Fréttablaðið - 27.06.2019, Síða 15

Fréttablaðið - 27.06.2019, Síða 15
Öllum er ljóst að við erum að fást við faraldur lífsstílssjúk- dóma sem er tilkominn að hluta vegna þeirra nú- tímalegu þæginda sem við búum við. Teitur Guðmundsson læknir Mikilvægt að virkja börn í hreyfingu og útiveru Spjaldtölvur og snjalltæki fanga athygli margra barna og sumum getur reynst erfitt að fá börnin sín úr þessum tækjum. Sumarið er kjörinn tími til að virkja börn í útiveru. „Foreldrar ættu að hvetja börnin sín til að fara út að leika og eiga bein samskipti við aðra krakka sem skiptir verulegu máli varðandi félagslega færni. Þau hafa gott af því að nota hug- myndaflugið til að finna sér eitthvað að gera úti við og svo er auðvitað ekki úr vegi fyrir foreldra að skreppa út með börn- unum og rifja upp gamla leiki. Það getur verið svolítið skemmti- legt og styrkt tengslin við krakk- ana um leið,“ segir Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, ráðgjafi hjá For- vörnum og Streituskólanum. Hún segir það mikilvægt að takmarka skjátíma barna og unglinga og gott að gera það með því að miða við vissan tíma á dag. Eins sé sniðugt að draga úr notkuninni með því að setja reglur eins og að sleppa skjá- tækjum við matarborð, inni á baðherbergi, í bílferðum og klukkustund fyrir svefn. „Þegar litið er til æskilegs skjá- tíma fyrir börn er gott að skoða viðmið sem amerísku barna- læknasamtökin hafa gefið út. Þar er talað um að börn sem eru yngri en 18 mánaða ættu ekki að vera fyrir framan skjá nema þá í þeim tilgangi að eiga samskipti í gegnum myndspjall. Þá er mælt með að eldri börn horfi einungis á hágæða efni og þá með for- eldrum sínum sem útskýra fyrir þeim hvað þau séu að horfa á og hjálpi barninu að setja það í sam- hengi við umhverfi sitt allt eftir þroska þess.“ Hvað daglegan áhorfstíma varðar er hann ekki tilgreindur fyrir börn 18 mánaða til 2 ára. Hins vegar er miðað við klukku- stund á dag fyrir börn 2 til 5 ára. Börn sem eru 6 ára og eldri ættu að fá takmarkaðan tíma til að vera fyrir framan skjá. Foreldrum er ráðlagt að fylgjast með því sem börnin eru að gera við skjáinn og sjá til þess að skjátími komi ekki í veg fyrir nægan svefn og líkamlega virkni. „En það er einmitt viss kúnst að ná jafnvægi milli þessara þátta og þar gegna foreldrar mikilvægu hlutverki. Með því að kenna börnum heilbrigða og hóf- sama skjánotkun leggja foreldrar grunn að góðum venjum þegar kemur að heilsu barna sinna sem getur skipt miklu máli varðandi lífsgæði þeirra seinna á ævinni,“ segir Guðrún Katrín. Þegar maður horfir um öxl á tækninýj-ungar sem hafa orðið á undanförnum árum er ekki hægt annað en að dást að elju og uppfinningasemi okkar mann-anna. Margar af þessum nýjungum hafa valdið algerum straumhvörfum í lífi okkar, ekki síst á Vesturlöndum þar sem lífslíkur hafa aldrei verið meiri. Möguleikar læknisfræð- innar aukast ár frá ári í að takast á við sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál en þar leikur þróun með- ferða, lyfja og tækjabúnaðar aðalhlutverkin auk fjölda umhverfisþátta. En það er hægt að velta þessu á annan hátt fyrir sér og segja að þrátt fyrir ótrúleg tækifæri til að sigrast á sjúkdómum með tækninýjungum, þá geta þær haft hættuleg lýðheilsufarsleg vandamál í för með sér. Ef við skoðum þá hluti sem okkur þykja sjálfsagðir í dag og teljast til þæginda nútímans þá má segja að þar fari líklega einar hættulegustu upp- finningar fyrir heilsuna sem við þekkjum. Tökum sjónvarpið sem dæmi, uppfinningin er orðin rúmlega hundrað ára, en segja má að almenn notkun hafi byrjað fyrir nokkrum áratugum og í dag getum við varla hugsað okkur að vera án þess. Við eyðum vitaskuld mismiklum tíma á rassinum fyrir framan imbakassann en rannsóknir í Banda- ríkjunum sýna að meðaláhorf einstaklings er 34 klukkustundir á viku, en fer í allt að 48 klukku- stundir hjá 65 ára og eldri. Notkun tölvuleikja, spjaldtölva og snjallsíma hefur svo bæst við hjá yngri kynslóðinni og aukist verulega undanfarin ár. Það þarf engan lækni til að sjá samhengið á milli hreyfingarleysis, offitu, lífsstílssjúkdóma og sjónvarpsgláps. Öllum er ljóst að við erum að fást við faraldur lífsstílssjúkdóma sem er tilkominn að hluta vegna þeirra nútímalegu þæginda sem við búum við. Síminn er eldri uppfinning sem gjörbylti sam- skiptum milli fólks forðum og enn frekar þegar farsíminn kom og síðar veraldarvefurinn. Nú þykir ekkert tiltökumál að hverfa aftur til morslíkra sam- skipta með nýyrðum í sms-sendingum unglinga sem kalla mætti afturhvarf þróunarinnar. Streita og álag sem fylgir því að vera stöðugt í netsambandi, svara textaskilaboðum og tölvupósti ýta líklega undir félagslega einangrun, vanlíðan og gervinánd frekar en hitt og eykur örugglega ekki samskipta- hæfni