Fréttablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 22
Mengandi ál-, járn- og kísil-
iðnaður tilheyrir fortíðinni
Róm – Ítalar hafa marga fjöruna sopið á langri leið. Landið varð fasismanum að
bráð 1922 og beið ósigur ásamt
Þjóðverjum og Japönum í síðari
heimsstyrjöldinni. Þá tók við
langt vaxtarskeið sem lyfti lífs-
kjörum Ítala þar til f lokkakerfið
sprakk af spillingu 1992-1994.
Meira en helmingur þingmanna
sætti ákæru fyrir lögbrot. Aðeins
einn gamall þingf lokkur starfar
enn undir óbreyttu nafni. Sumir
hugguðu sig við að Seðlabanki
Ítalíu hefði þó allavega hreinan
skjöld. Svo fór þó að Antonio Fazio
seðlabankastjóri 1993-2005 fékk
4ra ára fangelsisdóm 2011 fyrir
spillingu auk hárrar fjársektar (1,5
milljónir evra).
Silvio Berlusconi, þekktur
gangster og súlustaðasöngvari,
gekk á lagið. Hann var forsætis-
ráðherra Ítalíu í níu ár af 18 frá
1994 til 2011. Lífskjör Ítala hafa frá
aldamótum dregizt langt aftur úr
kjörum Frakka og einkum Þjóð-
verja. Spilling hamlar lífskjörum
og stöðugleika en hún hefur
dvínað síðan Berlusconi fór frá
völdum. Nú situr 66. ríkisstjórn
Ítalíu frá 1946.
Helmingi f leiri Ítalar treysta
þinginu í Róm (27% skv. Euro-
barometer) en Íslendingar treysta
Alþingi (18% skv. Gallup). Lýðræði
hrakaði á Ítalíu í stjórnartíð Ber-
lusconis en lýðræðiseinkunnin
sem Freedom House gefur ítölsku
lýðræði hefur haldizt á bilinu 88
til 90 frá 2010 á móti lækkun í 86 í
Bandaríkjunum nú og 94 á Íslandi.
Ítalar lifa ári lengur að jafnaði en
Íslendingar, eða 83 ár á móti 82
árum, og lengur en Kaninn (78 ár),
en það er önnur saga.
Stórþvottar
Hefjum þessa sögu í Svíþjóð. Bill
Browder heitir maður, höfundur
bókarinnar Eftirlýstur sem hefur
komið út á 25 tungumálum. Hann
segir farir sínar ekki sléttar. Hann
á von á að vera myrtur hvenær
sem er því hann stendur á bak
við efnahagsþvinganir Banda-
ríkjamanna og annarra gegn
rússnesku mafíunni. Krafan um
þvinganir var svar hans við því
að lögfræðingur hans og vinur,
Magnisky að nafni, lét lífið sak-
laus í rússnesku fangelsi fyrir
nokkrum árum. Nú segir Browder
að Svíar áræði ekki að rannsaka
á eigin spýtur fjárböðunina í
Swedbank sem sænska ríkis-
sjónvarpið af hjúpaði í vetur leið
heldur vilji þeir láta rannsóknina
fara fram á vegum ESB eins og
þeir séu bangnir við Rússa. E.t.v.
skiptir það máli að Swedbank
varð á sínum tíma til við sam-
runa nokkurra sparisjóða sem
voru tengdir Jafnaðarf lokknum
sem stjórnar nú landinu. Göran
Persson fv. forsætisráðherra er
nýkjörinn formaður í bankaráði
Swedbank. Vonandi er hann ekki
á sömu leið og Gerhard Schröder
fv. kanslari Þýzkalands sem hefur
auðgazt á þjónustu við rúss-
nesk orkufyrirtæki og Tony Blair
fv. forsætisráðherra Bretlands
sem hefur selt stjórnarherrum í
Kasakstan ráðgjöf fyrir milljónir
punda. Einn jafnaðarmaðurinn
enn, Dominique Strauss-Kahn, fv.
framkvæmdastjóri AGS, hefur selt
hliðstæða ráðgjöf í Kongó.
Þeir sem sölsa undir sig auð-
lindir almennings í Rússlandi,
Kasakstan, Kongó og víðar þurfa
á hjálp merkismanna að halda til
að baða tvennt í senn: illa fengið
fé og eigið orðspor. Fv. stjórn-
málamenn eru sumir eftirsóttir
til slíkra stórþvotta.
Ný fjárböðunarvísitala
Þrátt fyrir nýleg fjárböðunar-
hneyksli í Svíþjóð (Swedbank)
og Danmörku (Danske Bank)
eru bæði löndin líkt og Finnland
og Noregur í hópi þeirra landa
sem teljast ólíklegust til að baða
illa fengið fé. Þetta er niðurstaða
stofnunar í Basel í Sviss sem
birtir slíkar vísitölur (e. Basel
Anti-Money Laundering Index)
reistar á upplýsingum um fjár-
böðun og viðnám stjórnvalda
gegn henni. Ísland hefur færzt
niður listann og fær nú lakari
einkunn en Bretland, þekkt
fjárböðunarbæli, en þó skárri en
Ítalía. Einkunn Íslands (4,6) er
einnig mun lakari en einkunnir
annarra Norðurlanda (2,6 til 4,1).
Skalinn teygir sig frá 2,6 (Finn-
land, gott) til 8,3 (Afganistan,
ekki gott). Íslenzk stjórnvöld
virðast ekki hafa tekið alvarlega
áskoranir innan þings og utan
um að láta rannsaka ábendingar
um fjárböðun föllnu bankanna
fyrir Rússa, m.a. í ljósi fullyrðinga
rússneska auðjöfursins Borisar
Berezovsky í viðtali við Sky-sjón-
varpsstöðina áður en hann lézt
við dularfullar kringumstæður
í London. Seðlabanki Íslands
vanrækti skyldu sína til að krefja
menn um upprunavottorð fyrir
gjaldeyrinn sem bankinn bauð
til landsins á kostakjörum eftir
hrun. Bankinn hefur nú sölsað
undir sig Fjármálaeftirlitið með
fulltingi Alþingis eins og til að
bíta höfuðið af skömminni.
