Mosfellingur - 04.07.2019, Blaðsíða 23

Mosfellingur - 04.07.2019, Blaðsíða 23
Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Jón K. Sæmundsson og úr einkasafni. www.mosfellingur.is - 23 Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2019. Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Umhverfisnefnd veitir árlega umhverfisviður- kenningar völdum aðilum í Mosfellsbæ sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum. Óskað er eftir tilnefningum frá almenningi um hver hljóta skuli þessa viðurkenningu nú í ár. Hægt er að tilnefna einstaklinga, garða, götur, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ. Tilnefningar má senda rafrænt á heimasíðu Mosfellsbæjar eða með tölvupósti á mos@mos.is, og skulu berast fyrir 1. ágúst 2019. Umhverfisnefnd mun fara yfir innsendar tilnefningar að því loknu og veita þeim sem verða fyrir valinu viðurkenningar við sérstaka athöfn á bæjarhátíðinni Í túninu heima í lok ágúst. Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum. Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 30. ágúst - 1. september. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá. Ef þið lumið á hugmyndum eða viljið vera með við- burði, þá endilega sendið póst á ituninuheima@mos.is.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.