Mosfellingur - 04.07.2019, Blaðsíða 30
íþróttaþorpið
Ég hitti Yuri Marcialis í Cagliari á Sardiníu í síðasta mánuði. Hann
var í forsvari fyrir nokkrum árum
fyrir spennandi verkefni í borginni.
Það kallast „Íþróttaþorpið“ og er
hluti af mikilli heilsueflingu og
íþróttaeflingu sem átt hefur sér stað
í borginni síðustu ár. Það snýst um
byggja upp svæði þar sem almenn-
ingur og atvinnumenn geta komið
og æft sína íþrótt, nánasta sama
hver hún er. Yuri labbaði með mér
í gegnum svæðið og sagði mér frá
verkefninu, hver staðan væri í dag,
hvað væri búið að gera og hvað væri
fram undan. Það athyglisverðasta við
verkefnið „Íþróttaþorpið“ að mínu
mati voru ekki mannvirkin sjálf eða
aðstaðan, heldur heildarmyndin.
Þorpið á nefnilega að standa undir
nafni.
Á milli mannvirkjana er verið að hanna og byggja torg, kaffihús,
matsölustaði og félagsaðstöðu.
Aðstöðu fyrir alla þá sem koma í
þorpið til þess að hreyfa sig. Aðstöðu
þar sem fólk getur spjallað við aðra,
fengið sér hollt og gott að borða,
slakað á, prófað aðrar íþróttagreinar
eða hreyfingu. Í stað þess að koma
bara á sína æfingu og drífa sig heim.
Ég hugsaði allan tímann á meðan við
röltum um íþróttaþorpið í Cagliari
hvað það væri geggjað að koma upp
svona íþróttaþorpi á Varmársvæðinu
okkar. Við höfum plássið, við höfum
íþróttaaðstöðuna, en það sem
okkur vantar upp á er að tengja þetta
saman á þann hátt að fólk staldri við,
ræði málin, tengist betur.
Hinn heilsueflandi Mosfellsbær gæti orðið fyrsta bæjarfélagið
á Íslandi sem byggði íþrótta- og
heilsuþorp. Þetta myndi hvetja enn
fleiri íbúa bæjarins til þess að hreyfa
sig og borða hollan og
góðan mat – sem að
sjálfsögðu yrði boðið
upp á í þorpinu
okkar. Síminn er
opinn, ég er til í að
segja öllum sem
vilja hlusta betur
frá því hvað er að
gerast í Cagliari.
Lítilli borg með
heilsueflandi
drauma.
Heilsumolar Gaua
- Heilsa og rokk30
Guðjón
Svansson
gudjon@kettlebells.is
www.fastmos.is
Sími: 586 8080
Þverholti 2
Kastgolf er skemmtilegt fjölskylduspil þar
sem allir geta spilað með - ungir sem aldnir.
LeiKregLur eru einfaLdar
• Hver leikmaður hefur 3 kúlubönd í sama lit og reynir að
kasta hverju kúlubandi þannig að þau festist á grindinni.
• Fjarlægð frá leikgrindinni er ákveðin,
getur verið frá t.d. 3 metrum.
• Hver rimill er merktur með tölunum 1, 2 og 3, og fær
leikmaður stig samkvæmt því, en tvöföld stig, eða 12 stig
ef leikmanni tekst að kasta einu kúlubandi á hvern rimil.
• Leikmenn skiptast á að kasta öllum 3 kúluböndnum
og stig gefin. Hver leikmaður sækir sínar kúlur áður en
næsti leikmaður kastar.
• Sá sem fyrst nær 21 stigi vinnur leikinn. Fari stigin yfir
21 koma refsistig og leikmaður byrjar aftur á 13 stigum
þar til hann nær nákvæmlega 21 stigi.
• Ef leikmenn eru margir er gott að skrá stigagjöfina.
Kastgolf
skemmtilegt fjölskylduspil
spilagrindin er smíðuð úr fúa-
varinni furu og einfalt er að
leggja hana saman. kúlurnar
eru gerðar úr endurnýttum
golfkúlum og fylgja 3 sett af
kúluböndum í 4 mismunandi
litum fyrir 4 leikmenn. spilinu
fylgir plastkassi til geymslu á
kúlunum og spilareglur.
