Mosfellingur - 04.07.2019, Blaðsíða 25
Íþróttir og þjóðhátíð - 25
AKRANESI
LOPAPEYSAN
06.07.19
Sverrir
Bergmann
Birgitta
Haukdal
Stefán
Hilmarsson
Papar
Jónsi
Ingó Veðurguð
Blaz Roca
Jón Jónsson
Friðrik Dór
Club Dub
Herra
Hnetusmjör
DJ - RED
Helgi
Björnsson
Albatross
BREKKUSÖNGUR MEÐ
KL:22 VIÐ AKRANESVÖLL
Í BOÐI CLUB 71 Miðasala hafin á midi.isog Eymundsson akranesi
Á ÍRSKUM DÖGUM
Stelpurnar i 4. flokki Aftureldingar skelltu
sér í æfingaferð til Salou á Spáni nýlega. Þar
æfðu þær knattspyrnu við bestu aðstæður
undir handleiðslu þjálfara sinna. Hitastigið
var að vísu fullhátt, en þær létu það ekki á
sig fá og tóku vel á því.
Æft var einu sinni á dag, í 90 mínútur í
senn, en tvo daga voru tvær æfingar. Þegar
leið á þá fóru að koma upp ýmsir verkir og
sár og fararstjórarnir voru á fullu við að
teipa, plástra, rúlla og aðstoða stelpurnar
að komast aftur á völlinn.
Þjálfararnir settu upp þriggja liða mót
síðasta daginn, skiptu hópnum upp og
keppt var um „Salou meistarann“. Leikirnir
sýndu svart á hvítu hversu mikið stelpurnar
hafa bætt sig og þann metnað sem þær hafa
til að gera vel.
Ferðin var algjört ævintýri. Margar voru
að fara í sína fyrstu utanlandsferð án for-
eldra og það var magnað að fylgjast með
þeim. Vináttubönd mynduðust og styrkt-
ust, farið var í skemmtigarð, á ströndina og
í verslunarferð. Allt eins og það á að vera.
Fótboltastelpur lögðu land undir fót • Ævintýraferð þar sem æft var á hverjum degi
Æft við bestu aðstæður á Spáni
æfingafélagar á spáni
M
yn
di
r/
Ra
gg
iÓ
la