Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 8. júní 2016 Sjómannadagshelgin 2016 heppnaðist vel að vanda, veðrið var gott og dagskráin til fyrirmyndar. Hátíðarhöldin voru með nokkuð hefðbundnu sniði þetta árið en helgin hófst með skemmtikvöldi Árna Johnsen og félaga á fimmtu- dagskvöldinu. Stemningin var góð og fólk söng og skemmti sér frameftir kvöldi. Föstudagurinn hófst svo með opna sjóaramótinu í golfi, þar sem ræst var út klukkan 8.00. Þátttaka á mótinu var góð en rúmlega 100 þáttakendur tóku þátt að þessu sinni. Keppt var í þrem flokkum og hefur sjómannaflokkurinn aldrei verið eins stór, en nú tóku þátt 36 starfandi sjómenn. Gylfi Ægisson opnaði glæsilega afmælissýningu um árabátasjómenn í Einarsstofu í Safnhúsinu. Um var að ræða nýjar og nýlegar myndir til heiðurs kempum hafsins. Um kvöldmatarleytið var Togarabjórinn frá Brothers brewery formlega kynntur á Einsa Kalda. Leó Snær leit þar við og tók nokkur lög og var fólk almennt hrifið af þessum nýja bjór. Skemmtilegt framtak hjá strákunum og má til gamans geta að á laugardagskvöldinu var Togarinn valinn bjór ársins 2016 á bjórhátíð sem haldin var á Hólum um helgina. Um kvöldið var svo rokkað til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra í Höllinni. En það voru þeir félagar í Skonrokk sem tóku alla helstu rokkslagara áttunda áratugar- ins. Höllin var troðin líkt og síðustu ár á þessum tónleikum og stemn- ingin var gríðarleg. Þessir tónleikar Skonrokks hafa svo sannarlega slegið í gegn og er orðinn fastur liður hjá mörgum um sjómanna- dagshelgi. Vel heppnaður dagur á Vigtartorgi Laugardagurinn hófst svo með dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns á Nausthamarsbryggju, þar sem vegleg verðlaun voru í boði fyrir stærsta fiskinn og flestu fiskana. 62 hressir krakkar tóku þátt en Birta Agnarsdóttir veiddi stærsta marhnútinn, Miguel Smári var með stærsta kolann, Þorbjörn Hinriksson stærsta krabbann og stærsta ufsann veiddi Reynir Þór Egilsson. Reynir Þór fékk einnig tegundar- verðlaunin og veiddi flesta fiska. Síðan lá leiðin á Vigtartorgið þar sem skemmtileg dagskrá var í boði fyrir börn og fullorðna. Veðrið var hið þokkalegasta og fjölmennt var á svæðinu. Ribsafari bauð upp á ódýrar ferðir, Björgunarfélagið var með opinn klifurvegginn sinn og Leikfélag Vestmannaeyja var á svæðinu og skemmti gestum og gangandi. Að sjálfsögðu voru svo hoppukastalar í boði fyrir börnin og Halli Geir stóð fyrir keppni í sjómann. Kappróðurinn var á sínum stað, en þar unnu Ísleifsmenn áhafnarbikarinn og tímabikarinn. Skipalyftumenn unnu landkrabba- bikarinn, félagsbikarinn vann Jötunn og stöðvarbikar vann Vinnslustöðin bæði í kvenna- og karlaflokki. Sæþór Ágústsson vann svo sjómannaþrautina. Skemmtileg stemmning í Höllinni Glæsileg dagskrá var svo síðar um kvöldið í Höllinni þar sem sjómenn, eiginkonur og aðrir gestir komu saman og borðuðu ljúfengan veislumat frá Einsa Kalda og skemmtu sér fram á rauða nótt. Skemmtikraftar kvöldsins voru ekki af verri endanum, en það voru þau Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Leó Snær, Sunna Guðlaugsdóttir