Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 8. júní 2016
útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549.
ritstjóri: ómar garðarsson - omar@eyjafrettir.is.
Blaðamenn: Sædís Eva Birgisdóttir - seva@eyjafrettir.is
Sara Sjöfn grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is
íþróttir: guðmundur tómas Sigfússon
- gudmundur@eyjafrettir.is
ábyrgðarmaður: ómar garðarsson.
Prentvinna: Landsprent ehf.
ljósmyndir: óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47,
Vestmannaeyjum.
Símar: 481 1300 og 481 3310.
netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Veffang: www.eyjafrettir.is
Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er
selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, tvistinum,
Toppnum,Vöruval,Herjólfi,Flughafnarversluninni,
Krónunni, Kjarval og Skýlinu.
Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum.
Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Eyjafréttir
Nú hefur Alþingi samþykkt
fjárheimild til handa innanríkis-
ráðherra og Vegagerðinni um að
bjóða út smíði nýrrar Vest-
mannaeyjaferju og gert er ráð
fyrir því að ný ferja gæti komið
til Eyja haustið 2018. Af því tilefni
sendum við fyrirspurnir á
þingmenn suðurkjördæmis um
málið.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör-
dæmi segist hafa verið þeirrar
skoðunar að mikilvægasta málið sé
að tryggja áframhaldandi uppbygg-
ingu Landeyjahafnar og ná sem
bestum árangri með siglingar
þangað. Án hafnarinnar og
lagfæringum á henni verða litlar
framfarir í siglingum í Landeyja-
höfn og ný ferja muni aldrei geta
lagfært þau mistök sem gerð voru
við hönnun á Landeyjahöfn og fæst
ekki leiðrétt.
,,Lagfæring á höfninni gerist ekki
nema með rannsóknum en fjöl-
margir sjómenn og skipstjórar hafa
bent á leiðir til að bæta höfnina en
aldrei hefur verið hlustað á skoðanir
þeirra, þó flest ef ekki allt sem þeir
hafa bent á hafi gengið fram. Mín
skoðun hefur verið sú að hlusta á
þessa menn sem tala af reynslu og
þekkingu og við á Alþingi sem
tökum endanlega ákvörðun verðum
að hlusta á þeirra rök. Fyrir þinginu
liggja hinsvegar tillögur Vegagerð-
arinnar og Smíðanefndar Herjólfs
og þeim hefur ekki þótt tillögur
skipstjórnarmanna á Herjólfi,
skipstjóra í Eyjum og á sanddæl-
ingarskipum Björgunar vera þess
virði að hlusta á þær hvað þá að
geta þeirra í gögnum sínum að
neinu marki,“ sagði Ásmundur.
En er ný ferja lausnin við sam-
gönguvandamálum okkar Eyja-
manna? ,,Við tryggjum öruggar
samgöngur við Landeyjahöfn með
lagfæringum á höfninni er stutta
svarið. Engar óskir um fjárheimildir
til að hefja rannsóknir á og við
Landeyjahöfn liggja hins vegar fyrir
og því ekki útlit fyrir að menn ætli
að nota tímann þar til ný ferja
kemur til að laga höfnina eins og
allir tala um. Ég hef boðað
breytingatillögu við Samgönguáætl-
un 2015 til 2018 þar sem gert er ráð
fyrir 250 milljónum króna til
rannsókna í þessu tilefni strax á
næsta ári og vonandi næ ég
tillögunni fram.“
Hefur efasemdir
Ásmundur segir að varðandi
byggingu nýrrar ferju sé það ljóst
að okkar góði Herjólfur sé orðinn
24 ára og ekki besta skipið til að
sigla í vanskapaða Landeyjahöfn og
því er löngu kominn tími til að
byggja nýtt skip og nú sé það
orðinn veruleikinn.
