Fréttablaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 18
Frá degi til dags
Halldór
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Fyrir ára-
tugum ólst
ungt fólk upp
við annars
konar hættu
og í svefni
fékk það
jafnvel
martraðir svo
skelfileg var
ógnin.
Allra best
væri full
aðild að ESB
með mögu-
leikum til
ríkari áhrifa
á daglegt líf
okkar til
framtíðar.
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Þau Aura svo á mig
Borga
Rukka
Skipta
Ungmenni heimsins lifa mörg hver í ótta við afleiðingar loftslagsbreytinga sem víða hafa skelfileg áhrif. Þau þreytast ekki á að minna hina fullorðnu, sem eiga víst að vera ábyrgðarfullu mann-eskjurnar á þessari plánetu, á nauðsyn
þess að grípa til aðgerða. Víða tala ungmennin fyrir
daufum eyrum og fá jafnvel þau skilaboð frá stjórn-
málamönnum að halda sig inni í skólastofum og láta
af hávaða og hysteríu. Þegar valdafólk sem hefur áhrif
og ætti að vera ábyrgðarfullt skeytir ekki um hættu
eins og þá sem stafar af loftslagsbreytingum er ekki
nema von að unga fólkið sé hrætt.
Fyrir áratugum ólst ungt fólk upp við annars konar
hættu og í svefni fékk það jafnvel martraðir, svo
skelfileg var ógnin. Æskan óttaðist kjarnorkustríð og
hafði sannarlega ástæðu til. Það stríð varð ekki, en
litlu mátti muna eins og fjallað var um í stórmerkilegri
heimildarmynd sem RÚV sýndi á dögunum og heitir:
Maðurinn sem bjargaði heiminum.
Hetjan í þessari sönnu sögu er Stanislav Petrov, liðs-
foringi sem var á vakt í stjórnstöð sovéska hersins árið
1983 þegar mælitæki gáfu til kynna að Bandaríkja-
menn hefðu skotið kjarnaflaugum í átt að Sovétríkj-
unum. Samkvæmt reglum átti hann að tilkynna árás
sem umsvifalaust yrði svarað með því að senda flug-
skeyti til Bandaríkjanna. Í heimildarmyndinni kom
fram að slík árás á Bandaríkin hefði kostað helming
Bandaríkjamanna lífið. Fleiri árásir frá báðum aðilum
hefðu fylgt í kjölfarið með þeim afleiðingum að Jörðin
hefði orðið að eyðimörk. Petrov taldi líklegast að bilun
væri í mælitækjum. Hann var engan veginn viss um að
svo væri en ákvað að aðhafast ekkert.
Í heimildarmyndinni sem er frá árinu 2014 og mun
hafa verið gerð á tíu ára tímabili eltu kvikmyndagerð-
armenn Petrov, sem þá var gamall maður og alls ekki
fús til að ræða við þá. „Fjárans blaðasnápar, hunskist út
úr mínum húsum!“ æpti hann. Maðurinn sem bjargaði
heiminum var afundinn, tortrygginn og skaphundur
hinn mesti. Honum virtist ekki þykja sérlega vænt um
mannkynið. Samt hafði hann bjargað því. Nokkuð
sem hann hélt leyndu árum saman. Það var ekki fyrr
en áratugum seinna sem þáttur hans varð ljós.
Þegar leið á þessa merkilegu mynd opinberaðist
að undir hrjúfu yfirborði var góður maður sem hafði
upplifað sorgir sem höfðu markað hann. Hann hafði
misst eiginkonu sína úr krabbameini og virtist sakna
hennar afar sárt og lifði í mikilli ósátt við móður sína,
en milli þeirra tókst óvænt og falleg sátt undir lok
myndar.
„Menn hafa ekkert lært af sögunni,“ sagði Petrov í
myndinni. Hann benti á náttúruna og sagði: „Ímyndið
ykkur að allt þetta hyrfi á sekúndubroti.“
Í dag, tveimur árum eftir lát Petrovs, vofir vá yfir
mannkyni. Vá sem mannkynið hefur sjálft skapað.
Loftslagsbreytingar munu ekki valda því að náttúra
og líf hverfi á sekúndubroti, en verði ekki brugðist við
blasa hamfarir við. Enginn einn maður getur stöðvað
þær. Í þessum björgunarleiðangri þarf mannkyn allt
að standa saman.
