Fréttablaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 14
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Viltu birta minningargrein á frettabladid.is? Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is. Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot Okkar ástkæri Sigurvin Bjarnason flugstjóri lést af slysförum þann 27. júlí. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju 15. ágúst kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina Hellu. Svanhildur Jónsdóttir Ólöf S. Sigurðardóttir Bjarni Kristmundsson Jón Þór Sigurvinsson Guðrún Þorgeirsdóttir Berglind Ólöf Sigurvinsdóttir Jón Ómar Gunnarsson Kristín Björg Sigurvinsdóttir Ívar Elí Sveinsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Stefaníu Ragnheiðar Pálsdóttur Hrauntungu 6, Kópavogi, fjöllistakonu. Sverrir Arnar Lúthersson Jón Arnar Sverrisson Erla Sigurðardóttir Sigurður Valur Sverrisson Ragnar Sverrisson Oddný Guðnadóttir Auður Freyja Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskaða Einars Boga Sigurðssonar Suður-Reykjum 3, Mosfellsbæ. Kristján Ingi Jónsson Ágúst Rafn Einarsson Rakel Guðmundsdóttir Matthías Einarsson Clare Patricia Dilworth Erna Einarsdóttir Sigurður Ágúst Finnbogason Guðríður Einarsdóttir barnabörn og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, ömmu og langömmu, Þóru Valgerðar Antonsdóttur Friðþjófur Sigurðsson, Ólafur Þór Ólafsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Kristinsson stálsmíðameistari og slökkviliðsstjóri, lést á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi 6. ágúst síðastliðinn. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju miðvikudaginn 14. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á tækjasjóð slökkviliðs Stykkishólms, reiknnr. 0309-26-800, kt. 6202697009. Birna Sævarsdóttir Guðmundur Sævar Gunnar Björn Kristinn Einar Linda Bergmann tengdabörn og afabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og tengdadóttir, Ingiríður Blöndal Rjúpufelli 22, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala hinn 26. júlí sl. Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju þann 13. ágúst nk. kl. 15. Við viljum færa innilegar þakkir til allra sem hlúðu að henni í erfiðum veikindum. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Ljónshjarta. Hjálmar Diego Haðarson Soffía Erla, Jónas Bergmann, Hjálmar Arnar Sigríður og Jónas Blöndal Soffía Auður Diego og Höður Guðlaugsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og vinur, Ellý Sæunn Reimarsdóttir er látin. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum auðsýnda samúð. Inga Kristín Vilbergsdóttir Arnþór Örlygsson Íris Alma Vilbergsdóttir Linda Rós Vilbergsdóttir Reimar Árni Guðmundsson Sunneva Lynd Birgisdóttir Júlía Fanney, Ísabella Alexandra, Sóley Hvítfeld, Ellý Sæunn, Anna Lilja Örlygur Vilberg, Berglind Ylfa Halldór Reimarsson, Hlynur Reimarsson, Sigurbjörn Reimarsson og fjölskyldur Vilberg Pálmarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ragnar S. Halldórsson verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 7. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Margrét K. Sigurðardóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna H. Jónsdóttir Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason og barnabörn. Tuttugu ár eru síðan Voga­fjós opnaði fyrst dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Veitingastaðurinn er róm­aður, kýrnar skemmtilegar fyrir krakkana og útsýnið af pallinum engu líkt. Það er vissulega gaman að koma og skoða eina fegurstu sveit landsins og gott að smakka á því sem Vogafjós hefur upp á að bjóða. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, segir að þetta verkefni hafi aðeins undið upp á sig á jákvæðan máta. „Þetta var hugsað sem frekar rólegt og eitthvað kósí til að byrja með. Ein­ hvers konar hliðarverkefni en auðvitað reyndi maður að vanda sig og gera vel það sem maður var að gera,“ segir hún. Á afmælishelgi Vogafjóss var slegið upp veislu. Fyrst komu Hera og Bjössi Thor gítarleikari og tóku lagið um leið og nýbygging Vogafjóss var tekin í notk­ un. Á laugardeginum var opið hús þar sem múgur og margmenni mætti til að gleðjast með og hljómsveitin Hver tók síðan lagið um kvöldið. Boðið var upp á alls konar kræsingar úr eldhúsinu og kokteilar og annað f læddi frá barnum. Vogabú hefur verið í eigu sömu fjöl­ skyldu í yfir hundrað ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 nautgripir í fjósinu. Kaffi­ húsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en einnig er hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint af spena. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30. „Við höfum gert þetta hægt og bít­ andi. Erum búin að byggja við þrisvar og stækka á þessum 20 árum. En það hefur alltaf verið tekið í skrefum og ekkert óðagot,“ segir hún. Ólöf segir að hún horfi björtum augum á næstu 20 ár. Þau fyrri hafi verið það skemmtileg að það sé ekki nein ástæða til annars. „Ég held að við værum ekki í þessu ennþá ef okkur fyndist þetta ekki ennþá spennandi og skemmtilegt. Þetta er auðvitað gríðar­ lega mikil vinna og það þarf að leggja mikið á sig. Það eru engin sumarfrí í ferða­ þjónustunni. En þetta er eitthvað sem maður velur sér og fer í þennan gír. Ég lít ekkert endilega á þetta eins og ég sé alltaf í vinnu, þetta er það fjölbreytt þó auðvitað sé það misskemmtilegt sem maður er að fást við, en oftast er það nú eitthvað skemmtilegt sem maður er að fást við.“ benediktboas@frettabladid.is Vogafjós orðið tvítugt Vogafjós í Mývatnssveit er 20 ára og hefur þeim tímamótum verið fagnað með ýmsum hætti. Meðal annars var nýbygging tekin í notkun og stefnt er að frekari endurbótum. Efri röð f.v.: Einar og Hallgrímur Leifssynir, Skarphéðinn Reynir og Arnþrúður Anna Jónsbörn. Neðri röð f.v.: Gunnhildur Stefáns- dóttir, Leifur Hallgrímsson, Jón Reynir Sigurjónsson og Ólöf Hallgrímsdóttir. Fyrirsætan á borðinu heitir Kveikur. MYND/BB 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 9 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 F -4 3 D 0 2 3 8 F -4 2 9 4 2 3 8 F -4 1 5 8 2 3 8 F -4 0 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.