Mosfellingur - 04.07.2019, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 04.07.2019, Blaðsíða 28
 - Aðsendar greinar28 Það sem veðrið er búið að leika við okkur hérna megin landsins í byrjun sumars, þetta er bara dás- amlegt. Við fjölskyldan erum til dæmis búin að fara á tvö stór fótboltamót í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki og það hefur varla rignt, þetta gerir allt svo miklu betra og auðveldara. Ég er mjög upprifin yfir þessum fótbolta- ferðum, það er fyrir það fyrsta svo gaman að fylgjast með börnunum sínum takast á við sig sjálf, taka framförum, hafa gaman með liðsfélögum og ekki síst kynnast for- eldrar á allt annan hátt þar sem svona mikil samvera á sér stað. Við sem komum að skipulagningu íþróttastarfs vitum vel hversu mörg hand- tök sjálfboðaliðanna eru fyrir svona við- burði og kann ég þessum skipuleggjendum bestu þakkir fyrir frábæra umgjörð. Það er þó eitt sem situr í mér á árinu 2019. Hvernig er jafnréttinu háttað í íþrótt- um barnanna okkar? Er það jafnrétti að á sama fótboltamóti í sama bæjarfélagi sjá stelpurnar sjálfar um skemmtiatriðin með hæfileikakeppni meðan strákarnir fara í skrúðgöngu og fá skemmtiatriði frá skemmtikrafti ? Eða Á sambærilegum fótboltamótum er stelpum 9–10 ára boðið upp á Tímon og Púmba sem hentar kannski á leikskóla og strákarnir hlusta á Jón Jónsson skemmta. Eða Þú ferð á leik í Inkasso hjá stelp- unum og það er ekki einu sinni boltasækir á vellinum (sem ég varð vitni að á Kópavogsvelli) eða leik í sömu deild hjá strákunum þar sem umgjörðin er öll önnur. Þetta er umræða og viðhorf sem við verðum að opna hugann fyrir. Ég veit að það er erfitt að breyta fullorðna fólkinu en berum alla vega gæfu til þess að ala það upp í börnunum okkar að kynin eru jöfn og hafa jafnan rétt. Oft vill umræðan í íþróttum fara að snú- ast um krónur og aura, en hjá börnunum okkar er sama gjald til að iðka íþróttir hvort sem við erum kvenkyns eða karlkyns og það er sama mótsgjald fyrir stelpur og stráka. Þó að ég vitni í persónulega reynslu í fótboltanum er ég sannarlega með allar greinar í huga. Ég held eftir að hafa pælt mikið og talað við ýmsa þar á meðal fulltrúa KSÍ, fyrrum landsliðskonu og foreldra, að við í Aftur- eldingu stönddum okkur mjög vel í saman- burði við önnur félög EN betur má ef duga skal. Ef þið hafið góða hugmynd til þess að auka jafnrétti í íþróttum er ég mjög tilbúin til að heyra hana, en fyrst og fremst verðum við að byrja á okkur sjálfum. Áfram Afturelding. Birna Kristín Jóndóttir, mamma og formaður Aftureldingar. Jafnrétti í íþróttum Á 8. fundi menningar- og nýsköp- unarnefndar Mosfellsbæjar 21. maí sl. lagði undirrituð áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar í Menningar- og nýsköpunarnefnd fram tillögu undir heitinu „Stefnumótun til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ“. Tillagan var svohljóðandi: Menningar- og nýsköpunarnefnd sam- þykkir að hluti af endurskoðun menning- arstefnu fyrir Mosfellsbæ verði stefnumót- un til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ þar sem horft verði til þess að Hlégarður og svæðið þar í kring yrði þunga- miðjan í uppbyggingu og hýsingu safna- og menningarstarfs í Mosfellsbæ. Samþykkt var samhljóða á ofangreind- um fundi menningar- og nýsköpunar- nefndar að vísa tillögu Vina Mosfellsbæj- ar inn í þá vinnu sem nú stendur yfir um mótun stefnu og framtíðarsýnar á sviði menningarmála. Tillaga Vina Mosfellsbæjar var síðan samþykkt samhljóða á 740. fundur bæj- arstjórnar. Í greinargerð með tillögunni er lagt til að efnt verði til formlegs samstarfs við fulltrúa hinna ýmsu menningarfélaga í Mosfellsbæ um þá hugmynd að Hlégarður og svæðið þar í kring verði þungamiðjan í uppbygg- ingu menningarstarfsemi Mosfellsbæjar, með aðstöðu fyrir söng, tónlist, leiklist og aðra menningartengda starfsemi í Mos- fellsbæ. Með vandaðri stefnumótun, sem unnin yrði í samstarfi við hin fjölmörgu menningarfélög sem starfa í Mosfellsbæ, væri markmiðið að ná utan um þarfir og óskir þessara félaga. Samhliða yrðu óskir menningarfélaganna lagaðar