Fréttablaðið - 09.08.2019, Page 2

Fréttablaðið - 09.08.2019, Page 2
Veður Norðlæg átt 5-13 m/s. Lengst af rigning eða súld á Norður- og Austurlandi, hiti 5 til 10 stig. Yfir- leitt léttskýjað sunnan heiða með hita 12 til 17 stig yfir daginn. SJÁ SÍÐU 16 www.artasan.is Fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? Tannlæknar mæla með GUM tannvörum GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51 Baráttufólk prýðir strætisvagn SKIPULAGSMÁL Tillaga Batterísins – arkitekta að 5.500 fermetra nýbygg- ingu Kársnesskóla við Skólagerði hefur verið samþykkt í bæjarráði Kópavogs. Húsnæði Kársnesskóla var rifið í fyrrahaust vegna raka- og myglu- vandamála. Meginbyggingin nýja á að verða tveggja og þriggja hæða. Í skólabyggingunni verður sam- rekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund. „Það eru gríðarlega spenn- andi tímar fram undan,“ segir Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnes- skóla, við Fréttablaðið þegar niður- rifið var að hefjast í fyrra. – gar Kárssnesskóli endurbyggður Skólinn rifinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SKIPULAGSMÁL „Það er svo gjörsam- lega út í hött að Minjastofnun geti stoppað mig af þannig að ég geti ekki einu sinni losað mig við lóð- ina,“ segir Hjörleifur Hallgrímsson, eigandi Aðalstrætis 12b á Akureyri. Eins og kom fram í Fréttablað- inu í apríl í fyrra hefur Hjörleifur viljað byggja íbúðarhús á lóð sinni á Aðalstræti sem hann keypti fyrir sjö árum. Sjálfur bjó hann í æsku í húsi sem þar stóð og hafði áður hýst Hótel Akureyri. Haustið 2017 var hann tilbúinn að hefja jarðvegs- framkvæmdir og búið að mæla út fyrir húsi þegar hann fékk tölvupóst frá skipulagsstjóra bæjarins um að fyrst þyrfti að ganga úr skugga um hvort fornleifar leyndust þar. Var þetta að kröfu Minjastofnunar og átti Hjörleifur að kosta uppgröft á lóðinni. „En mér kemur þetta fjárann ekkert við og ég borga ekki fyrir neinn uppgröft. Ég get gefið þeim leyfi til að grafa en ég fer ekki að borga nærri milljón enda er ég ellilífeyrisþegi og hef ekkert efni á því,“ segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs er hann nú í sjálf- heldu. „Ég er orðinn það gamall að héðan af fer ég ekki að byggja sjálfur og það kaupir enginn lóðina af mér með þessari kvöð á henni,“ segir hann. Hjörleifur, sem nú er 82 ára, kveðst hafa leitað til mennta- og menningar- málaráðuneytisins, til að fá lausn á málinu. Hann fékk Jón Hjaltason sagnfræðing, sem skrifað hefur um sögu Akureyrar, til að senda ráðu- neytinu greinargerð. Hún er frá því í lok apríl í vor. Jón rekur byggingar- söguna á lóðinni í bréfi sínu. „Má ég hundur heita ef þarna finn- ast fornleifar,“ segir Jón. Mjó strand- l e n g j a n n e ð a n Naustahöfða haf i ekki freistað nokk- urs manns í bænda- samfélagi fyrri tíma. „Niðurstaðan er því sú að ég er 99,9 pró- sent (mig langar til að segja 100 pró- sent en finnst það heldur digurbarka- legt) viss um að á lóðinni við Aðalstræti 12b finnast engar fornleifar, sama hversu ítar- lega væri þar leitað og grafið.“ Hjörleifur kveðst hafa hitt Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráð- herra þegar hún kom í vor til Akur- eyrar til að opna sýningu þar. Það hafi verið eftir að hann sendi ráð- herranum bréf ásamt greinargerð Jóns Hjaltasonar. „Þá lofaði hún mér því að taka þetta fyrir um leið og þingið væri búið. Ég hef ekki heyrt í henni enn þá þótt ég sé margoft búinn að reyna að ná í hana. Mér þykir verst að Lilja svarar mér ekk- ert núna.“ gar@frettabladid.is Öldungur í sjálfheldu vill efndir frá ráðherra Hjörleifur Hallgrímsson á Akureyri segist sitja uppi með verðlausa lóð vegna kröfu um fornleifauppgröft. Sagnfræðingur er 99,9 prósent viss um að engar fornleifar séu á lóðinni. Hjörleifur segir menningarmálaráðherra hunsa sig. Hjörleifur Hallgrímsson vill byggja íbúðarhús á lóðinni á Aðalstræti 12b, staðan er enn óbreytt frá því 13. apríl í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Veður Í dag verður austlæg átt á landinu og víða munu sjást tveggja stafa hita- tölur. Rigna mun suðaustanlands eftir hádegi, en að öðru leyti verður þurrt að mestu. sjá síðu 20 Furðuverur á Fanfest Tölvuleikjahátíðin