum mannfjölda þangað.
Þannig að fjölbreytnin er að vanda við völd og von-
andi finnur hver og einn eitthvað við sitt hæfi.
Burtséð frá því hvaða skemmtun verður fyrir
valinu er mikilvægt að horfa á nokkra þætti sem
má minnast á sérstaklega. Helgin er löng, f lestir
gista í tjaldi eða einhvers konar formi af tjaldvagni,
hjólhýsi eða húsbíl. Því þarf að huga vel að nesti og
möguleikanum á að hvílast og nærast. Þegar gleðin
stendur sem hæst eru fáir sem huga að svefni og
hvíld. Þegar margir koma saman á sama svæði er
sjaldan ró og friður til þessa svo það getur þurft
ákveðna útsjónarsemi, en ekki gleyma því að hlaða
batteríin svo þú endist alla helgina og þurfir ekki
marga daga til að ná fyrri styrk í næstkomandi
viku.
Ef þú hyggst drekka ótæpilega eða að minnsta
kosti taka verulega þátt í skemmtuninni með
áfengi þér við hönd eða jafnvel bara fara þér að
engu óðslega, er góð regla að hafa vatnsflösku
við höndina og drekka til jafns á móti áfengis-
drykkjunni til að draga úr líkum á vökvatapi sem
áfengi er alræmt fyrir að valda. Sérstaklega ef einn-
ig er mikill hiti líkt og spáð er víða, þá eykst slíkt
tap. Þeir sem drekka meira en góðu hófi gegnir og
kasta jafnvel upp eða finna fyrir vondum áhrifum
áfengis ættu að passa sérstaklega sölt og vökva-
búskap. Það er svo almenn kurteisi að passa upp
á náungann, við ættum að bjóða aðstoð í slíkum
kringumstæðum eða ef við sjáum að sá hinn sami
kann ekki með áfengi að fara og þarfnast hjálpar.
Þá er gott að passa upp á reglulega matarinn-
töku, þannig bregst líkaminn síður illa við
kringumstæðum og orkutap er minna. Auðvitað
að borða hollan og næringarríkan mat eins og því
verður við komið en það er líklega ekki alls staðar,
svo þá er meginreglan að nærast engu að síður
reglulega, hvað sem maður nú kann að finna. Þeir
sem þjást af ofnæmi ættu að muna að taka með sér
ofnæmislyfin því undir berum himni og langt að
heiman eru aðstæður verri ef til slæms kasts kemur
og getur það skemmt verulega fyrir viðkomandi og
jafnvel eyðilagt helgina.
Ekki síst er mikilvægt að minna alla þá sem
ætla sér að finna draumafélagann þessa helgina
en þekkja hann eiginlega ekki neitt að nota
smokkinn. Hann er eina raunverulega vörnin
gegn kynsjúkdómi sem við því miður sjáum allt
of mikið af hérlendis. Þeir foreldrar sem hafa ekki
rætt við börn sín um hinar mörgu hættur sem
felast í nautnum kynlífsins ættu að koma því við
sem fyrst. En svona án þess að mála skrattann á
vegginn þá er gott að minna alla á að ganga hægt
og örugglega um gleðinnar dyr, njóta helgarinnar
og passa upp á ykkur sjálf og ekki síst náungann.
Þannig komum við vonandi öll heil heim og
munið að áfengi og akstur fer aldrei saman.
Ferðahelgin
Mikilvægt að
minna alla
þá sem ætla
sér að finna
draumafé-
lagann þessa
helgina en
þekkja hann
eiginlega
ekki neitt að
nota smokk-
inn.
Teitur Guðmundsson
læknir
Í tuttugu ár, eða allt frá 1989 og til ársins 2008, starfaði Her-vör, í samvinnu við Reykja-víkurborg, við úrræði fyrir börn sem voru í meðferð hjá barnavernd. Börnin voru á
aldrinum 15 til 17 ára.
„Börnin komu úr félagslega erf-
iðum aðstæðum. Við fórum í hverri
ferð með níu krakka á Strandir og
Hornstrandir og vorum í hálfan
mánuð. Við sváfum í tjaldi og geng-
um 120 kílómetra með þeim. Þetta
var tækifæri fyrir þau til að skoða
hvað þau voru að gera og hvaða
aðrar leiðir þau gátu valið í lífinu
til að ná þeim árangri sem við flest
viljum ná til að verða hamingju-
söm,“ segir Hervör Alma.
Hún segir að útiveran hafi
haft margþættan tilgang.
„Að ná þeim úr þessu
daglega amstri, sem
var kannski veru-
leiki sem þau voru
vön að f lýja. Þau
áttu að mæta
í úrræði hér í
Reykjavík, en
voru f lúin dag-
inn eftir. En að
fara með þau út
í óbyggðir gerði
okkur kleift að
teng ja st þeim
sterkari böndum
og hafa þau hjá
okkur og vinna þessa
v innu sem var svo
mikilvægt að vinna,“ segir
Hervör Alma.
Hún segir að rannsóknir þeirra
Opna glugga
að vannýttri
veröld
Hervör Alma Árna-
dóttir, félagsráðgjafi
og dósent við Fé-
lagsráðgjafardeild
Háskóla Íslands,
hefur í starfi sínu nýtt
náttúruna, ferðalög
og útiveru í bæði
meðferðarvinnu
fyrir ungmenni og
síðar meir í kennslu
í félagsráðgjöf og á
Menntavísindasviði
innan HÍ.
