Fréttablaðið - 27.06.2019, Side 57

Fréttablaðið - 27.06.2019, Side 57
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000 Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Torg. ehf ÚTSALAN Allt að 50% afsláttur! Skoðaðu öll tilboð in á byko.is er hafin! REIÐHJÓL -25-30% • REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR -25% • GARÐHÚSGÖGN -28% SLÁTTUVÉLAR -25-30% NAPOLEON GASGRILL -25-30% • BROIL KING GASGRILL -25-30% • KOLAGRILL -25-50% • EINHELL GARÐVERKFÆRI -30-40% • SLÁTTUORF -25-40% • HEKKKLIPPUR -25-30% • GREINA- OG MOSA- TÆTARAR -25-30% • KEÐJU-SAGIR -25-30% • BLÓM, TRÉ OG RUNNAR -30% • LJÓS -25% • GJØCO INNIMÁLNING -25% • FRÆ -40% •GEISLAHITARAR -30% • KAMÍNUR -30% • BLÓMAPOTTAR OG GARÐSKRAUT -30% • PLASTBOX -35% • FERÐATÖSKUR -40% • LEIKFÖNG -35% • KÖRFUBOLTASPJÖLD OG STANDAR -25% • TRAMPOLÍN AUKA-HLUTIR -30% • HARÐPARKET -20% • MOTTUR OG DREGLAR -25% JÁRNHILLUR -20% • ÁLTRÖPPUR OG STIGAR -20% • JÁRNBÚKKAR -20% • VERKFÆRBOX OG -SKÁPAR -20% • POTTAR OG PÖNNUR -25-40% OG MARGT, MARGT FLEIRA! Ánægðustu viðskiptavinirnir 2 ár í röð! Auðvelt að versla á byko.is Útsölublað á byko.isKík tu á netið! Teriyaki-gljáðir kjúklingastrimlar og sætlaukssósa. TERIYAKI Lífið er stórfurðulegt ferðalag. Maður veit aldrei hvaða stefnu það tekur. Sumt er þó hægt að sjá fyrir einfaldlega með því að skoða hvað aðrir hafa gengið í gegnum. Tilfellið er að við erum flest nánast eins. Ég las nýverið bók sem er góð leiðarlýsing á lífsferðalaginu. Þar eru sannarlega boðuð góð tíðindi alla vega hvað mig, miðaldra karl- mann, varðar. Bók þessi heitir Hamingjukúrfan (The Happiness Curve) og þar voru m.a. rannsökuð gögn sem mældu hamingju fólks í fjölda landa víðs vegar um heim. Það hlýtur að vera markmið okkar allra að öðlast einhvers konar hamingju, frið og gleði í þessari bar- áttu og táradal sem lífið er á köflum. Því skulum við byrja á slæmu frétt- unum. Þær eru að hamingja okkar fer stöðugt minnkandi frá þrítugs- og fertugsaldri og nær botninum einhvers staðar í kringum 40-50 ára aldurinn. Á þeim tímapunkti erum við stödd í hálfleik lífsins, þ.e. ef við náum meðalaldri. Góðu fréttirnar eru þær að eftir fimmtugt fer þetta allt að verða bærilegra og hamingjan fer vaxandi og nær hámarki einhvers staðar í kringum 70 ára aldurinn. (Talandi um að toppa á réttum tíma.) Samkvæmt rannsóknum er eldra fólk líklegra til að sneiða hjá neikvæðni og hefur betri stjórn á tilfinningum. Eins fer þjóðfélagsleg staða að skipta miklu minna máli og maður fer víst að finna til þakk- lætis. Þá væntanlega fyrir að vera enn á lífi. Þannig að þegar þú horfir á hrukkur undir augunum, grá hár og þyngdaraflið aflaga líkamann, skaltu muna að þetta er fórnar- kostnaður þess að vonandi líði þér betur í dag en í gær. Þegar loks kemur að því að þú farir að njóta ævikvöldsins, þá muni þér mögu- lega bara líða nokkuð vel. Hamingja Kolbeins Marteinssonar BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.