Mosfellingur - 04.07.2019, Blaðsíða 26
Landsliðskona til
liðs við Aftureldingu
Króatíska landsliðskonan Ana
María Gugic er gengin til liðs við
Aftureldingu. Ana María er örvhent
skytta sem spilaði
síðasta tímabil
með Octeville
í Frakklandi og
þar á undan með
Gjerpen í Noregi.
Handknatt-
leiksdeild
Aftureldingar er
gríðarlega ánægð
með komu Önu
og býður hana
hjartanlega velkomna. Ana María
er annar leikmaðurinn sem gengur
til liðs við UMFA, því fyrir nokkru
skrifaði litháíska landsliðskonan
Roberta Ivanauskaide undir tveggja
ára samning við félagið. Meistara-
flokkur Aftureldingar leikur í Olís-
deildinni á næstu leiktíð.
Álafosshlaupið fór
fram í krefjandi braut
Álafosshlaupið fór fram í frábæru
veðri þann 12. júní. Hlaupnir eru 10
km í krefjandi braut um skógarstíga,
reiðvegi, malarvegi og í umtals-
verðri hækkun. 67 þátttakendur
kláruðu hlaupið, komu brosandi í
mark og fengu sérhannaðan verð-
launapening. Fyrsta Álafosshlaupið
var hlaupið árið 1921 og styttist því
í aldarafmæli hlaupsins þótt leiðin
hafi breyst mikið frá fyrstu hlaup-
unum. Birna Varðardóttir úr Fjölni
sigraði í kvennaflokki og Þórólfur
Ingi Þórsson úr ÍR kom fyrstur í
mark af körlunum.
- Íþróttir26
Orkumótið í Vestamannaeyjum fór fram á dögunum. Á myndinni
má sjá lið 1 frá Aftureldingu sem hafnaði í 5. sæti af 112 liðum á
mótinu. Strákarnir eru á eldra ári í 6. flokki og stóðu sig frábær-
lega og unnu m.a. Orkumeistarana 2019 í FH í riðlakeppninni.
Sigursælir á Orkumóti
Landsbankamótið á Sauðárkróki fór fram helgina 22.−23. júní.
Mótið er fyrir knattspyrnustelpur í 6. flokki. Á myndinni má sjá
fulltrúa úr Aftureldingu sem gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið.
Þjálfarar eru þau Þorgeir Leó, Kristín Gyða og Ásdís Arna.
Sóttu bikar á Krókinn
Róbert Orri Þorkelsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aft-
ureldingu sem gildir út tímabilið 2020. Hinn 17 ára gamli Róbert
Orri hefur alist upp allan sinn fótboltaferil hjá Aftureldingu og verið
fastamaður á miðjunni hjá meistaraflokki undanfarin tvö keppnis-
tímabil. Í fyrra hjálpaði hann Aftureldingu að vinna 2. deildina og í
ár hefur hann leikið vel með liðinu í Inkasso-deildinni.
Róbert er úr öflugum 2002 árgangi hjá Aftureldingu sem varð
Íslandsmeistari í 3. flokki í fyrra en hann átti að auki fast sæti í
byrjunarliði U17 ára landsliðs Íslands sem fór í lokakeppni EM í vor.
Félög í Pepsi Max-deildinni hafa sýnt Róberti áhuga en hann ákvað
að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Aftureldingu.
„Það er gríðarlegt fagnaðarefni að Róbert hafi framlengt samning
sinn við Aftureldingu. Það er gleðiefni að ungir heimamenn hafi
trú á uppbyggingunni sem er í gangi í Mosfellsbæ og vilji taka þátt
í henni með okkur. Róbert er efnilegur leikmaður sem hefur verið
gaman að fylgjast með í meistaraflokki undanfarin tvö ár og von-
andi heldur hann áfram að bæta sig sem leikmaður hér í Mosfells-
bæ,” sagði Geir Rúnar Birgisson, formaður meistaraflokksráðs.
Afturelding fyrsta liðið til að vinna Þrótt
Afturelding gerði sér lítið fyrir og vann topplið Þróttar á dögunum 1-0. Afturelding situr í 7. sæti Inkasso-
deildarinnar og mætir Tindastól á föstudaginn. Leikið er á gervigrasvellinum að Varmá og hefst leikurinn kl. 18.
að loknum sigurleik
gegn toppliðinu
Róbert Orri skrifar undir
17 ára úr öflugum árgangi Aftureldingar
efnilegur leikmaður
úr mosfellsbæ