Fréttablaðið - 15.08.2019, Síða 30

Fréttablaðið - 15.08.2019, Síða 30
FÓTBOLTI Ný skýrsla frá Starlizard Integrity Services, í samstarfi við Stats perform og TXOdds, sýnir örlitla fækkun á grunsamlegum veðmálum tengdum fótbolta. Tveir leikir, f lokkaðir í A-f lokk, koma þó í fyrsta sinn fyrir í skýrslunni vegna gruns um spillingu. Aldr- ei áður hefur leikur í þeim f lokki komið fyrir í skýrslu af þessu tagi. Í A-f lokki teljast leikir á HM og aðrir stórleikir. Alls voru 377 leikir merktir sem grunsamlegir í skýrslunni en þeir voru 397 fyrir árið 2017. Mun f leiri leikir voru þó skoðaðir í fyrra. Alls voru skoðaðir yfir 62 þúsund leikir í 115 löndum sem þýðir að í aðeins 0,61 prósenti leikja sem voru skoðaðir var grunur um að leyndist óhreint mjöl í pokahorninu. Leik- irnir ná frá karla- og kvennaf lokki og niður í unglingaf lokk. Flestir leikir voru skoðaðir í Evr- ópu eða 35.469 og voru 227 merktir sérstaklega vegna gruns um spill- ingu. Af þeim 377 leikjum sem merktir voru vegna gruns um spillingu voru 58 í yngri f lokkum. Skýrslan nafngreinir ekki deild eða leiki en tekur fram að í einni unglinga- deild í Evrópu hafi verið gríðarlega mikið veðjað á úrslit. 47 landsleikir voru merktir, þar af fimm af tíu landsleikjum hjá einu landsliði á árinu. Grunsemdir um spillingu eru sem fyrr mestar í Asíu samkvæmt skýrslunni. Í könnun sem Leikmannasam- tökin létu gera meðal leikmanna í efstu deild hér heima, og 191 leikmaður tók þátt í, kom fram að rætt hefði verið við átta leikmenn á þessu ári um að úrslitum hefði verið hagrætt, eða fjögur prósent. Sama prósentutala var í könnun ársins 2016. – bb Orkan sem hefur farið í þetta hjá öllum er mikil og vonandi getum við nú beint henni annað og orðið betri í íþróttinni. FÓTBOLTI Leikur FH og KR í und- anúrslitum Mjólkurbikarsins hófst klukkan 18 en í Kaplakrika eru engin flóðljós og því þurfti að hafa snör handtök eftir vinnu í gær til að ná á leikinn. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé ekki á döfinni að koma upp f lóðljósum, annað sé í forgangi. Í f undargerð innkauparáðs Reykjavíkur frá því í júlí kemur fram að Þróttur og Leiknir séu að endurnýja vallarlýsingu á sínum völlum og er kostnaðaráætlun 65 milljónir króna. Eftir verslunar- mannahelgi er yfirleitt spilað á völlum sem ekki hafa f lóðlýsingu mun fyrr að deginum, þótt leik- dagarnir séu yfirleitt um helgar en það er ekki algilt. Á mánudag mæta Víkingar í heimsókn í Frostaskjól og hefst leikurinn klukkan 18 en þar eru engin f lóðljós á meðan viðureign Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 undir skærum flóð- ljósum. „Flóðljós hafa ekkert verið sér- staklega sett á dagskrá. Við erum með grasvöll og ætlum að vera með grasvöll um ókomna tíð. Þá er yfir- leitt leiktímum stillt upp eftir birtu og þetta hefur ekki verið uppi á borðum hér í Kaplakrika. Þetta hangir saman við velli sem eru í notkun allt árið eins og gervigras- vellir eru almennt og ef mig mis- minnir ekki þá eru ekki margir grasvellir með f lóðlýsingu fyrir utan þjóðarleikvanginn, Laugar- dalsvöll,“ segir hann. Aðstaðan var löngu sprungin Aðstaða til knattspyrnuiðkunar í Kaplakrika hefur verið á milli tann- anna á fólki þar sem ýmislegt hefur verið látið f lakka. Á 90 ára afmæl- isári félagsins er þó horft björtum augum til framtíðar og segir Valdi- mar að spennandi hlutir séu að ger- ast. „Við tökum Skessuna í notkun von bráðar og þar verður góð lýsing og góð aðstaða. Við getum vonandi tekið næstu skref þegar Skessan verður opnuð og haldið áfram að bæta okkur. Þá verðum við komin með þrjú yfirbyggð hús með mismunandi kosti hvert hús. Þá getum við veitt meiri þjónustu. Við erum búin að skrifa undir samninga við 10 unga FH-inga og við erum að byggja upp hópinn og styrkja grunninn fyrir framtíðina. Þetta eru strákar frá 15-19 ára og við erum að setja meiri kraft í þann hóp. Við erum með afreksstefnu sem sinnir þessum betri og efnilegri strákum og stelp- um því við viljum byggja á okkar uppalda fólki. En vegna aðstöðu- leysis höfum við ekki getað gert eins mikið og við hefðum viljað og þetta er hluti af því að bæta úr því.