Fréttablaðið - 09.08.2019, Síða 10
Ég hefði auðveld-
lega getað valið
30-35 manna hóp sem er
jákvætt, það segir að það séu
margir leikmenn sem hafa
staðið sig vel.
Jón Þór Hauksson
FÓTBOLTI Aston Villa staðfesti í
gær að félagið hefði komist að sam
komulagi við landsliðsmanninn
Birki Bjarnason um að rifta samn
ingi hans. Birkir mun því ekki leika
með liðinu í ensku úrvalsdeildinni
þar sem tímabilið hefst í kvöld.
Birkir kom lítið við sögu undir
lok tímabilsins í fyrra þegar Aston
Villa komst aftur upp í úrvalsdeild
ina eftir þriggja ára fjarveru og var
ljóst að tækifærin yrðu af skornum
skammti í vetur eftir að Villa samdi
við tólf leikmenn í sumar.
Íslensk i landsliðsmaður inn
samdi við Aston Villa í janúar árið
2017 og lék því í tvö og hálft ár með
félaginu. Alls lék Birkir 53 leiki fyrir
Aston Villa í öllum keppnum og
skoraði í þeim sex mörk.
Óvíst er hvert næsta skref Birkis
verður en hann hefur áður leikið
með Basel í Sviss, Pescara og Samp
doria á Ítalíu, Standard Liége í
Belgíu og BodØ/Glimt og Viking í
Noregi. – kpt
Birkir laus allra
mála hjá Villa
Birkir lék alls 53 leiki fyrir Aston
Villa. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Merkilegt nokk þá ríkir
spenna í Newcastle fyrir komandi
tímabili. Það er langt síðan það
hefur gerst. Þegar Steve Bruce var
kynntur sem stjóri fór allt í bál
og brand meðal stuðningsmanna
enn einu sinni. Nú ríkir bjartsýni
en sjö leikmenn komu til félagsins
meðal annars, Andy Carroll, uppá
haldsleikmaður margra stuðnings
manna. Félagið eyddi um 60 millj
ónum punda í nýja leikmenn og
skyndilega fór sólin að skína
á ný á Tyneside eftir heldur
dimma tíma. – bbh
Spenna á
Tyneside
Alan Shearer
að fagna.
Goðsögn í
Newcastle.
9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Ed Woodward er ekki sá
vinsælasti í Manchester eftir gær
daginn. Þá varð eitt vinsælasta
myllumerki Twitter #Woodward
Out en stuðningsmenn Manchest
er United gjörsamlega gengu af
göf lunum á tímabili á samskipta
miðlinum þegar ljóst var að það var
enginn að koma á lokadegi félaga
skiptagluggans.
Ed Woodward, framkvæmda
stjóri Manchester United, sem sér
um leikmannaskipti félagsins er að
verða að einhvers konar athlægi í
fótboltaheiminum en fátt sem
hann gerir endar vel fyrir Manc
hester United.
Vissulega var stoppað í götin sem
voru á vörn Manchester United
með tveimur risakaupum á Harry
Maguire og Aaron WanBissaka
en stuðningsmenn Manchester
United vildu meira. Þeir misstu
Ander Herr era og sóknarmann
inn Romelo Lukaku og fengu lítið
í staðinn þrátt fyrir orðróm um
annað.
Woodward hefur nú verið við
stjórnvölinn hjá einu stærsta félagi
heims í hartnær sex ár eftir að
hann tók við stjórnartaumunum
af David Gill árið 2013. Woodward
var áður í bankageiranum og starf
aði fyrir PricewaterhouseCoopers
og JP Morgan. Hann hjálpaði til við
að Glazerfjölskyldan eignaðist
Man chester United en það voru
fyrstu kynni hans af fótbolta.
Hann er sagður hugsa meira
um árangur utan vallar en innan
en engum dylst að Manchester
United þénar vel á samningum sem
Woodward gerir. Ótrúlegir samn
ingar við Adidas og Chevrolet sýna
það. Hann veitir sjaldan viðtöl og
síðasta stóra viðtalið við hann var
fyrir fjórum árum.
Margir leikmenn voru orðaðir
við Manchester United í þessum
glugga líkt og áður en Woodward
kom tómhentur til baka. Síðan
hann tók við stjórn félagsins
hefur það færst f jær Englands
meistaratitlinum og er á sínum
fjórða stjóra síðan Alex Ferguson
kvaddi. Honum var lýst af mörgum
sem sérfræðingi í klúðri. Allavega
innan vallar. Snilld hans utan hans
í markaðsmálum er óumdeild.
– bbh
Enn beinist athyglin að Woodward
Ed Woodward og Jose Mourinho. Merkilegt nokk vildi Woodward ekki
borga 60 milljónir fyrir Harry Maguire í fyrra að beiðni Mourinhos.
FÓTBOLTI Jón Þór Hauksson, þjálf
ari íslenska kvennalandsliðsins,
tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn
hann hefði valið í leiki Íslands gegn
Ungverjalandi og Slóvakíu í undan
keppni EM 2021. Þetta verða fyrstu
leikir Íslands í undankeppninni og
fara þeir báðir fram á Laugardals
velli og á sama tíma fyrstu móts
leikir Íslands undir stjórn Jóns Þórs
og Ians Jeffs. Þá eru þetta fyrstu
leikir liðsins á heimavelli eftir að
Jón Þór og Ian tóku við liðinu af
Frey Alexanderssyni síðasta haust.