og Sarah Renee sem sáu um að gestir Hallarinnar skemmtu sér konunglega. Síðar um kvöldið mætti svo brekkusöngs- kóngur eyjanna, Árni Johnsen og kveikti í liðinu fyrir ballið sem strákarnir í Buff sáu um. Sjómannadagurinn tileinkaður Landhelgisgæslu Íslands Sjálfur sjómannadagurinn á sunnudeginum var svo með hefðbundnu sniði, en dagurinn að þessu sinni var tileinkaður sjó- mannskonunum, Sísí Garðarsdóttur og Sigríði Ágústu Þórarinsdóttur, en báðar létust þær fyrir skömmu eftir stranga barráttu við krabbamein. Dagurinn hófst með hinni árlegu sjómannamessu í Landakirkju og að henni lokinni lögðu hjónin Ríkharður Zoëga Stefánsson og Matthildur Einarsdóttir blómsveig við minnisvarða drukknaðra. Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni fylgdi í kjölfarið og var vel mætt enda veðrið fínt. Lúðrasveit Vestmannaeyja opnaði dagskrána undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar og Karlakór Vestmannaeyja söng nokkur lög undir stjórn Þórhalls Bárðarsonar. Virkilega skemmtilegt að sjá þarna flotta og hæfileikaríka Eyjapeyja syngja fyrir framan fullu túni af fólki. Ræðumaður sjó- mannadagsins var Sveinn Rúnar Valgeirsson. Verðlaun voru veitt fyrir þær keppnir sem höfðu verið í gangi alla helgina. Heiðrun sjómanna Að vanda voru menn heiðraðir á sjómannadaginn fyrir vel unnin störf í þágu sjávarútvegsins í Vestmannaeyjum og sá Snorri Óskarsson um það eins og síðustu ár. Að þessu sinni heiðraði Sjómanna- félagið Jötunn Ríkharð Zoëga Stefánsson sem einnig var heiðr- aður af Sjómannadagsráði fyrir vel unnin störf, Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Verðandi heiðraði Sigurjón Óskarsson, Vélstjórafé- lagið heiðraði Matthías Sveinsson og Sjómannadagsráð Vestmanna- eyja heiðraði þá Stefán Birgisson, Gretti Inga Guðmundsson, Sigurð Sveinsson, Sigurð Þór Hafsteins- son, Óttar Gunnlaugsson, Guðjón Gunnsteinsson og Ríkharð Zoëga Stefánsson sem allir eru að hætta í ráðinu eftir langt og gifturíkt starf. Áhöfnin á Frá Ve 78 fékk heiðurs- skjöld Sjómannadagsráð fyrir giftursamlega björgun á Gunnlaugi Erlendssyni er bátur hans Brandur Ve 220, brann austur af Eyjum þann 25. nóvember síðastliðinn. Að lokum er vel við hæfi að hrósa Sjómannadagsráði Vestmannaeyja fyrir vel heppnaða helgi. Það er mikil vinna sem lögð er í helgi eins og þessa og eiga þeir heiður skilið fyrir að undirbúa fjöruga helgi sem allir bæjarbúar geta tekið þátt í. Vel heppnuð hátíðarhöld sjómannadagsins í góðu veðri: Frændurnir Sigurjón Óskarsson og Matthías Sveinsson heiðraðir :: Áhöfnin á Frá Ve 78 fékk heiðursskjöld fyrir giftursamlega björgun á Gunnlaugi Erlendssyni: SædíS EVa BirgiSdóttir seva@eyjafrettir.is Sjómannadagsráð Vestmannaeyja 2016. Að lokinni sjómannamessu í Landakirkju lögðu hjónin Ríkharður Zoëga Stefánsson og Matthildur Einarsdóttir blómsveig við minnisvarða drukknaðra. Matthías Sveinsson og Sigurjón Óskarsson voru heiðraðir fyrir sín störf. Hér má sjá Matthías ásamt eiginkonu sinni Kristjönu og bræðurnar Viðar og Gylfa sem tóku við plattanum fyrir hönd föður síns.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.