að stefnu og þörfum þeirrar menningartengdu starfsemi sem Mosfellsbær sjálfur hefur með höndum s.s. Bókasafns Mosfellsbæjar, Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar, Listasalar Mosfells- bæjar og Listaskóla Mosfellsbæjar svo eitthvað sé nefnt. Einnig mætti huga að því í þessu sambandi hvort og þá hvernig ef til vill mætti koma upp vísi að sögu- safni byggða-, stríðsminja-, iðnaðar- og verslunarsögu. Það er mikilvægt að marka sem fyrst langtímastefnu í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ og er sú vinna hafin með tilliti til kannana og niðurstöðu þeirra. Framtíð- arsýn sem hér um ræðir er langtímaverk- efni þar sem Hlégarður væri miðdepillinn. Mikilvægt er að vanda vel til verks og gera áætlanir með tilliti til þess hvað við viljum byggja upp og hvernig það er framkvæmt. Lagt er til í greinargerðinni að efnt verið til hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á Hlégarðssvæðinu. Álitlegustu hugmynd- irnar yrðu síðan kostnaðarmetnar og fram- kvæmdir færu fram í áföngum á næstu 10 árum eða hraðar eftir atvikum. Aðalatriðið er að sátt verði um stefnumörkunina þannig að öllum sé ljóst í hvaða átt er stefnt. Síðast en ekki síst er ánægjulegt hvað mikil samstaða var um tillöguna enda þörfin mikil fyrir endurbætt og ný rými fyrir menningartengda starfsemi í bænum okkar sem fer ört stækkandi. Á meðfylgjandi slóð má skoða mynd- ræna framsetningu af skjalinu „Hlégarður – menningarmiðstöð Mosfellsbæjar“. https://bit.ly/2NrqHQe Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi L-lista Vina Mosfellsbæjar í menningar- og nýsköpunarnefnd Hlégarður menningar- miðstöð Mosfellsbæjar Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Framboð Vina Mosfells- bæjar lagði á það áherslu í stefnu sinni fyrir kosning- arnar 2018 að stemma ætti stigu við sífelldum deili- skipulagsbreytingum og að rök fyrir þeim breytingum sem fallist væri á ættu að vera í almannaþágu og til bóta fyrir heildina jafnt og umsækjendur breyting- anna. Á 487. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 31.05.2019 var fyrsta mál á dagskrá mál nr. 2017081506 - Torg í Gerplustræti - breyting á deiliskipulagi. Í gögnum þess máls var ekki að finna gögn sem rökstuddu það að breytinguna ætti að gera og því lagði undirritað- ur til að hætt yrði við breytinguna og til vara að henni yrði frestað meðan leit væri gerð að gögnum sem rökstutt gætu breytinguna. Breytingin er fólgin í því að beygjuradíusar á endum torgsins eru rýmkaðir fyrir beygjur „stórra bíla“ eins og það er orðað á deiliskipulagsuppdrættin- um. Hvaða stóru bíla er átt við? Eða af hverju rýmka þarf fyrir þá núna liggur ekki fyrir í gögnum málsins eins og fyrr segir. Þrátt fyrir lipurð og velvilja starfsmanna um- hverfissviðs hafa gögn sem rökstyðja þessa breytingu ekki fundist. Undir- ritaður hefur því óskað eftir því við bæjarstjóra að hann gangi í það að finna þessi gögn og leitað verði til arkitektastofunnar, sem bjó deiliskipulagsgögnin til, svo varpa megi ljósi á undirliggjandi rök í málinu. Undirritaður bíður nú svara bæjarstjóra. Það kann að vera að það sé skynsamlegt að rýmka beygjuradíus torgsins en þá hefðu rök fyrir því átt að fylgja með þegar deili- skipulagsbreytingin var auglýst á sínum tíma. Því þá hefðu íbúar Helgafellshverfis og aðrir hagsmunaaðilar haft fyrirliggjandi skýr og gagnsæ rök þegar þeir tóku afstöðu til breytingarinnar. Með sumarkveðju til allra Mosfellinga Stefán Ómar Jónsson aðalmaður í skipulagsnefnd og bæjarfulltrúi L-lista Vina Mosfellsbæjar Breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi – Stórir bílar? Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­ Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan Líkami og sál Þverholti 11 - s. 566 6307 www.likamiogsal.is Helga Björk Bjarnadóttir Heilsunudd heilun og markþjálfun helgabjbjarna@gmail.com Helga hefur hafið störf hjá okkur og býður uppá Heilsunudd klassískt nudd, sogæðanudd, svæðanudd, steinanudd, heilun og markþjálfun Verið velkomin

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.