Bjargvætturinn
Í flóknum veruleika samtímans verður sífellt augljós-ara hversu miklu máli fjölþjóðleg samvinna skiptir fyrir örþjóð eins og Ísland. Hraðar tæknibreytingar
kalla á sameiginlegar lausnir en erfiðasta og brýnasta
verkefnið er að stemma stigu við hamfarahlýnun – og
það mun ekki takast nema með samvinnu sem flestra
þjóða. Þar er Evrópusambandið í fararbroddi.
Með aðild að EES-samningnum breyttist Ísland
úr 300 þúsund manna markaði í 500 milljóna. En
stundum gleymast áhrif samningsins á daglegt líf ein-
staklingsins.
Á svipstundu fengu Íslendingar frelsi til að ferðast,
vinna og mennta sig hvar sem er á Evrópska efna-
hagssvæðinu. Í gegnum EES-samninginn höfum við
líka tekið upp tilskipanir frá Evrópusambandinu
um bætt loftgæði og meira jafnrétti. Tilskipanir sem
auka réttindi launafólks, t.d. varðandi frítíma og
sveigjanleika í vinnu til að sjá um börnin okkar eða
nána aðstandendur, sem færa okkur betri og öruggari
lyf, gera okkur kleift að vafra á snjallsímanum hvar
sem er í Evrópu eins og við værum heima hjá okkur,
tryggja rétt okkar ef f lugi innan Evrópu seinkar eða
fellur niður. Tilskipanir sem hvetja til framleiðslu á
umhverfisvænni vörum, tryggja virkari samkeppni
og bæta starfsumhverfi ör- og smáfyrirtækja. Allt
þetta, og meira til, hefur áhrif á daglegt líf okkar.
Í samningnum um EES er sem sagt margt afar
jákvætt en annað sem skiptir okkur minna máli. Í
sérstökum tilvikum er hægt að semja um einstakar
undanþágur áður en til innleiðingar kemur, eftir að
lög hafa verið samþykkt hjá ESB.
EES-samningurinn er okkur því mjög mikilvægur
en þó aðeins næstbesti kosturinn sem okkur stendur
til boða; allra best væri full aðild að ESB með mögu-
leikum til ríkari áhrifa á daglegt líf okkar til fram-
tíðar. Rúsínan í pylsuendanum væri svo auðvitað
aðgangur að öflugri og stöðugri mynt með margfalt
lægri vaxtakostnaði og þar með ódýrara húsnæði
og matarkörfu auk stöðugra starfsumhverfis fyrir
fyrirtæki. Ekkert myndi skila venjulegum íslenskum
heimilum meiri kjarabót.
Næstbesti kosturinn
Logi Einarsson
formaður Sam-
fylkingarinnar
Bíddu, ha?
Sigríði Benediktsdóttur tókst
svo sannarlega að fá fólk til að
klóra sér í kollinum í gær. Í frétt
ViðskiptaMoggans, sem aðeins
hinir allra vænisjúkustu vilja
meina að sé ekki skúbb sem alla
miðla langar í, sagði Sigríður að
hún hefði flutt inn 15 þúsund
evrur til landsins í gegnum fjár-
festingarleiðina áður en hún hóf
störf í Seðlabankanum. Bíddu.
Lágmarkið var 50 þúsund evrur.
Ókei, misskilningur hjá henni.
Bíddu. Hún var skipuð til starfa
meira en mánuði áður en hún
fór fjárfestingarleiðina. Bíddu.
Seðlabankastjóri tók sérstaka
ákvörðun um að hún væri
undanþegin reglunum því hún
væri í hlutastarfi í útlöndum en
hæfi svo störf í apríl. Bíddu, ha?
Trúður á trúð ofan
Þeim sem finnst lítið til Boris
Johnson koma, iðulega til
vinstri, stunda það nú grimmt að
gera grín að hárinu á honum og
að hann virðist ekkert vita hvað
hann sé að gera. Þetta finnst
aðdáendum hans, iðulega til
hægri, vera hallærislegt og merki
um hugmyndafátækt að tala
um trúða og hárið á mönnum.
Það eru ekki liðin mörg ár síðan
það var ráðamaður hér á landi
sem var kallaður trúður af þeim
sem teljast til hægri og gert gys
að nafninu hans, eitthvað sem
fékk fólk til vinstri til að hnussa
á sama hátt og þeir til hægri gera
nú. ari@frettabladid.is
1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
1
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
6
-3
6
E
4
2
3
8
6
-3
5
A
8
2
3
8
6
-3
4
6
C
2
3
8
6
-3
3
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K