Svik samábyrgðarinnar
Þeir sem láta greipar sópa um
sameignarauðlindir og geyma
afraksturinn í skattaskjólum
þurfa að gæta að því að þolin-
mæðin gagnvart þeim er víða á
þrotum. Í hittiðfyrra fékk sonur
Obiangs forseta Miðbaugs-Gíneu,
sem er jafnframt varaforseti
landsins, dóm í París fyrir fjár-
svik. Franskir dómstólar virðast
nú líta efnahagsbrot hátt settra
manna og vel tengdra alvar-
legri augum en áður, eða eins
og Bjarni Benediktsson skrifaði
Pétri bróður sínum 1934: „Dagar
linkindarinnar og svika sam-
ábyrgðarinnar hljóta að fara að
styttast.“
Linkind gagnvart fjárböðun
Þorvaldur
Gylfason
Í DAG
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F I M M T U D A G U R 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9
Þjóðskáldin hafa lýst því hvernig okkur Íslendingum er illmögulegt að ræða kjarna
mála. Nú síðast Hallgrímur Helga-
son í 60 kílóum af sólskini: „Og
þannig var þjóðlífið allt. Engin
plön náðu lengra en fram á kvöld
og engin ákvörðun var endanleg,
öll samtöl án niðurstöðu.“
Sjaldan hefur þessi sannleikur
birst með augljósari hætti en und-
anfarnar vikur á Alþingi. Annars
vegar í lopaspuna Miðflokksmanna
daga og nætur sem var samt ómögu-
legt að skýra mál sitt. Hins vegar
skiluðu allir aðrir á þinginu auðu í
leitinni að kjarna málsins með því
að staglast á: „Enginn sæstrengur án
samþykkis Alþingis.“
Eigum við að bjarga heiminum?
Pólitíkusarnir virðast ætla að verða
síðastir til að skilja að við Íslending-
ar höfum gullið tækifæri til að taka
mikilvæg skref til að bjarga vistkerfi
heimsins og auka um leið hagsæld í
landinu.
Jöklarnir bráðna svo hratt að
vatnsrennsli á virkjanasvæði
Landsvirkjunar hefur aukist um
8% og mun aukast mikið á næstu
áratugum. Ergo, stóraukin raf-
mag nsf r a m leiðsla núver a nd i
jökulvatnavirkjana. Aukið vatns-
afl frá jökulám skapar tækifæri til
að friða allar bergvatnsár á Íslandi,
fyrir framtíðarkynslóðir og mikil-
vægasta atvinnuveg þjóðarinnar,
ferðamannaiðnaðinn.
Það eru vindmyllugarðar á teikni-
borðinu sem munu framleiða 400-
500 MW. Hið besta mál að nýta
umhverfisvænustu og sennilega
hagkvæmustu leiðina til raforku-
framleiðslu. Við gætum framleitt
þúsundir megavatta með vindorku
hér á fallegasta rokrassi heimsins.
Stærsta skref okkar til að bjarga
vistkerfi jarðarinnar er að loka
víðasta kolefnispúströri landsins;
stóriðjunni. Þá losnar mikil orka úr
læðingi.
Í framtíð margfalt meiri orku-
framleiðslu rafvæðum við Ísland,
samgöngur, iðnað, sjávarútveg og
ræktum hér heima það sem við
þurfum, en jafnvel þá verður mikið
eftir.
Hvað á að gera við orkuna?
Mengandi ál-, járn- og kísiliðn-
aður tilheyrir fortíðinni. Bitcoin-
námurnar eru að tæmast og gagna-
risarnir Google og co. hafa sett
sig niður í löndum með öruggara
gagnasamband. Það er ekki góð við-
skiptahugmynd og óumhverfisvæn
að rækta hér ávexti og grænmeti og
f lytja um langan veg þar sem kjör-
aðstæður eru til ræktunar. Kaffi til
Brasilíu?
Sæstrengur er í dag eina leiðin í
sjónmáli. Fjárfestar eru þegar byrj-
aðir að tryggja sér orkunýtingar-
réttindi, margfalt hærra orkuverð
handan hafsins freistar.
Það er góður kostur fyrir þjóðina
að hámarka afrakstur orkunnar og
vernda umhverfið með sæstreng.
Hærra orkuverð á Íslandi verður
auðvelt að jafna t.d. með lægri skött-
um eða borgaralaunum, ef ríkið á og
rekur orkufyrirtækin. Ef einkafyrir-
tæki taka til sín megnið af arðinum
líkt og nú er raunin í sjávarútvegi
og orkunýtingu mun almenningur
ekki njóta ávaxtanna líkt og Norð-
menn gera.
Hér heima og í Evrópusamband-
inu eru einkvæðingarsinnar áfjáðir
í að komast í orkuauðinn. ESB er líkt
og hægri flokkarnir hér heima gegn-
sýrt af frjálshyggjuhugmyndum um
einkavæðingu á grunnstoðum sam-
félagsins.
Það sem Alþingi ætti að ræða
daga og nætur í allt sumar, og alla
vetur er:
Hvernig björgum við vistkerfi
jarðarinnar með umhverfisvænni
orku og tryggjum almenningi arð-
inn af auðlindum sínum? Það er
kjarni málsins.
Leitin að kjarna málsins
Sverrir
Björnsson
hönnuður