,,Vissulega vona ég að nýtt skip
bæti samgöngur við Eyjar og fjölgi
þeim dögum sem siglt verði til
Landeyjahafnar. Ég hef hins vegar
miklar efasemdir um þær væntingar
og hef miklar áhyggjur af því að
siglingar til Þorlákshafnar verði því
miður mánuðum saman á hverju ári
eftir að ný ferja verður tekin í
notkun. Vonandi bætir fastur
dælubúnaður í Landeyjahöfn við
nýtingu hafnarinnar en engar
rannsóknir hafa styrkt þá skoðun
eða líkur. Mínar áhyggjur snúa því
að þeim ótilgreinda tíma, 70 til 120
dögum á ári sem enn þarf að sigla í
Þorlákshöfn á ferju sem er sér-
staklega hönnuð til siglinga í
Landeyjahöfn og mun því verða
óheppileg til þeirra siglinga með
fáum kojum og ganghraða upp á
13,5 sjómlílur sem verður afturför á
þeirri leið. Þess vegna hefði þurft
að laga höfnina og byggja skip sem
hentar miðað við nýtingatíma í
siglingum í Landeyjahöfn.
Það er því huggun harmi gegn að
gamli Herjólfur verður þá áfram til
þjónustu reiðubúinn og segir mér
svo hugur um að flestir kjósi að
sigla með honum þegar sigla þarf í
Þorlákshöfn enda mun ný ferja ekki
standast honum snúning í siglingum
þangað svo ekki sé minnst á
aðbúnaðinn og allar kojurnar.“
Tökum áralagið í takt
Nú þegar ákvörðun liggur fyrir
segir Ásmundur að hann og aðrir
snúi sér á hina hliðina og voni það
besta. „Ég nenni ekki að taka fleiri
snúninga í þessu ferjumáli, það er
frá hjá mér með þessu svari. Við
ættum að gera það öll.
Hitt er að mikið verk er að koma
höfninni í það lag sem við ætlumst
til og ég trúi því að þar getum við
öll lagst á sömu árina og tekið
áralagið í takt. Það er ekki eftir
neinu að bíða að takast á við
lagfæringar í og við Landeyjahöfn
og krefja Vegagerðina nú þegar um
áætlun til endurbóta á Landeyjahöfn
og innsiglingunni í höfnina. Ef það
verkefni bíður eftir nýrri ferju
verður lengri tími til að væntingar
Vestmannaeyinga rætist að fullu til
bættra samgangna milli Vestmanna-
eyja og Landeyjahafnar. Það er því
eitt verkefni eftir sem við öll
vinnum að, betri höfn í Land-
eyjum.”
Ásmundur :: Ekki besta skipið til að sigla í Landeyjahöfn:
Mikið verk er að koma
höfninni í það lag sem
við ætlumst til
:: Trúi að þar geti allir lagst á sömu árina og tekið áralagið í takt. Það er ekki eftir neinu
að bíða að takast á við lagfæringar í og við Landeyjahöfn
SædíS EVa BirgiSdóttir
seva@eyjafrettir.is
Oddný G. Harðardóttir þingmaður
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
segist fagna því að bjóða eigi út
smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju.
,,Það var alltaf meiningin að
byggja Landeyjahöfn og smíða nýja
ferju. Verkið tafðist eðlilega vegna
hrunsins. Nýja ferjan mun geta farið
oftar á milli Vestmannaeyja og
Landeyjahafnar en gamli Herjólfur
en hún verður líka smíðuð með það
í huga að geta siglt á Þorlákshöfn.
Þetta er gott skref til að bæta
samgöngur til Vestmannaeyja og
það var sannarlega tími til kominn.
Mér finnst líka frábært að ferjan
verði hönnuð þannig að hún geti
gengið fyrir rafmagni til móts við
olíuna. Það er umhverfisvænna og
betra,“ sagði Oddný,
Oddný G. Harðardóttir formaður
Samfylkingarinnar og þingmaður
í Suðurkjördæmi
Oddný G. Harðardóttir:
Þetta er gott skref til
að bæta samgöngur
til Vestmannaeyja
Ásmundur Friðriksson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi