Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 19
19Eyjafréttir / Miðvikudagur 8. júní 2016 ÍþróttIr u m S j ó n : guðmundur tómaS SigFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Miðvikudagur 8. júní Kl. 18:00 ÍBV - Fylkir 2. flokkur karla Kl. 19:00 ÍBV - Álftanes 5. flokkur kvenna B-lið Fimmtudagur 9. júní Kl. 17:30 Stjarnan - ÍBV Borgunarbikar karla Kl. 18:00 Fylkir/Haukar - ÍBV/ Keflavík 2. flokkur kvenna - bikar Kl. 14:45 Valur - ÍBV 5. flokkur karla ABCD-lið Kl. 17:40 Valur 2 - ÍBV 2 5. flokkur karla D-lið Föstudagur 10. júní Kl. 19:15 KR - ÍBV Borgunarbikar kvenna Strákarnir í meistaraflokki karla hafa gert nokkra sjóarana káta á laugardaginn þegar KR-ingar komu í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að ÍBV sigraði með einu marki gegn engu en liðið var betra stóran hluta leiksins. Hvort lið KR-inga hafi verið svona slakt eða lið Eyjamanna svo gott verður að koma í ljós á næstu vikum. Bjarni Gunnarsson kom inn af bekknum og gerði sigur- markið á 86. mínútu leiksins, hann fagnaði því vel og innilega enda ekki á hverjum degi að maður skori sigurmark gegn KR-ingum. Sigurinn gerði það að verkum að ÍBV var á toppi Pepsi-deildarinnar stóran hluta sjómannadagsins og hlýtur það að hafa glatt sjómenn mikið. Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var að vonum glaður í viðtali eftir leik en hann sagðist meðal annars vera mjög ánægður og sérstaklega með seinni hálfleikinn. Hann nefndi að Eyjamenn hefðu átt þrjú bestu færi leiksins og að tímasetningin á markinu hafi verið algjör draumur. Mikkel Maigaard átti aftur mjög góðan leik í liði ÍBV en hann hefur spilað vel eftir að hann fékk sæti í byrjunarliðinu. „Hann bregst rétt við því að vera settur á bekkinn. Hann er búinn að eiga mjög góða leiki og leggur upp þetta mark, það er mikil ógn af honum og átti góðan leik í dag eins og allt liðið.“ ÍBV fór eins og áður segir um stutta stund á topp Pepsi-deildar- innar en mark Ólsara í uppbótar- tíma gegn Fylki kom þeim á toppinn. Stuttu seinna hirtu FH-ingar svo toppsætið með sigri á Blikum í Kópavogi. Fjölnismenn komust einnig yfir ÍBV með tveimur mörkum undir lok leiks þeirra gegn Víkingum. Eyjamenn eru því í 4. sæti deildarinnar en þó einungis einu stigi frá toppnum. Þrír leikmenn liðsins eru með tvö mörk en það eru þeir Mikkel Maigaard, Sigurður Grétar Benónýsson og Sindri Snær Magnússon. Fótbolti | Pepsídeild karla :: ÍBV 1:0 Kr :: toppsætið á sjómannadaginn: Eyjamenn í fjórða sæti og einu stigi frá toppnum FH 7 4 2 1 10 - 4 14 Víkingur Ó. 7 4 2 1 11 - 9 14 Fjölnir 7 4 1 2 13 - 8 13 ÍBV 7 4 1 2 10 - 6 13 Breiðablik 7 4 0 3 8 - 7 12 Stjarnan 7 3 2 2 13 - 8 11 Valur 7 3 1 3 13 - 9 10 KR 7 2 3 2 6 - 6 9 Víkingur R. 7 2 2 3 10 - 9 8 Þróttur R. 7 2 1 4 6 - 16 7 ÍA 7 1 1 5 5 - 14 4 Fylkir 7 0 2 5 4 - 13 2 Pepsídeild karla Eyjamenn fögnuðu vel að loknum leiknum gegn KR. Sjö ungmenni frá Golfklúbbi Vestmannaeyjum tóku þátt í fyrsta móti unglingamótaraðar GSÍ á dögunum. Leikið var bæði hjá Golfklúbbi Grindavíkur og í Leirunni hjá Golfklúbbi Suður- nesja í mismunandi flokkum. GV krakkarnir stóðu sig mjög vel og komust þrjú þeirra á verðlauna- pall. Rúnar Gauti Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk á Áskorendamótaröðinni en hann lék á 89 höggum í Grindavík. Andri Kristinsson fékk silfurverðlaun í sínum flokki og Amelía Dís Einarsdóttir hafnaði í þrjðja sæti í flokki stúlkna. Á Íslandsbankamótaröðinni í Leirunni lék Lárus Garðar Long frábært golf og var hann í topp- baráttunni. Lárus lék frábæran seinni hring en hann kom inn á 73 höggum á hvítum teigum í Leirunni. Þessi mót voru þau fyrstu af sex mótum sumarsins og von er á góðri þátttöku krakkanna úr Vestmannaeyjum í sumar. Næsta mót á Íslandsbankamótaröðinni er Íslandmótið í holukeppni sem fram fer í Þorlákshöfn en á Áskorenda- mótaröðinni verður leikið hjá Setbergsklúbbnum í Hafnarfirði. Það verður gaman að fylgjast með okkar ungu og efnilegu kylfingum á mótaröðum sumarsins." Golf | Fyrsta stigamót unglinga á Suðurnesjunum: rúnar Gauti, Andri og Amelía Dís á verðlaunapall Andri Kristinsson og Rúnar Gauti Gunnarsson. Amelía Dís Einarsdóttir. Sjómannamót Ísfélags Vestmanna- eyja var spilað í góðu veðri á föstudaginn. Yfir 100 keppendur tóku þátt og tókst mótið frábærlega vel. Keppt var í þremur flokkum. Sjómannaflokkurinn hefur aldrei verið jafn fjölmennur, en nú tóku 36 starfandi sjómenn þátt í mótinu. Úrslit urðu þessi: Sjómannaflokkur Besta skor: Karl Haraldsson 74 högg. Punktakeppni: 1. sæti: Kristinn Sigurðsson 45 punktar. 2. sæti: Viðar Hjálmarsson 39 punktar. 3. sæti: Kjartan Sölvi Guðmunds- son 39 punktar. 1. Flokkur 0-12,4 í forgjöf Besta skor: Einar Gunnarsson 72 högg. Punktakeppni 1. sæti: Eyþór Harðarson 36 punktar. 2. sæti: Jón Pétursson 36 punktar. 3. sæti: Arnsteinn Ingi Jóhannesson 36 punktar. 2. Flokkur 12,5-28 í forgjöf Punktakeppni 1. sæti: Gunnar Heiðar Þorvalds- son 43 punktar. 2. sæti: Hrönn Harðardóttir 42 punktar. 3. sæti: Kristinn Erlingur Árnason 41 punktar. Í mótslok voru veitt verðlaun fyrir hin ýmsu afrek, svo sem nándar- verðlaun á öllum par 3 holunum, lengsta teighögg á 9. braut, næstur miðlínu á 1. braut. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar dregið var úr skorkortum keppenda og nokkrir heppnir fengu aukaverðlaun. Mótsnefnd þakkar fyrir frábæra þáttöku og skemmtilegan dag á golfvellinum. Golf | Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja: Karl, Kristinn, Einar, Eyþór og Gunnar Heiðar hetjur dagsins Sjómenn fjölmenntu á golfmótið um helgina. En hér má sjá nokkra hressa sjóara.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.