Fréttablaðið - 15.08.2019, Page 20

Fréttablaðið - 15.08.2019, Page 20
Ég fór eitt sinn í fínt afmælis-boð þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara og kjúkling úr betri kjötverslunum bæjarins. Með þessu var tilheyr- andi brauð, ferskt salat og annað grænmeti. Þegar ljóst var að gest- irnir höfðu borðað nægju sína tók gestgjafinn sig til og hreinsaði af öllum matarbökkunum afgangana sem voru heilu hamborgarabuffin, kjúklingalundirnar og nýskorið salat. Hann henti þessu öllu beint í ruslið. Mér varð ómótt þegar ég varð vitni að þessu, en sagði ekkert, því ég hafði heyrt að hann borðaði ekki afganga. Þegar ég er með afmæli og sé að við fjölskyldan komumst ekki yfir afgangana áður en þeir úldna þá býð ég gjarnan gestum að taka mat með sér heim eða ég frysti þá eða kem þeim út í önnur hús. Ég reyni að henda ekki mat ef ég mögulega kemst hjá því. Ástæðuna ættu f lest allir í upplýstu samfélagi að þekkja. Hún er umhverfisins vegna, almenn sóun, auk þess er illa farið með þá fjármuni sem hefur verið varið í matvælin. Nú hafa nokkrar verslanir tekið það upp að selja matvæli og aðra dagvöru á niðursettu verði ef hún er að nálgast síðasta söludag sem er mjög jákvætt. Þó vitum við enn um læsta sorpgáma á bak við verslanir fulla af nýtanlegum mat- vælum. Gætum við ekki gert verslunum skylt að reyna fyrst að gefa mat- væli sem þær telja sig þurfa að henda áður en þau lenda í sorp- gámunum? Þetta er hægt að gera með því að láta matvælin standa í körfum fyrir utan eða í anddyri verslananna eða með því að gefa þau til hjálparstofnana eða félaga- samtaka. Því síðasti söludagur þýðir oftast að framleiðslufyrir- tækið geti ekki ábyrgst ferskleika vörunnar lengur en dagsetningin gefur til kynna en ekki að varan sé úldin eða ónýtanleg. Hendum ekki afmælisafgöngum, gefum gestum með sér heim. Gefum vörur sem eru útrunnar. Ég er viss um að fjölmargir myndu nýta sér það, umhverfinu og pyngj- unni til góðs. Hendum ekki afmælisafgöngum – verslunum verði skylt að gefa Það var mikið gleðiefni, þegar lesa mátti þetta í stjórnar-sáttmála nýrrar ríkisstjórnar: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúr- an er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endur- skoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spen- dýrum.“ Þarna voru Vinstri grænir greinilega á ferð. Gott fólk. Gott mál. Gleðidagur. Fannst manni. En það er eitt að hafa stefnu og annað að standa við hana, og, því miður hafa Vinstri grænir ekki stað- ið við neitt af því, sem ofangreind stefna markar. Þessi gleði varð því skammvinn og endaslepp, og minnist undirritaður vart annarra eins vanefnda og hjá VG í þessum málaf lokki. Vinstri grænir höfðu skýra stefnu í hvalveiðimálum fyrir kosningar. Á f lokksþingi 2015 var samþykkt, að stefna skyldi einarð- lega að stöðvun hvalveiða. Því miður fór þetta samt svo, að á þessu herrans ári hefur sjávar- útvegsráðherra – auðvitað með fulltingi forsætisráðherra og ríkis- stjórnar allrar, ekki fer hann einn með stærri stjórnunarmál – slegið öll met í setningu reglugerðar til hvalveiða; veiða má 2.130 lang- reyðar og hrefnur 2019-2023. Skammarlegt met það fyrir VG. Og nú virðist umhverfisráðherra VG, undir stjórnarforystu VG, vera að slá enn eitt metið; Norðurlandamet í illri meðferð hreindýra. 