einstaklinga. Fjarlægðin sem internetið veitir getur ýtt undir lægri hvatir, einelti og dómgreindar- leysi í nafnlausri umræðu hinna huglausu. Þá má ekki gleyma þörf okkar nútímafólks fyrir að sýnast á Facebook og eyða tíma í að „hnýsast“ í málefni náungans á áður óþekktan máta. Misvísandi upplýsingar um skaðsemi notkunar gera okkur enn erfitt fyrir en ljóst er að allar þær rafsegulbylgjur sem umlykja okkur allan lið- langan daginn ýta ekki undir heilbrigði okkar nema síður sé. Þá hafa umhverfisáhrif, reykingar, áfengi, mataræði, hreyfing, almennur aðbúnaður og aðgengi að heilbrigðisþjónustu sitt að segja. Tíðni krabbameina á heimsvísu samkvæmt World Cancer Research Fund er algengara í þróuðum löndum, en meðaltal allra meina er 1,7 sinnum hærra þar en í vanþróuðum ríkjum án þess að vitað sé um fullnægjandi skýringar. Sé horft til dauðsfalla á heimsvísu telur alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að rúmlega 60% þeirra megi rekja til svokallaðra lífsstílssjúkdóma og fara þær tölur hækkandi. Svo eru nýjar tölur sem segja okkur að við fáum einnig verulegan stoðkerfisvanda vegna notkunar slíkra tækja og jafnvel beinvöxt. Það má því með nokk- urri kaldhæðni segja að uppfinningarnar létti dag- legt líf og geri það þægilegra, en á sama tíma ýta þær undir leti, ofát og hreyfingarleysi sem drepur okkur í meiri mæli en við höfum áður þekkt. Þess vegna eru þessar uppfinningar hættulegar heilsunni. Verum meðvituð um jafnvægi og það að nýta þær okkur til góðs. Hugsum um heilsuna og eigið líf, berðu virðingu fyrir líkama þínum svo hann endist þér vel og lengi. Hættur fyrir heilsuna Þau einkenni sem oftast eru rakin til snjall-t æk ja not k u na r er u verkir í hálsi, herðum og brjóstbaki. Það er þó erfitt að alhæfa um þátt snjalltækja í öllum tilfellum. Að sitja í símanum er ekkert frábrugðið því að sitja og lesa eða sitja og sauma út. Þetta segir Gunnlaugur Jónasson, sjúkraþjálfari í Gáska. Höfuðið er þungt og hálsinn er mjór og fyrir hvern sentímetra sem við færum höfuðið fram eykst álag- ið á vöðva aftanvert í hálsinum við að halda því uppi um tvö kíló. Það er því talsvert auðveldara að halda 100 gramma síma uppi í augnhæð. Veigamesti þátturinn er þó tíminn sem við eyðum í tækjunum. „Við sjáum þessi tilfelli reglu- lega hjá okkur. En þegar við hand- fjötlum eitthvað eða vinnum með höndunum viljum við horfa á það sem við erum að gera og skiptir þá engu hvort við erum með síma, bók eða saumnál í kjöltunni. Sú vinnu- stelling hefur fylgt mannskepnunni í árþúsundir. Það er ekki skaðlegt að sitja stundum hokin með hang- andi höfuð í stutta stund. Þannig sátum við fyrir 30 árum þegar við lásum bækur og þannig sátum við líka fyrir 100.000 árum þegar við kveiktum eld. Það er ekki fyrr en við förum að gera það klukkutím- unum saman sem það getur farið að hafa skaðleg áhrif,“ segir Gunn- laugur. „Það sem skiptir ekki minna máli er hvað við gerum þegar við erum ekki í símanum. Sitjum við þá við skrif borðið fyrir framan tölvuna? Uppí sófa að horfa á sjónvarpið? Í bílnum? Það er kannski þetta sem gerir okkur einna helst frábrugðin fyrri kynslóðum og gerir þetta að vandamáli nú til dags. Kyrrsetan er vandamálið en ekki tækin sem við notum á meðan við sitjum kyrr. Líkaminn er hannaður til að vera á hreyfingu, ef við værum hönnuð fyrir kyrrstöðu þá hefðum við ekki fengið liðamót.“ Bein eru lifandi vefur. Við lang- varandi álag eða tog frá vöðvum getur beinmyndun vissulega aukist á tilteknu svæði og þekkist víðs- vegar í líkamanum. „Því má t.d. líkja við þegar húð er undir endurteknu álagi, þá mynd- ast sigg, rétt eins og í lófum þeirra Kyrrseta er vandinn Snjalltæki eru til mikilla þæginda í nútímalífi. Slæm líkamsbeiting er þó kannski ekki tækjunum sjálfum að kenna heldur þarf að minna á hreyfingu. sem vinna mikið í höndunum eða á fingurgómum gítarleikara. Það hvort slíkar beinmyndanir valdi verkjum er hins vegar allt annað Að sitja í símanum er ekkert frábrugð- ið því að sitja og lesa eða sitja og sauma út. Gunnlaugur Jónasson sjúkraþjálfari Guðrún Katrín Jóhannesdóttir ráðgjafi. mál og alls ekki sjálfgefið að svo sé. Í það minnsta liggja engar rann- sóknir fyrir sem sýna fram á skýrt orsakasamhengi þar á milli,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að það heyrist iðulega að sjúkraþjálfarar sem fáist við stoðkerfisvanda brýni rétta líkamsstöðu fyrir fólki en hins vegar sé þó engin staða það góð að það sé hollt fyrir líkamann að vera í henni endalaust. „Það sem er mikilvægast í álags- stjórnun er að viðhalda þeirri hreyfigetu sem við búum yfir eins lengi og kostur er til að draga úr líkum á óæskilegu álagi á líkamann seinna meir.“ TILVERAN 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.