Mosfellingur - 04.07.2019, Blaðsíða 19
Fréttir úr bæjarlífinu - 19HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG / hönnunarstaðlar
GRAFÍSK HÖNNUN / HREYFIMYNDAGERÐ / MYNDSKREYTINGAR
sími 898 4796 / stinamaja@atarna.is
– Takk fyrir þátttökuna!
Íbúakosningunni Okkar Mosó 2019 lauk í maí. Undirbúningur og framkvæmd er hafin á þeim 13 verkefnum sem voru valin
í framkvæmd frá júní 2019 til ágúst 2020. Frábær þátttaka hefur verið í Okkar Mosó á öllum stigum verkefnisins og greinilegt
að íbúar Mosfellsbæjar hafa mikinn áhuga á því að taka þátt í forgangsröðun og ákvörðunartöku framkvæmda.
Hægt verður að fylgjast með framgangi verkefna á mos.is/okkarmoso
færa gjafir á
slökkvistöðinni
tilbúnar að skera
hátíðarkökuna á 17. júní
„Vorið og sumarið hefur verið viðburðaríkt
hjá Kvenfélagi Mosfellsbæjar. Í ár fagnar
félagið 110 ára afmæli.
Við vorum svo lánsamar að fá úthlutað
styrk frá samfélagssjóði KKÞ og var það
okkur mikils virði að fá viðurkenningu
fyrir okkar störf,“ segir Sólveig Jensdóttir
formaður kvenfélagsins.
Konur í félaginu hafa í vetur prjónað
sjúkrabílabangsa sem afhentir voru starfs-
fólki á slökkvistöðinni á Skarhólabraut.
Sjúkrabílabangsar eru gefnir börnum sem
þurfa að ferðast með sjúkrabílum og hafa
þeir veitt þeim styrk og hlýju á ferðalaginu.
Kvenfélagskonur tóku til hendinni í skóg-
arreitnum sínum við Skarhólabraut en fé-
lagið hefur haft reitinn til umráða til margra
ára og nýverið var endurnýjaður samningur
til 25 ára við Skógræktarfélagið.
Tekið vel á móti nýjum félögum
Kvenfélagskonur úr Kvenfélagssam-
bandi Gullbringu- og Kjósarsýslu færðu
sumarbúðum í Reykjadal að gjöf þvottavél
í samráði við forstöðumann. Tilefni gjafar-
innar er 90 ára afmæli KSGK á þessu ári en
á aðalfundi sambandsins 2. mars var þetta
einróma samþykkt og voru Mosfellingarnir
mjög glaðir að gjöfin kæmi í bæjarfélagið.
Á 17. júní tóku fimm konur úr félaginu,
ásamt öðrum kvenfélagskonum frá Kvenfé-
lagasambandi Íslands, þátt í að skera niður
75 m langa hátíðartertu í miðborg Reykjavík-
ur í tilefni 75 ára lýðveldisafmælis Íslands.
„Gaman væri að fleiri konur tækju þátt í
okkar frábæra starfi. Við tökum vel á móti
nýjum félögum í haust en í stað hefðbund-
ins fundar í byrjun október ætla félagskon-
ur í ferð til Riga í Lettlandi í tilefni 110 ára
afmælis okkar.
Fyrsti hefðbundni fundur haustsins
verður því 4. nóvember í Safnaðarheimili
Lágafellssóknar, Þverholti 3, 3. hæð kl.
20:00.“
Kvenfélagið fagnar
110 ára afmæli
Viðburðaríkt ár hjá kvenfélagskonum í Mosfellsbæ
koma færandi
hendi í reykjadal