1. ágúst máttu hreindýraveiði- menn byrja að drepa hreindýrskýr, í byrjun frá 2ja mánaða gömlum kálfum þeirra, allt að 1.043 kýr, en kálfarnir fæðast í seinni hluta maí, og eru því kálfaskinnin rétt farin að standa vel í fæturna, þegar farið er að drepa þá frá fullmjólkandi mæðrum þeirra. Ef bæði lifa, drekkur kálfur minnst í 5-6 mánuði og fylgir móður sinni fram á næsta vor. Ákvörðun um, hvenær dráp á hreindýrskúm megi hefjast, er í höndum umhverf- isráðherra, en honum til ráðgjafar standa Umhverfisstofnun og Nátt- úrustofa Austurlands. Það ótrúlega við þetta kerfi er þó það, að greiðsl- ur fyrir veiðileyfi, sem nema hvorki meira né minna en 150 milljónum króna á ári, renna til Umhverfis- stofnunar, sem heldur um helmingi fjárins, og svo að nokkrum hluta til Náttúrustofu Austurlands. Þurfa þessar stofnanir því á mestum mögulegum veiðum og lengstum mögulegum veiðitíma að halda til að tryggja fjárhagslega afkomu sína. Þetta veiðkerfi, sem einhver skynlítill og ógæfulegur ráðherra kom á og aðrir svipaðir viðhéldu – væntanlega með dyggum stuðningi veiðimanna, en hjá þeim virðist fátt gilda, nema að drepa sem fyrst og mest af þessum saklausu, tignarlegu og varnarlausu dýrum, veiðigleði sinni og drápsfýsn til fullnægingar – þýðir því í reynd, að þeir menn og þær stofnanir, sem eiga að gæta verndar og velferðar dýranna, þurfa að standa að sem umfangsmestu drápi þeirra til að tryggja eigin fjár- hagsafkomu. Ef hægt er að tala um snillinga í heimsku eða ljótum leik, þá á það við um höfunda þessa kerfis. Því miður fyrirfinnast veiðifíklar í öðrum löndum líka, og mætti kannske ætla, að þetta veiðilið, t.a.m. á Norðurlöndunum, sé ekkert skárra en veiðifíklar hér. Í Noregi má þó ekki byrja að drepa hreindýrskýr fyrr en 20.  ágúst, og stendur veiðitími hreindýra þar aðeins til 10. sept- ember. „Árásartíminn“ á saklaus og varnarlaus dýrin, með því hræði- lega álagi, ofsahræðslu og öngþveiti, sem honum fylgir, stendur því „aðeins“ í 21 dag. Þar sem kálfar fæðast nokkru fyrr í Noregi en hér – það vorar þar fyrr – eru þeir því a.m.k. 3ja mánaða, þegar dráp mæðra þeirra hefst. Höfum við, í Jarðarvinum, lagt hart að umhverfisráðherra, að hann fylgi a.m.k. þessu fordæmi Norðmanna, en, því miður, höfum við talað fyrir daufum eyrum. Hér eru yngstu kálfar sem sagt 2ja mánaða, og ekki nóg með það, held- ur er farið að drepa feður þeirra hér 15. júlí, þegar yngstu kálfar eru rétt 6 vikna, en auðvitað fara skotárásir á tarfa ekki fram hjá öðrum dýrum í hópnum – kálfum jafnt og sem kúm – með þeirri skelfingu, sem þeim fylgir. Hér halda hreindýra- veiðar síðan áfram til 20. septem- ber, og stendur því haustveiðitími í 67 daga. Elgir eru líka af hjartarætt. Elgs- kálfar fæðast á sama tíma í Svíþjóð og hreindýrskálfar í Noregi; um miðjan maí. Elgsveiðar hefjast þó ekki þar fyrr en 3. september, þegar yngstu kálfar eru minnst 3,5 mán- aða, og standa til 25. september, í 22 daga. Dádýr eru líka náskyld hrein- dýrum. Í Svíþjóð fæðast kálfar líka um miðjan maí. Dádýrskýr má hins vegar ekki fara að veiða þar fyrr en 1. október; þegar yngstu kálfar eru um 4,5 mánaða. Allir, sem eitthvað þekkja til spendýra, vita, að það er mikill munur á burðum 2ja mánaða og 3-4 mánaða ungviðis. Tekur ung- viðið miklum framförum 