Fréttablaðið - 01.08.2019, Side 2
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Veður
Léttskýjað víða um land í dag, en
þokubakkar eða súld við A-strönd-
ina og á Ströndum og stöku skúrir
syðst. Skýjað á A-verðu landinu og
stöku skúrir þar. SJÁ SÍÐU 28
Bruni í Fornubúðum
Þægilegir og öruggir
smellugaskútar fyrir grill,
útilegu og heimili.
MINNA KOLEFNISSPOR
MEÐ BIOMIX 40
VIÐ STUÐLUM AÐ GRÆNNA UMHVERFI
SAMFÉLAG Tæp 23 prósent lands-
manna hafa verið bitin af lúsmýi
á Íslandi síðastliðna tólf mánuði.
Þetta sýna niðurstöður könnunar
sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir
Fréttablaðið og fréttablaðið.is.
Þá segjast tæp 59 prósent þekkja
einhvern sem hafi verið bitinn.
Tekið skal fram að hægt var að
merkja við f leiri en einn valmögu-
leika. Það er því aðeins tæpur
þriðjungur sem hvorki hefur verið
bitinn, né þekkir einhvern sem
hefur verið bitinn.
Athyglisvert er að sjá mismun-
andi niðurstöður eftir stjórn-
málaskoðunum. Stuðningsmenn
Vinstri grænna eru líklegastir til að
hafa verið bitnir af lúsmýi. Rúmur
þriðjungur þeirra, eða 34 prósent,
hefur verið bitinn. Þá höfðu 32 pró-
sent stuðningsmanna Viðreisnar
og 30 prósent Framsóknarmanna
verið bitin.
Hins vegar hafa aðeins 16 pró-
sent stuðningsmanna Pírata verið
bitin og 19 prósent Sjálfstæðis-
manna og Miðflokksmanna. Fjórð-
ungur stuðningsmanna Flokks
fólksins og 22 prósent Samfylk-
ingarfólks hafa verið bitin.
Kolbeinn Óttarsson Proppé,
varaformaður þingf lokks Vinstri
grænna, veltir því fyrir sér hvort
ástæðan sé hversu mikil náttúru-
börn Vinstri græn séu.
„Þetta segir okkur augljóslega
að við erum hluti af þessari stóru
lífveru sem náttúran er í meira
mæli en aðrir,“ segir Kolbeinn og
hlær.
Sjálfur segist hann ekki hafa
verið bitinn af lúsmýi í sumar en
hafi þó verið bitinn af venjulegu
mýi. Hann dvelur mikið í sumar-
bústað í Þjórsárdal en lúsmýið
hefur ekki enn náð þangað.
„Þetta er ekki enn komið þangað
en það hlýtur eiginlega að vera
tímaspursmál hvenær það gerist.
Maður heyrir af þessu víða í upp-
sveitum Suðurlands.“
Samkvæmt vef Náttúrufræði-
stofnunar varð lúsmýs fyrst vart
í einhverjum mæli sumarið 2015
og þá í Kjós og Svínadal. Síðan þá
hefur lúsmýið breiðst út og finnst
nú á Suðvesturlandi, upp í Borgar-
fjörð og austur í Fljótshlíð.
Heldur f leiri konur en karlar
segjast hafa verið bitnar af lúsmýi
á síðustu tólf mánuðum. Þann-
ig höfðu 26 prósent kvenna en 20
prósent karla verið bitin. Yngra
fólk er líklegra til hafa verið bitið
af lúsmýi en eldra fólk. Um 30 pró-
sent fólks á aldrinum 18-34 ára
hafa verið bitin en aðeins 14 pró-
sent þeirra sem eru 65 ára eða eldri.
Könnu nin var f ramk væmd
24.-29. júlí síðastliðinn og var
send á tvö þúsund einstaklinga í
könnunarhóp Zenter rannsókna.
Svarhlutfallið var 51 prósent en
gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri
og búsetu. sighvatur@frettabladid.is
Lúsmý sækir í Vinstri
græn en forðast Pírata
Rúmur fimmtungur landsmanna hefur verið bitinn af lúsmýi á síðustu tólf
mánuðum samkvæmt nýrri könnun. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru
mun líklegri til að hafa verið bitnir af lúsmýi heldur en stuðningsmenn Pírata.
22,9 prósent þeirra sem
svöruðu spurningunni
sögðust hafa verið bitin af
lúsmýi á Íslandi á síðustu
tólf mánuðum.
Lúsmý hefur breiðst út á Suðvesturlandi frá því að þess varð fyrst vart í
einhverjum mæli í Kjós og Svínadal sumarið 2015. MYND/ERLING ÓLAFSSON
NEYTENDUR „Þetta er í skoðun og
allra nauðsynlegra viðbragða að
vænta innan skamms,“ segir Gísli
Kr. Björnsson, stjórnandi og eigandi
Almennrar innheimtu, um yfirlýs-
ingu sem Neytendasamtökin sendu
frá sér í gær. Hann vildi ekki tjá sig
frekar um málið að svo stöddu.
Þar segir að til félagsins streymi
enn ábendingar og fyrirspurnir frá
fólki sem tekið hafi smálán sem séu í
innheimtu hjá Almennri innheimtu.
Fólk sé enn krafið um greiðslur ólög-
mætra vaxta og hás vanskilakostn-
aðar, þvert á fyrri fullyrðingar Gísla.
Í tilkynningunni segir að sam-
tökin standi ráðþrota gagnvart
þessu framferði og muni ekki eftir
jafn svínslegum viðskiptaháttum.
Þá hafi erindi til Lögmannafélagsins
vegna framferðis Gísla verið vísað
frá vegna aðildarskorts.
Því hvetja Neytendasamtökin þá
sem tekið hafa smálán eftir 2013 sem
séu í innheimtu hjá Almennri inn-
heimtu að senda erindi og biðja um
sundurliðun krafna. Sé ekki orðið
við þeirri beiðni er fólk hvatt til að
senda Lögmannafélaginu erindi. – sar
Almenn
innheimta með
málið í skoðun
FERÐAÞJÓNUSTA „Það er mjög gleði-
legt að gistinóttum virðist ekki
fækka meira en þetta. Það skiptir
auðvitað miklu meira máli en sam-
dráttur í fjölda, hann er ekki að segja
okkur alla söguna. Þetta getur bent
til þess að ferðahegðun sé eitthvað
að breytast og fólk sé að dvelja leng-
ur,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir,
formaður Samtaka ferðaþjónust-
unnar, um nýjar tölur Hagstofunnar
um gistinætur í júní.
Í heildina fækkaði gistinóttum um
tvö prósent í júní miðað við sama
mánuð í fyrra. Þeim fækkaði um
fimm prósent á hótelum en fjölgaði
um 14 prósent á gistiheimilum. Þá
fækkaði um 10,5 prósent hjá aðilum
á borð við Airbnb.
Nýting hótelherbergja í júní var
72,1 prósent sem er minna en fyrra.
„Nýtingin segir svo bara hálfa sög-
una því við vitum ekkert um afkom-
una. Vonandi er afkoman í samræmi
við þetta,“ segir Bjarnheiður. – sar
Gistinóttum
fækkaði í júní
Eldur kviknaði í Fornubúðum 3 í fyrrinótt og varð rúmur helmingur hússins eld-
inum að bráð. Sem betur fer var húsið mannlaust. Meginhluti hússins hefur verið
notaður undir starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja í 32 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
Fleiri myndir frá brunanum er að finna á +Plússíðu
Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta-
blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
Gísli Kr. Björns-
son lögmaður.
1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
1
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
6
-0
5
8
4
2
3
8
6
-0
4
4
8
2
3
8
6
-0
3
0
C
2
3
8
6
-0
1
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K