Kynningarverð 23.000 kr.
Pantanir í síma 855-4000
tilvalið í garðinn
Snemma á tíunda áratug síðustu aldar
stofnuðu fjórir ungir piltar hljómsveit í
Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Það er svo
sem ekki í frásögur færandi.
Þetta voru þeir Hallgrímur Jón Hallgríms-
son (trommur), Eyþór Skúli Jóhannesson
(gítar), Arnar Ingi Hreiðarsson (bassi) og
Jón Þór Birgisson (gítar, söngur).
Jón Þór yfirgaf hljómsveitina 1994 til að
stofna aðra hljómsveit. Kristófer Jensson
tók við míkrafóninum og síðar var kallað-
ur til sögunnar Egill Hübner á gítar. Fékk
hljómsveitin að lokum nafnið Carpet.
Upptökur að mestu glataðar
Hljómsveitin spilaði rokktónlist af
miklum móð og var um tíma hálfgerð hús-
hljómsveit í Rósenbergkjallara Sigurjóns
Skæringssonar.
Ásamt reglulegu tónleikahaldi um víðan
völl var hljómsveitin dugleg við lagasmíð-
ar og tók upp nokkur lög fyrir fyrirhugaða
plötuútgáfu, í hljóðverinu Núlist í Borgar-
túni undir handleiðslu fyrrum söngvarans
Jóns Þórs og Kjartans Sveinssonar. Svo fór
þó að pródúsentarnir urðu of uppteknir af
tónleikahaldi um víða veröld að upptökur
döguðu uppi og eru nú að mestu glataðar.
Tónleikar sem fæddu af sér Airwves
Árið 1998 urðu kaflaskil hjá hljómsveit-
inni þegar henni bauðst að koma fram á
tímamótatónleikum í íslenskri tónlistar-
sögu. Þetta voru tónleikar sem Guðmundur
Sesar heitinn Magnússon hélt á Akureyri
og hafði honum tekist að fá til landsins
útsendara erlendra útgáfurisa svo nokkuð
sé til tekið.
Tónleikahaldið og allt sem því tengdist
var mikil upplifun fyrir unga og óharðnaða
tónlistarmenn. Þarna mynduðust tengsl
sem á endanum fæddu af sér Iceland Air-
waves hátíðina.
Hljómsveitin lognaðist út af
Ekki hlaut Carpet heimsfrægð að laun-
um og lognaðist svo út af ekki mjög löngu
síðar. Þrátt fyrir dauða Carpet hafa með-
limir sveitarinnar þó ekki sagt skilið við
íslenska tónlistarsögu. Kristófer Jensson
varð söngvari Lights On the Highway,
Hallgrímur trommaði með Tenderfoot og
núna Sólstöfum, Arnar spilaði á bassa í um
10 ár með Hljómsveitinni Ég. Egill hefur að
mestu leyti leikið með ballhljómsveitum
en gaf nýverið út sitt fyrsta sólóefni undir
nafninu Sporfari. Eyþór er eini meðlimur
Carpet sem lítið hefur fengist við tónlist
undanfarin ár.
Boðin þátttaka 20 árum síðar
Það var því óvænt ánægja þegar hljóm-
sveitinni var boðið að taka þátt á Airwaves
2018 í tilefni þess að 20 ár voru liðin síðan
tónleikarnir frægu á Akureyri fóru fram.
Æfingar og tónleikar gengu vonum
framar og var ákveðið að loka þessari löngu
sögu með því að taka upp lag frá árdögum
hljómsveitarinnar.
Lagið heitir Ocean og er eftir Eyþór Skúla
Jóhannesson. Það varð fyrst til í bílskúr í
Mosfellsbænum, sennilega ´92 eða ´93. Það
hefur fylgt hljómsveitinni í gegnum tíðina.
Mosfellska rokkhljómsveitin Carpet • Gefa loks út lag eftir 20 ár frá fyrstu tónleikum
Carpet í endurnýjun lífdaga
carpet á tónleikunum á akureyri 1998
lagið ocean má nú finna á youtube