Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 8. júní 2016
Fyrirtækið Medilync var stofnað
í þeim tilgangi að umbylta því
hvernig sykursýki er meðhöndl-
uð með hönnun á nýstárlegu
tæki og gagnagátt sem sér um
útreikninga fyrir sjúklinginn,
lækna og aðra aðstandendur.
Nú á dögunum vann fyrirtækið
til verðlauna á lokakeppni
Nordic Startup Awards sem
haldið var í Hörpunni 13. maí
síðastliðinn.
Alls voru það 730 fyrirtæki, af
öllum Norðulöndunum, sem tóku
þátt í keppninni í ár og varð
Medilync hlutskarpast í valinu á
People’s Choice Award 2016 eða
vinsælasta fyrirtækið en lokakeppn-
in var haldin í Reykjavík. Að sögn
Eyjapeyjans Sigurjóns Lýðssonar,
sem er einn af eigendum Medilync
er markmið Nordic Startup Awards
að hvetja frumkvöðla á Norðurlönd-
unum til dáða og verðlauna þá fyrir
vel unnin verk. Aðrir eigendur eru
Jóhann Sigurður Þórarinsson frá
Eyjum og Guðmundur Jón
Halldórsson.
,,Hér er ekki aðeins verið að
verðlauna farsæl fyrirtæki heldur
allt umhverfið. Allt frá bestu
fjárfestunum, blaðamönnunum sem
fjalla um sprota, til stofnendanna og
upplýsingatæknistjóranna,“ sagði
Sigurjón.
Nordic Startup Awards heiðrar
farsælustu sprotafyrirtækin frá
Danmörku, Svíþjóð, Noregi,
Finlandi og Íslandi. Á sjálfum
lokaúrslitunum, í Hörpunni, kepptu
fyrirtækin um verðlaun í 14
flokkum. Verðlaunin koma á góðum
tíma fyrir Medilync þar sem
fyrirtækið er í þann mund að byrja á
4 milljón dollara fjárfestingarlotu.
Medilync hefur undanfarin ár unnið
að hönnun tækis sem safnar saman
upplýsingum um lyfjagjöf sykur-
sjúka.
,,Tækið mælir blóðsykurinn, gefur
insúlín og safnar svo saman
upplýsingum um mælingarnar og
gjafirnar. Þeir sem nota tækið geta
svo nálgast sínar upplýsingar í
gegnum vefgátt og veitt öðrum
aðgang að þeim svo sem lækni,
hjúkrunarfræðingi eða aðstandanda.
Þannig er hægt að fylgjast með
líðan sjúklinga en í vefgáttinni er að
finna sjálfvirkt reiknirit sem greinir
breytingar og gefur þannig kost á
inngripi áður en til innlagnar kemur
sökum sjúkdómsins. Með þessum
hætti verður yfirsýn yfir líðan
sjúklinga utan hefðbundinna
heimsókna á göngudeild sykursjúka
mun betri,“ segir Sigurjón.
„Það verður að teljast góður
árangur að vera vinsælasta
fyrirtækið á Norðurlöndunum en
við kepptum við fyrirtæki hjá
milljóna þjóðum. Ég verð að
viðurkenna að þessi verðlaun komu
á óvart en framkvæmdastjóri
keppninnar sagði mér að hingað til
hafi verið notaður margföldunar-
stuðull fyrir íslensku fyrirtækin en
ekki ár. Hann vildi fá að skrifa grein
um aðferðina okkar en ég held að
gamla góða samheldnin hafi skilað
okkur þessum verðlaunum. Við
viljum koma fram kærum þökkum
til allra sem veittu okkur atkvæði,
þið unnuð þetta með okkur.“
Nordic Startup Awards :: Medilync hlaut verðlaunin People’s Choice 2016:
Held að gamla góða sam-
heldnin hafi skilað okkur
þessum verðlaunum
:: Segir Eyjapeyinn Sigurjón sem vill koma fram kærum þökkum til allra fyrir stuðninginn
ómar garðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Eyjapeyjarnir Sigurjón og Jóhann Sigurður voru að vonum sáttir með
árangurinn. Hér eru þeir ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra.