3ja og 4ða mánuðinn, og styrkist til muna. Má merkja þetta t.a.m. á hvolpum, kálfum og folöldum. Þetta virða Norðmenn og Svíar, enda gildir hjá þeim veiðisiðfræði, sem hér virðist óþekkt, og telst það í góðu lagi, að setja 2ja mánaða hreindýrskálfa út á Guð og gaddinn. Hvar er gott hjartalag okkar Íslendinga gagnvart dýrum og öðrum lífverum eiginlega komið? Norðurlandameistarar í dýraníði? Ole Anton Bieltvedt stofnandi og formaður Jarðarvina Ef hægt er að tala um snill- inga í heimsku eða ljótum leik, þá á það við um höf- unda þessa kerfis. Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þessar greinar margt sameiginlegt og hafa möguleika til að vaxa með góðri samvinnu. Hvergi í heiminum eru stundaðar jafn miklar sleppingar á seiðum Atl- antshafslax í þeim tilgangi að efla laxveiði í ám eins og á Íslandi. Slíkar aðferðir eru í raun nátengdar fiskeldi enda eru seiðin alin í eldisstöðvum. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða- hafrannsóknaráðsins (ICES) eru villtir laxastofnar skilgreindir sem „stofnar sem viðhalda sér sjálfir með engum eða afar takmörkuðum sleppingum seiða úr eldi“. Það er því spurning hvort umfangsmiklar sleppingar breyti flokkun viðkom- andi laxastofna í íslenskum ám. Hvernig fer val á villtum laxi fram fyrir frjóvgun og ræktun í eldisstöðv- um? Þegar villtur fiskur er tekinn til frjóvgunar er valinn mjög lítill hluti stofnsins. Eins og gefur að skilja hefur slíkt val, sem oft er byggt á stærð fisksins, áhrif á genasamsetningu stofns í viðkomandi laxveiðiá. Sjálfur er ég hvorki á móti seiða- né hrognasleppingum í laxveiðiár og þá sérstaklega á svæðum þar sem erfitt eða ómögulegt er fyrir villta laxastofna að dafna. En það gefur augaleið að slíkar sleppingaað- gerðir, jafnt sem framkvæmdir á borð við stíflugerð og laxastiga og jafnvel sportveiði, ættu varla að flokkast undir „náttúruvernd“ ólíkt því sem haldið hefur verið á lofti í fjölmiðlum og af hálfu sumra af sam- tökum veiðiréttarhafa undanfarið. Einnig hefur komið fram að Haf- rannsóknastofnun hyggist nú taka við fjárframlögum frá auðkýfingn- um Jim Ratcliffe. Vonandi verða þau framlög til þess að hjálpa stofnun- inni að sinna af hlutleysi lögbundnu eftirlitshlutverki sínu varðandi mál- efni laxeldis. Ég undrast hins vegar þögn aðila eins og Náttúruverndarsamtaka Íslands um þessa hluti. Þess má geta að þau hafa ekki þegið boð okkar um viðræður eða um að koma í heimsókn til að kynna sér fiskeldi á Vestfjörðum. Samtökin hafa af ein- hverjum ástæðum skipað sér í flokk með veiðiréttarhöfum þrátt fyrir þau inngrip sem þeir standa fyrir og rakin voru hér. Getur verið að þessar fyrirhuguðu stórframkvæmdir í uppbyggingu sportveiði verði að veruleika án umhverfismats og án athugasemda af hálfu náttúruverndarsamtaka hér á landi? Fiskeldi og sportveiði Hlutfall fyrstu kaupenda af heildarfjölda íbúðarkaup-enda hefur farið stöðugt vaxandi á síðastliðnum misserum og árum að því er fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúða- lánasjóðs. Það eru mjög jákvæðar fréttir og sýna að nú sé orðið auð- veldara en áður fyrir stærri hóp að safna fyrir útborgun í íbúð. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eitt af lykilatriðunum í yfir- lýsingu stjórnvalda um stuðning við lífskjarasamninga aðila vinnu- markaðarins frá því í vor var að auð- velda ungu fólki og tekjulágum að komast inn á fasteignamarkaðinn. Betur má ef duga skal Þetta er vissulega fagnaðarefni en betur má ef duga skal. Í skýrslu sem verkefnisstjórn, sem ég skipaði til að fjalla um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn, skilaði af sér í vor, kom fram að þröskuldur ungs fólks og tekjulágra inn á hús- næðismarkað væri enn of hár. Þrátt fyrir aukinn kaupmátt og sögulega lága raunvexti. Í félagsmálaráðu- neytinu er því unnið að því, í sam- starfi við Íbúðalánasjóð og aðila vinnumarkaðarins, að útfæra enn frekari úrræði til stuðnings fyrstu kaupendum og tekjulágum. Hinir tekjulægstu mega ekki gleymast Húsnæði er grunnþörf allra og það er óábyrgt ef við skiljum stóra hópa eftir á húsnæðismarkaði. Leigu- markaðurinn nærri því tvöfaldaðist í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og samkvæmt könnun Íbúða- lánasjóðs telja 92% leigjenda það óhagstætt að leigja og einungis 8% telja sig geta farið af leigumarkaði innan sex mánaða. Þá er ótalið allt það fólk sem missti húsnæði sitt í efnahagshruninu og hefur ekki komist inn á fasteignamarkaðinn á nýjan leik. Í mörgum tilfellum nær það fólk einfaldlega ekki að brúa bilið sem til þarf til að leggja fram 20-30% eigið fé við kaup á íbúð. Þessir hópar mega ekki gleymast. Félagsmálaráðuneytið vinnur að margvíslegum fleiri aðgerðum til að stuðla að auknu jafnvægi og stöðug- leika á húsnæðismarkaði. Nýlega var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tilraunaverkefni á vegum Íbúðalán- sjóðs til þess að bregðast við vanda sveitarfélaga á landsbyggðinni. Bind ég miklar vonir við að það geti orðið til þess að rjúfa stöðnun í atvinnumálum landsbyggðarinnar þar sem skortur á hentugu íbúðar- húsnæði hamlar oftar en ekki upp- byggingu atvinnulífs í héraði. Á næsta þingi hyggst ég síðan mæla fyrir umfangsmiklum breyt- ingum á lögum sem varða húsnæð- ismál. Þar á meðal eru breytingar á lögum um almennar íbúðir sem þegar hafa verið kynntar en þær felast meðal annars í breytingum á tekju- og eignamörkum þannig að f leiri eigi kost á að leigja og búa í almennum leiguíbúðum. Sömu- leiðis eru fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum til að tryggja enn betur réttarstöðu leigjenda. Með fyrirhugaðri sameiningu Mannvirkjastofnunar og þess hluta Íbúðalánasjóðs sem snýr að fram- kvæmd húsnæðisstuðnings stjórn- valda verður til ný öflug húsnæðis- stofnun. Stofnunin fær það hlutverk að framfylgja stefnu stjórnvalda um að almenningur hafi ávallt aðgang að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu. Sú krafa kom jafnframt skýrt fram í lífskjarasamningunum. Framangreindar aðgerðir eru skref í þessa átt. Aðgerðir á húsnæðis- markaði að skila árangri Húsnæði er grunnþörf allra og það er óábyrgt ef við skiljum stóra hópa eftir á húsnæðismarkaði. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamála- ráðherra Sigurður Pétursson fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish á Vestfjörðum Ellen Calmon varaborgarfull- trúi og fulltrúi í framkvæmda- stjórn Sam- fylkingarinnar 1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 6 -A D 0 C 2 3 9 6 -A B D 0 2 3 9 6 -A A 9 4 2 3 9 6 -A 9 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.