Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Vestmannaeyjum 8. júní 2016 :: 43. árg. :: 23. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is
Vestmannaeyjabær þarf að rýma
Ráðhúsið á næstu dögum vegna
endurbóta. Að sögn Elliða Vignis-
sonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja var
ástand hússins skoðað og niðurstaðan
var að þörf er á gagngerum endur-
bótum á húsinu. Flyst öll starfsemin
annað meðan á framkvæmdum
stendur.
,,Ráðhúsið okkar hér við Ráðhúströð
var teiknað af Guðjóni Samúelssyni
og byggt sem sjúkrahús árið 1927.
Þótt sannarlega hafi þar verið vel að
verki staðið þá var byggingatækni og
aðferðir þess tíma fjærri því sem
gengur og gerist í dag,“ sagði Elliði.
„Helsta vandamálið er vegna
rakaskemmda og á það bæði við um
þak, grunn og flesta útveggi. Líklegt
er að skipta þurfi um alla glugga,
timburklæðningu í þaki, brjóta upp
gólf í kjallara og ýmislegt fleira.
Þegar um svo stóra framkvæmd er að
ræða er ekki boðlegt að reyna að
halda úti starfsemi í húsinu.“
Starfsmenn bæjarins hafa upp á
síðkastið verið að leita að heppilegu
bráðabirgðarhúsnæði og segir Elliði
að svo geti farið að félagsþjónustan
fari í norðurhluta Rauðagerðis og
stjórnsýslan fari inn á aðra hæðina í
Landsbankahúsinu. Hvað nánari
útlistun á ástandi hússins varðar þá
hefur verið óskað eftir minnisblaði
um það og er vonast til að sú
samantekt liggi fyrir í næstu viku. Í
kjölfarið mun Vestmannaeyjabær svo
fara í útboð á framkvæmdinni.
„Ég reikna með því að við reynum
að flytja í sumar og í raun má segja
að flutningar séu hafnir því við erum
að fara yfir tölvumál og ýmislegt
fleira. Ætli það megi ekki búast við
því að undirbúningur taki þrjár til
fimm vikur og síðsumars flytjum við.
Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt og
veldur röskun á högum bæði
starfsmanna og þjónustuþega. Það
þýðir samt ekkert að væla yfir því og
sem betur fer eru starfsmenn upp til
hópa jákvæðir og taka því sem að
höndum ber með þjónustuþega í
fyrirrúmi. Við bara brettum upp
ermarnar og einhendum okkur í þetta
verk,“ sagði Elliði.
Ráðhúsið rýmt :: Þörf á miklum endurbótum :: Byggt árið 1927:
Öll starfsemin flyst
annað meðan á fram-
kvæmdum stendur
:: Félagsþjónustan í norðurhluta Rauðagerðis :: Stjórnsýslan í Landsbankahúsið
SædíS EVa BirgiSdóttir
seva@eyjafrettir.is
Sjómannadagur í
máli og myndum
Flottir krakkar
í grV >> 14
24 útSkriFaðir
Frá FíV >> 12 >> 10
Á föstudaginn var Höllinni afhentar þessar flaggstangir. Það voru Íslandsbanki og Landsbankinn sem fjármögnuðu kaupin en Sjómannadagsráð
Vestmannaeyja, með Ríkharð Zoega Stefánsson fremstan í flokki, sáu til að þessi hugmynd varð að veruleika.