Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 16
16 Eyjafréttir / Miðvikudagur 8. júní 2016 Golfmótið Ufsaskalli Invitational verður haldið næstkomandi laugardag á golfvellinum í Vest- mannaeyjum. Mótið, sem er góðgerðarmót, hefur fest sig í sessi sem eitt af skemmtilegustu golfmótum ársins enda er mest lagt upp úr skrautlegum búningum og fjöri en árangurinn í mótinu er í öðru sæti. Þetta er áttunda árið í röð sem Ufsaskallamótið er haldið en það verður glæsilegra og glæsilegra með hverju árinu. ,,Allur ágóði Ufsaskalla rennur í gott málefni en í fyrra naut mæðrastyrksnefnd góðs af því sem safnaðist á mótinu og keypt var sjónvarp upp á Heil- brigðisstofnun með góðri hjálp frá Geisla. Einnig gefum við ætíð minni peningaupphæðir til fjölskyldna hér í Eyjum sem eru hjálpaþurfi,“ segir Valtýr Auðbergs- son einn af aðalskipuleggjendum mótsins. Fjölmargir leggja hönd á plóg en hitann og þungann af mótshaldinu bera þeir Valtýr Auðbergsson, Magnús Steindórsson, Friðrik Sæbjörnsson og Kristján Georgs- son. Þeir eiga þó góða að og fjölmörg fyrirtæki styrkja mótið með glæsilegum vinningum. „Það eru 46 golfarar skráðir á mótið í ár og um tíu kaddýar og við erum ansi spenntir fyrir helginni eins og alltaf. Við verðum svo með uppboð á Togarabjórnum á mótinu, sem var valinn besti bjór ársins um helgina. Ufsaskalli keypti eina flösku af bjórnum á uppboði í Höllinni um síðustu helgi á 300.000 krónur og allur sá peningur fer að sjálfsögðu í góðgerðamál,“ sagði Valtýr. Með áletrun og uppsetningu verð aðeins kr: 309.900 Með lukt, áletrun og uppsetningu verð aðeins kr: 303.900 Granítsteinar.is – Helluhrauni 2 – Hafnarfjörður – Sími: 544-5100 Sendum út um allt land að kostnaðarlausu * ** Með áletrun og uppsetningu verð aðeins kr: 239.900 Með áletrun og uppsetningu verð aðeins kr: 119.900 * A uk ah lu ti r á m yn d f yl g ja e kk i. U p p se tn in g m ið as t vi ð h ö fu ð b o rg ar sv æ ð ið . StarfSmanna- StJóri VeStmanna- eyJabæJar Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsmanni í 100% stöðu starfsmannastjóra. Starfsmannastjóri hefur yfirumsjón og eftirlit með launa- og mann- auðsmálum Vestmannaeyjabæjar í samvinnu við framkvæmdastjóra sviðanna. Starfsmannastjóri sinnir alhliða ráðgjöf um mannauðsmál til stjórnenda og starfsfólks. Hann stýrir stefnumótandi verkefnum eins og gerð og eftirfylgni við mannauðsstefnu, velferðastefnu og starfsmannahandbókar. Starfsmannastjóri ber ábyrgð á og sér um að tímaskráningarkerfið sé nýtt á réttan máta. Starfsmannastjóri hefur yfirumsjón með kjarasamningum, launakerfum og launakeyrslum í samvinnu við launadeild. Æskilegt að viðkomandi hafi góða reynslu af stjórnun. Skilyrði er að viðkomandi hafi góða og lipra þjónustulund sem og færni í mannlegum samskiptum. Þekking á Navision bókhalds- og launakerfinu og tímaskráningakerfinu Vinnustund er æskileg. Laun skv. kjarasamningi STAVEY og launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar gefur Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs í síma 488-2000 eða á rut@vestmannaeyjar.is. Umsóknum skal skilað fyrir 1. júní n.k. í ráðhús Vestmannaeyja, kirkjuvegi 50, 900 Vestmanna- eyjum merkt starfsmannastjóri Vestmannaeyja- bæjar. einnig er hægt að skila umsóknum á netfangið rut@vestmannaeyjar.is aUglýSing Um SkipUlagSmál Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breyttu deiliskipu- lagi á Hafnarsvæði (H-1) og Miðsvæði norðan Strandvegar (M-1) Í tillögunni felst að heimilt verður að byggja þrjár hæðir í stað tveggja áður ofan á gamla vigtar- húsið Strandvegi 30 (áður Tangagata 12). Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv 1:2000, dags. 28. apríl 2016. Nánar um tillöguna vísast til kynn- ingargagna. Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 9. júní til 21. júlí 2016. Skipulagsgögn ligga frammi í Safnahúsi Ráðshús- tröð og hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5. Tillagan er einnig birt á heima- síðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar. is, undir: Skipulagsmál. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til umhverfis- og framkvæmdasviðis Skildinga- vegi 5, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is, eigi síðar en 21. júlí 2016. Skipulagsfulltrúi Ufsaskalli Invitational um helgina :: 46 skráðir til leiks: Allur ágóði til góðgerðarmála: Mest lagt upp úr skrautlegum búningum og fjöri :: Árangurinn er í öðru sæti SædíS EVa BirgiSdóttir seva@eyjafrettir.is Valtýr Auðbergsson einn af aðalskipuleggjendum mótsins. Eyjafréttir - vertu með á nótunum!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.