“ Í skýrslu frá 2017 um aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði sem Geir Bjarnason skrifaði kemur fram að hægt hefði verið að létta á þörfinni fyrir aukið rými með aðgerðum sem enginn vildi fara í. Að takmarka fjölda iðkenda, tak- marka rými, hækka gjöld og fækka æfingum. Í skýrslunni kom fram að að jafnaði séu um 400 börn í hverj- um árgangi í grunnskólum bæjar- ins og sem dæmi voru um 280 börn skráð í 5. f lokk karla og kvenna hjá Haukum og FH. Valdimar segir að aðstaðan í Kaplakrika hafi verið löngu sprungin. „Hún var það. Ef maður lýsir þessum síðustu tveimur til þremur árum þá var þetta þannig að við vorum að æfa í okkar húsum en vegna fjölda komum við okkar æfingum ekki fyrir þannig að við höfum æft á ÍR-velli í Breiðholti, Álftanesi, Ásvöllum og þetta hefur komið mörgum í erfiða stöðu, sér- staklega á síðustu tveimur árum. Orkan sem hefur farið í þetta hjá öllum er mikil og vonandi getum við nú beint henni annað og orðið betri í íþróttinni og umgjörð og öðru sem viðkemur fótboltanum.“ Horfir til betri vegar K nattspy rnudeildin telur um þúsund manns og segir Valdimar að Hafnarfjarðarbær hafi nýverið hækkað niðurgreiðslu til foreldra vegna íþróttaiðkunar sem hann fagni. Það sé þó önnur hlið á pen- ingnum. „Bæjaryfirvöld hafa ekki alltaf áttað sig á því að með því að fjölga iðkendum og hvetja til íþróttaiðkunar þarf að veita þjón- ustu og ef félögin hafa ekki aðstöðu eða umgjörð til þess þá er erfitt að stunda íþróttina. En þetta horfir allt til betri vegar og bærinn er að gera fína hluti eins og við.“ Hann segir að framtíðin sé björt í Kaplakrika og á þessu afmælisári sé gott að kíkja í kristalskúluna. „Ég er bjartsýnn á framtíðina og þó maður geti alltaf pirrað sig yfir að vinna ekki alla fótboltaleiki þá erum við að standa okkur almennt mjög vel hvert sem litið er. Við erum félag sem þorir og við ætlum að leggja áherslu á góða þjónustu við okkar iðkendur og með komu Skessunnar erum við komin með aðstöðu sem fáir ef einhverjir geta keppt við.“ benediktboas@frettabladid.is Tökum næsta skref með Skessunni Aðstaða til knattspyrnuiðkunar í Kaplakrika mun gjörbyltast þegar Skessan verður tekin í notkun eftir rúman mánuð. Síðustu tvö ár hafa verið erfið fyrir iðkendur að sögn Valdimars Svavarssonar, formanns knattspyrnudeildarinnar. Flóðljós ekki á leiðinni. Valdimar Svavarsson í Kaplakrika á sínum heimavelli skömmu fyrir leikinn gegn KR. Hann gerir ráð fyrir að Skessan verði komin í notkun í september og það muni breyta miklu fyrir knattspyrnuaðstöðu í Hafnarfirði. Þrjú yfirbyggð hús verða þá í Kaplakrika, misstór. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 47 landsleikir voru merktir grunaðir um spillingu, þar af fimm af 10 lands- leikjum hjá einu liðinu. Myndin tengist ekki fréttinni beint. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Alþjóðlega fótboltaspillingin nær til átta leikmanna á Íslandi Grunsamlegir leikir 2018 Afríka 5 Asía 69 Evrópa 227 Landsleikir 47 Norður-Ameríka 4 Ástralía 1 Suður-Ameríka 24 Alls 377 1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 5 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 6 -B 1 F C 2 3 9 6 -B 0 C 0 2 3 9 6 -A F 8 4 2 3 9 6 -A E 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.