Um helgina fór fram Bjórhátíðin
á Hólum og þar tóku þátt
Eyjamennirnir í The Brother´s
Brewery. Þeir fóru ekki með
væntingar um vinning í þessa
keppni enda sterk brugghús að
keppa. En annað kom nú á
daginn þegar þeir unnu keppn-
ina með nýja bjórinn sinn,
Togara Imperial Stout.
„Þrátt fyrir að hafa fengið ítrekað
hrós fyrir bjórinn sem við höfum
verið að framleiða var hátíðin
algjörlega nýr vettvangur fyrir
okkur því þar koma saman öll
brugghús landsins. Alls fengu 30
bjórar atkvæði í keppninni um besta
bjór hátíðarinnar en á síðustu árum
hafa helstu bruggmeistarar landsins
fengið verðlaun. Borg Brugghús,
Gæðingur, Ölvisholt og fleiri hafa
komið frá þessari hátíð með
verðlaun og bestu bjóra,“ sagði
Jóhann Guðmundsson einn af
mönnunum á bakvið The Brother´s
Brewery.
Borga þarf 5.900 krónur inn á
keppnina og fá gestir afhent
smakkglass og geta fyllt á það eins
oft og hver vill. Einnig er grillað í
mannskapinn fyrir utan. Í ár mættu
um 150 til 170 manns sem allir hafa
kosningarétt um besta bjórinn.
Jóhanni fannst keppnin í ár hafa
einkum staðið á milli bjóranna
Þriggja daga gamals Úlfur Úlfur
frá Borg, Þorlákur Saison Brett frá
Borg, koníaksþroskaður Garún frá
Borg, IPA frá Kalda, þorskaður Jóli
Barlewine frá Ölvisholti, Gæðingur
IPL, sérbruggaður Sigurður frá
Ölgerðinni, Litlit Grís frá Bryggjan
Brugghús sem endaði í 3. sæti og
Traktorinn frá Hún/Hann Brugghúsi
sem endaði í 2. sæti.
The Brother´s Brewery fékk mikið
hrós en þeir reiknuðu ekki með
vinningssæti.
„Bruggmeistarar annarra brugg-
húsa og hörðustu bjórnördar sem
þarna voru hrósuðu okkur fyrir það
sem þeir kölluðu trúlega einn besta
Imperial Stout sem þeir höfðu
smakkað. „Við vorum með
væntingar um að vera með
hugsanlega flottasta básinn eða
borðið og allt annað yrði plús, það
er t.d. til mynd af mér og Kjartani
þar sem við erum mjög sorgmæddir
eftir tilkynningu á 2. sæti því þá
vorum við vissir um að fá ekki
neitt, því bjórarnir frá Borg og
Barlewine frá Ölvisholt voru
frábærir sem ég gerði ráð fyrir í
fyrsta sætið. En annað kom á
daginn og var sigurinn virkilega
sætur.“
Aðspuður sagði hann að fram-
haldið væri að í þessum mánuði
verði hægt að kaupa bjórinn þeirra í
Reykjavík og munu þeir upplýsa
það síðar. „Eftir hátíðina komu
nokkrir barir sem vildu kaupa
bjórinn okkar sem við verðum að
skoða, annars er planið bara að
halda áfram að gera góðan bjór.“
Bjórhátíðin á Hólum um síðustu helgi:
Togarinn frá The Brothers
Brewery valinn besti bjórinn
Sara SjöFn grEttiSdóttir
sarasjofn@eyjafrettir.is
Bruggbræðurnir Kjartan Ólafsson Vídó, Hannes Kristinn Eiríksson,
Jóhann Guðmundsson og Hlynur Ólafsson Vídó á Hólum um helgina.
Togarinn sjálfur Ragnar Þór Jóhannsson og Þorsteinn Guðmundsson
veislustjóri Sjómannahátíðarinnar í Höllinni á laugardaginn með
flösku af Togaranum á milli sín. Hún seldist á kr. 300.000 á uppboði í
Höllinni á laugardaginn og telst dýrasti bjór Íslandssögunnar.