Ísland hefur leik gegn Ungverja
landi fimmtudaginn 29. ágúst og
verður það í sjötta sinn sem liðin
mætast. Til þessa hefur Ísland
unnið alla fimm leikina, skorað
sautján mörk og aðeins fengið á sig
tvö, annað þeirra þegar liðin mætt
ust síðast árið 2013 og Ísland vann
41 sigur. Fjórum dögum síðar tekur
Ísland á móti Slóvakíu og er það
þriðja viðureign liðanna, til þessa
hefur Ísland unnið báða leikina og
skorað sex mörk gegn aðeins einu.
Íslenska kvennalandsliðið er að
reyna að komast inn í lokakeppni
Evrópumótsins fjórða skiptið í röð.
„Það er alltaf pressa á okkur að
vinna heimaleikina, við ætlum
okkur í lokakeppnina og það segir
sig sjálft að við þurfum að vera dug
leg að byrja riðilinn vel og gera vel á
heimavelli í þessari undankeppni.“
Tvær breytingar eru á lands
liðshópnum á milli leikja, Svava
Rós Guðmundsdóttir, framherji
Kristianstad, kemur aftur inn
í hópinn, eftir að hafa misst af
síðasta verkefni vegna meiðsla,
á kostnað Söndru Maríu Jessen,
leikmanns Bayer Leverkusen. Þá
kemur Cecilía Rán Rúnarsdóttir,
markvörður Fylkis, inn í hópinn
í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur
sem er ólétt og gefur því ekki kost á
sér. Cecilía sem fagnaði sextán ára
afmæli sínu á dögunum hefur verið
í U17 ára liði Íslands undanfarin ár
en er nú í fyrsta sinn kölluð inn í
landsliðið.
„Ég hef ekki unnið með Ceci
líu en er mjög spenntur fyrir því,
ég hef hitt og rætt við fólkið í
kringum hana í aðdraganda þess
að við völdum hana í hópinn. Hún
er auðvitað ung og óreynd á þessu
stigi en er með tvo reynslumikla
markmenn með sér sem eiga eftir
að hjálpa henni gríðarlega mikið. Í
Guðbjörgu erum við að missa bæði
frábæran markmann og frábæran
einstakling innan hópsins sem
er erfitt á þessum tímapunkti en
við gleðjumst fyrst og fremst fyrir
hennar hönd,“ sagði Jón Þór sem
sagðist aðspurður vera búinn að
ákveða hver stæði í markinu gegn
Ungverjalandi.
„Við erum búnir að taka ákvörð
un. Markmannsstaðan er gríðar
lega mikilvæg í fótbolta og þegar
við tökum við liðinu er Guðbjörg
nýbúin í stórri aðgerð vegna
meiðsla sem höfðu verið að plaga
hana í svolítinn tíma. Það var ekki
alveg ljóst hvernig hún kæmi aftur
úr þessari aðgerð eftir þessi meiðsli
og við fórum strax að skoða það
hvaða möguleikar væru í stöðunni
og að undirbúa það ef hún kæmi
ekki aftur sem hún gerði svo vel og
stóð sig frábærlega með okkur gegn
Finnum í sumar.“
Alls hefur íslenska kvennalands
liðið leikið átta leiki undir stjórn
nýja þjálfarateymisins sem hefur
nýtt tímann í að skoða vel hvaða
leikmenn yrðu fyrir valinu.
„Við höfum nýtt æfingaleikina
vel á þessu ári til að undirbúa þetta
verkefni, það hafa margir leikmenn
fengið tækifæri og náð að skoða
leikmenn í hinum ýmsu stöðum.
Hópurinn er núna tilbúinn, við
höfum allan tímann verið að undir
búa fyrir þessa undankeppni og
það er komin mikil eftirvænting
innan hópsins og hjá þjálfarateym
inu,“ sagði Jón Þór og hélt áfram:
„ Á milli allra leikja höfum
við breytt aðeins til en á sama
tíma höfum við haldið í ákveðinn
kjarna, það er góð blanda af ungum
og eldri leikmönnum í hópnum.
Auk þess er fullt af leikmönnum
utan hóps sem hafa staðið sig frá
bærlega í verkefnum með okkur.
Samkeppnin er mikil sem er
jákvætt fyrir þjálfara. Ég hefði auð
veldlega getað valið 3035 manna
hóp sem er jákvætt, það segir að
það séu margir leikmenn sem hafa
staðið sig vel.“
Cloé Lacassé, framherji ÍBV sem
fékk íslenskt vegabréf á dögunum,
er ekki komin með alþjóðlega leik
heimild og gat því ekki tekið þátt en
þetta staðfesti Jón Þór í gær. Hann
segist vera spenntur fyrir því að
vinna með Cloé sem þekkir vel til
Ians Jeffs, aðstoðarþjálfara Jóns
Þórs.
„Hún kom ekki til greina í þetta
verkefni en við þekkjum það vel
hvað hún getur fært okkur eftir
samstarf hennar og Ians í Eyjum
þannig að við vitum að hverju við
göngum. Hvenær sem það verður að
hún komi til greina þá munum við
skoða það.“
kristinnpall@frettabladid.is
Förum bjartsýn inn í leikina
Tilkynnt var í gær hvaða 23 leikmenn Jón Þór Hauksson hefur valið fyrir fyrstu undankeppni sína sem
þjálfari kvennalandsliðsins. Sextán ára markvörður, Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í hópnum í fyrsta sinn.
Jón Þór var bjartsýnn þegar landsliðshópurinn fyrir næsta verkefni var tilkynntur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
0
9
-0
8
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
F
-4
8
C
0
2
3
8
F
-4
7
8
4
2
3
8
F
-4
6
4
8
2
3
8
F
-4
5
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K