Eve Fanfest hófst í gær. Um er að ræða ráðstefnu tölvu leikjaframleiðandans CCP. Ráðstefn an laðar að sér á annað þúsund ferða - manna sem lifa, spila og hrærast í he imi íslenska tölvuleiksins Eve Onlin e þar sem fólk ferðast um á geimskip um og stundum brýst út allsherjar geimstríð. Þessar tvær eru aðdáendu r leiksins og voru komnar í Hörpu ti l að taka þátt í viðburðaríkri dagskr á ráðstefnunnar. Fréttablaðið/sigtrygg ur ari Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grill budin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Frá Þýskalandi Nr. 12952 - Án gashellu - Svart 79.900 Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 • Afl 10,5 KW • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveikja í öllum tökkum • Tvöfalt einangrað lok • Stór posulínshúðuð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Grillflötur 65 x 44 cm Niðurfellanleg hliðarborð Vönduð yfirbreiðsla að verðmæti kr. 6.990 fylgir l i skipulagsmál „Það er svo galið allt saman í kring um þetta og ég, sem er kominn á gamals aldur, er orðinn hundþreyttur á þessu veseni,“ segir Hjörleifur Hallgríms sem stendur í ströngu við að fá að byggja á lóð sinni í innbæ Akureyrar. Hjörleifur keypti fyrir sex árum lóðina Aðalstræti 12b. „Ég keypti þessa lóð því þarna eru æskustöðv- ar mínar og mig langar kannski að flytja þarna inn,“ segir hann. Á lóð- inni stóð Hótel Akureyri. Eftir að hótelrekstrinum var hætt bjó Hjör- leifur þar með foreldrum sínum eins og fleiri. Húsið brann til kaldra kola á sjötta áratug síðustu aldar. „Ég má byggja hús sem er 117 fer- metrar á tveimur hæðum með risi og hálfum kjallara en hef staðið í stríði við skipulagsdeild Akureyrar öll þess ár um að fá að vera með fjórar litlar íbúðir,“ segir Hjörleifur sem kveðst hafa kært synjunina um leyfi fyrir íbúðunum fjórum. „En ég ætlaði samt að byrja að grafa í haust og láta bara slag standa en þá var mér sagt að Minjastofnun stoppi það af á þeim forsendum að það sé talið að það séu fornminjar undir í lóðinni,“ segir Hjörleifur. Ofan í tafirnar eigi hann að borga fornleifarannsóknina úr eigin vasa. Rúnar Leifsson, minjavörður Norðurlands eystra, segir í bréfi til Hallgríms að könnunarskurður sumarið 2015 hafi leitt í ljós vegg undir brunarústum Hótels Akur- eyrar. Veggurinn sé hugsanlega úr eldri byggingu. Á lóðinni hafi meðal annars verið hluti Konungs- verslunarhúsanna gömlu. „Til að skera úr um eðli og dreifingu forn- leifa sem leynast undir sverði á lóð Aðalstrætis 12b þarf að kanna nánar svæðið frekar með skurðum.“ „Mér er sagt að gröfturinn myndi kosta tæpa milljón. Ég á að leggja út fyrir þessu en ég er ellilífeyris- þegi með tæpar 250 þúsund krónur á mánuði og hef engin efni á því,“ segir Hjörleifur sem bað um sundur- liðaða kostnaðaráætlun. Samkvæmt henni á að greiða laun, dagpeninga, akstur, gistingu og fæði fornleifa- fræðinga sem ætla að vinna í sam- tals 32 stundir á lóðinni. Síðan bæt- ast við sextán stundir í úrvinnslu. Í bréfi minjavarðar er vitnað til laga um menningarminjar frá árinu 2012: „Framkvæmdaaðili greiðir kostnað við rannsóknir á fornleifum sem Minjastofnun Íslands ákveður að séu nauðsynlegar.“ Og alls óvíst er að Hjörleifur sleppi með þær 927 þúsund krónur sem áætlað er að könnunaruppgröfturinn kosti. „Ákvörðun um hvort ráðast þurfi í frekari mótvægisaðgerðir mun byggja á niðurstöðum þessarar könnunar,“ segir í bréfi minjavarð- arins. „Eftir atvikum er mögulegt að krafa verði gerð um heildaruppgröft minja sem kunna að koma í ljós.“ Hjörleifur segist alveg stopp. „Þetta eru þvílík ólög. Það hlýtur að skipta máli hvort um er að ræða stöndug fyrirtæki eða ellilífeyris- þega.