Að takast á við öfl
náttúrunnar getur
haft mjög styrkjandi áhrif
á þig sem manneskju.
Hervör Alma
Árnadóttir,
félagsráðgjafi
og dósent
Ferðalög
draga úr streitu
Þrátt fyrir að heimsókn á fjarlægar
slóðir geti verið stressandi hefur verið sýnt
fram á að ferðalög dragi úr streitu. Rann-
sókn sem gerð var á fjölda ferðalanga sýndi
að 89 prósent þeirra fundu fyrir minni streitu
og aukinni slökun strax á fyrstu tveimur dögum
ferðalags. Ástæðan er sögð vera nýtt umhverfi
og færri skyldur.
Á ferðalögum hafa flestir það að mark-
miði að njóta og slík hugsun getur minnkað
streitu. Það að vera með vinum og fjöl-
skyldu, sinna áhugamálum og njóta
lífsins fjarri daglegum skyldum
hefur streituminnkandi
áhrif.
Ferðalög auka
hamingju
Flestir eru hamingjusamari þegar þeir
eru á ferðalagi en í venjubundnu lífi þar
sem skóli, vinna og almennt heimilislíf á hug
manns allan. En undirbúningur ferðalags getur
einnig aukið hamingju og sýna rannsóknir fram
á að eftirvæntingin sem fylgir því að skipu-
leggja og undirbúa ferðalag veiti fólki meiri
ánægju en veraldlegir hlutir. Einnig hefur
verið sýnt fram á að þeir sem ferðast einu
sinni til tvisvar á ári eru ólíklegri til þess
að greinast með þunglyndi en þeir
sem ferðast á tveggja ára fresti
eða sjaldnar.
sýni að meðferðin haf i skilað
góðum árangri. Börnin lærðu betur
að takast á við lífið og treysta full-
orðnum.
„Þeim var sýnt fram á að þau gátu
beðið um hjálp og fengið aðstoð.“
Úrræðið var lagt niður í hruninu
og segir Hervör Alma að henni þyki
mikill missir að úrræðinu. Þó hafi
verið skrifuð bók um það þar
sem vel er farið yfir áhrif
og árangur úrræðisins.
Hervör Alma nýtir
einnig hvert tæki-
færi í kennslu, við
bæði Félagsráð-
g jafardeild og
Menntavísinda-
sv ið Háskóla
Íslands, til að
k e n n a ne m-
endum sínum
að nýta útiveru
og ferðalög til
me ðfer ð a r og
kennslu.
Í félagsráðgjöf sé
hún til dæmis með
kúrs þar sem fjallað er
um hópstarf og hópmeð-
ferð þar sem náttúran er nýtt.
„Ólík nálgun hentar ólíku fólki.
Það hentar ekki öllum að vera úti,
en það hentar öðrum mjög vel. Við
leiðum líkur að því að bæði andleg
og félagsleg áhrif náttúrunnar séu
afskaplega jákvæð. Við erum sann-
færð um að þessi heilandi náttúra
gefi þér tækifæri til að tengjast
sjálfum þér og kynnast sjálfum þér,“
segir Hervör.
Hún segir að í raun gildi það sama
þegar fólk fer til útlanda eða í ann-
ars konar ferðalög, en á annan hátt.
„Þegar fólk fer úr amstri dagsins,
það er alltaf þroskandi fyrir okkur
ef við hugsum um það þannig. Að
dvelja í náttúrunni er þó annað
en að heimsækja hana. Að dvelja
í náttúrunni í einhvern ákveðinn
tíma, að heiman, þar sem þú ert
að takast á við öf l náttúrunnar,
getur haft mjög styrkjandi áhrif á
þig sem manneskju. Við vitum öll
að náttúran er sterkari okkur, en
stundum trúum við því ekki fyrr
en við höfum dvalið í henni. Við
þurfum að lúta í lægra haldi og
bera virðingu fyrir henni. Ég held að
náttúran skapi ótrúleg tækifæri til
að líta inn á við og tengjast sjálfum
sér,“ segir Hervör.
Hún segir að á Menntavísinda-
sviði sé meiri áhersla lögð á hvern-
ig hægt sé að nýta náttúruna til
kennslu. Hún segir að rannsóknir
bendi til þess að oft sé það fagfólkið
sem er tregara til að fara út en þau
sem kennt er. Sama hvort um ræðir
börn eða fullorðna.
„Það er svo þægilegt að vera inni.
Að vera úti er mörgum hreinlega
ókunnugt. Hér á Íslandi finnst
okkur það erfitt. Það eru ríkari
hefðir fyrir útiveru í til dæmis Nor-
egi, þó að þar geti veðrið verið alls
konar. Þess vegna finnst mér það
mikilvægt, hjá okkur sem erum
fagmenn, að fara út og opna þenn-
an glugga að veröldinni sem er svo
vannýttur,“ segir Hervör.
TILVERAN
1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
1
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
6
-0
0
9
4
2
3
8
5
-F
F
5
8
2
3
8
5
-F
E
1
C
2
3
8
5
-F
C
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K