“ gar@frettabladid.is Ellilífeyrisþega gert að kosta fornleifauppgröft Hjörleifur Hallgríms á að greiða laun , akstur, dagpeninga, gistingu og fæð i forn- leifafræðinga sem kanna hvort minj ar leynist á byggingarlóð hans á Aku reyri. Hjörleifur segist telja það ólög sem l eggi slíkan kostnað á herðar ellilífey risþega. Hjörleifur Hallgríms bjó í æsku á að alstræti 12b og vill fá að byggja þar hús en kveðst vera orðinn hundþreyttur á ljónum í veginum. Fréttablaðið/auð unn Ég keypti þessa lóð því þarna eru æskustöðvar mínar. Hjörleifur Hallgríms, eigandi Aðalstrætis 12b jaFNRÉTTismál Stúdentaráð HÍ hefur breytt titlum og heitum í lögum ráðsins með það fyrir augum að draga úr kynjaðri orðræðu. Laga- breytingin var samþykkt einróma á síðasta fundi Stúdentaráðs sem haldinn var í vikunni. Í tilkynningu frá Stúdentaráði segir að með „kynjaðri orðræðu“ sé átt við titla og heiti sem vísa óþarflega í eitt kyn umfram önnur. Breytingin sé gerð til þess að ráðið geti betur sinnt hlutverki sínu sem hagsmunaafl allra stúdenta. Í til- kynningunni segir enn fremur að titlabreytingin sé smátt en mikil- vægt skref. Embættistitlar hafi áhrif á reynsluheim nemenda, bæði innan og utan ráðsins. Ráðið vonast til þess að með breytingunni fylgi vitundarvakn- ing o að stofnanir og fyrirtæki sem nota kynjað tungumál upp- færi það til að tryggja þátttöku og aðgengi allra. „Þau sem sitja í for- svari hafa vald til að leysa af hólmi kynjaða orðræðu innan stofnana og fyrirtækja,“ segir Elísabet Brynj- arsdóttir, forseti Stúdentaráðs, um málið. Elísabet viðurkennir að í fyrstu hafi hún hugsað til orðanna „Konur eru líka menn“. Málið sé hins vegar ekki svo einfalt. Hún segir að orð í tungumálinu séu gildishlaðin og vísi þannig meira í annað kynið, tungumálið sé frjótt og því sé engin ástæða fyrir því að nota titla sem eru kynjaðir. „Þessi breyting felur ekki í sér skerðingu til neins, aðeins að fleiri geta speglað sig í starfsheit- um sínum,“ bendir Elísabet á. – gþs Stúdentaráð gerir titla sína ókynjaða Elísabet brynj- arsdóttir, forseti stúdentaráðs. ViðskipTi Toll- ar á ýmsum matvörum frá ríkjum Evr- ópusambands- ins lækka 1. maí næstkomandi, þegar tollasamningur Íslands og ESB sem gerður var haustið 2015, tekur gildi. Tollar á hina ýmsu vöru- flokka falla niður, svo sem á pítsur, fyllt pasta, ýmsar súkkulaðivörur og kex. Oftast er um magntolla að ræða, fasta krónutölu sem leggst ofan á hvert kíló viðkomandi vöru. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda, segir að verð á viðkomandi vörum ætti að lækka eftir tollabreytinguna, lækkunin verði þó í einhverjum til- vikum ekki mikil. Hann bendir á að það taki tíma fyrir verðlækkanir að koma fram. – gþs Tollar á pítsur falla niður 1 3 . a p R í l 2 0 1 8 F Ö s T u D a g u R 2 F R É T T i R ∙ F R É T T a B l a ð i ð Má ég hundur heita ef þarna finnast fornleifar. Jón Hjaltason sagnfræðingur Fleiri myndir af Hinsegin dögum eru á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS Ugla Stefanía Jónsdóttir, Anna Kristjánsdóttir, Hörður Torfason og Margrét Pála Ólafsdóttir eru meðal þeirra sem prýða vagn Strætó bs. í tilefni af 20 ára afmæli Hinsegin daga. Hinsegin dagar voru settir í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR MENNING Alþjóðlegu mannúðar- samtökin Læknar án landamæra, MSF, munu taka þátt í tónleika- haldi breska tónlistarmannsins Eds Sheeran á Laugardalsvelli á morgun og sunnudag. Samtökin munu kynna störf sín með sýningu sem sett verður upp á tónleika- svæðinu. Þetta kemur fram í til- kynningu frá MSF. „Ég bauð MSF með í tónleika- ferðalagið til að sýna ykkur þá neyðaraðstoð sem þeir veita víðs vegar um heim, oft á hættulegustu og afskekktustu stöðum sem til eru. Ég bið um að þú takir þér tíma til að ræða við MSF og hjálpir þeim við að bjarga mannslífum með því að styðja starf þeirra,“ segir Sheeran. Sheeran kom til landsins í fyrri- nótt og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun hann dvelja dá góða stund á Ís landi og njóta ís- lenskrar náttúru. Mikil eftirvænting ríkir fyrir tónleikana. Ís leifur Þór halls son hjá Senu Live segir söluna á seinni tón leika Sheerans hafa tekið kipp á undan förnum dögum. „Ég veit auð vitað ekki hvort það verður upp selt en ef það verða 20-25 þúsund manns á seinni tón- leikunum erum við að tala um 50-55 þúsund manns í heildina en það eru 15 prósent af þjóðinni og það bara hlýtur að vera heims met,“ segir Ís leifur. – ab, oæg MSF fylgja Ed Sheeran Sheeran á tónleikum í Ungverja- landi í fyrradag. NORDICPHOTOS/GETTY 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 F -3 9 F 0 2 3 8 F -3 8 B 4 2 3 8 F -3 7 7 8 2 3 8 F -3 6 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.